Hækka frístundastyrk um helming Árni Sæberg skrifar 30. júní 2022 13:29 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjórans Dags B. Eggertssonar um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur fyrir hvert barn þann 1. janúar 2023. Sex til átján ára börn og unglingar með lögheimili í Reykjavík munu eiga rétt á 75 þúsund króna styrk til íþrótta-, lista- og tómstundastarfs frá og með næstu áramótum. Samþykkt borgarráðs byggir á tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem samþykkt var í því ráði síðastliðinn mánudag og er í samræmi við ákvæði í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar auk þess sem fleiri flokkar í borgarstjórn hafa kynnt sambærileg áform, að því er segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Vonast til að auka þátttöku barna í frístundum Í tilkynningu segir að markmiðið með hækkun frístundastyrksins að þessu sinni sé að auka enn frekar þátttöku barna í virkum frístundum í borginni. Styrkurinn sé samfélagsverkefni sem hafi það að markmiði að tryggja að opinber stuðningur skili sér sem best og nýtist vel þeim sem vegna efnahags eða félagslegra aðstæða eiga ekki jafn auðvelt og aðrir að taka þátt í skipulögðu frítímastarfi. Þá sé hann einnig liður í lýðheilsustefnu borgarinnar, með honum séu skapað umhverfi og aðstæður sem auka jöfnuð heilsu og hamingju barna. Hækkunin kostar 443 milljónir króna Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar hefur verið fimmtíu þúsund krónur frá 1. janúar 2017. Helmingshækkunin nú kostar borgina 443 milljónir króna. Ætlun borgarinnar er að hækkunin renni fyrst og fremst til barnafjölskyldna. Í tilkynningu segir að Íþróttabandalag Reykjavíkur muni hér eftir sem hingað til fylgjast með þátttökugjöldum félaga sinna og gæta þessa að iðkendagjöld þróist í takt við almennt verðlag þannig að hækkun frístundastyrksins renni fyrst og fremst til barnafjölskyldna í borginni. Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Sex til átján ára börn og unglingar með lögheimili í Reykjavík munu eiga rétt á 75 þúsund króna styrk til íþrótta-, lista- og tómstundastarfs frá og með næstu áramótum. Samþykkt borgarráðs byggir á tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem samþykkt var í því ráði síðastliðinn mánudag og er í samræmi við ákvæði í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar auk þess sem fleiri flokkar í borgarstjórn hafa kynnt sambærileg áform, að því er segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Vonast til að auka þátttöku barna í frístundum Í tilkynningu segir að markmiðið með hækkun frístundastyrksins að þessu sinni sé að auka enn frekar þátttöku barna í virkum frístundum í borginni. Styrkurinn sé samfélagsverkefni sem hafi það að markmiði að tryggja að opinber stuðningur skili sér sem best og nýtist vel þeim sem vegna efnahags eða félagslegra aðstæða eiga ekki jafn auðvelt og aðrir að taka þátt í skipulögðu frítímastarfi. Þá sé hann einnig liður í lýðheilsustefnu borgarinnar, með honum séu skapað umhverfi og aðstæður sem auka jöfnuð heilsu og hamingju barna. Hækkunin kostar 443 milljónir króna Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar hefur verið fimmtíu þúsund krónur frá 1. janúar 2017. Helmingshækkunin nú kostar borgina 443 milljónir króna. Ætlun borgarinnar er að hækkunin renni fyrst og fremst til barnafjölskyldna. Í tilkynningu segir að Íþróttabandalag Reykjavíkur muni hér eftir sem hingað til fylgjast með þátttökugjöldum félaga sinna og gæta þessa að iðkendagjöld þróist í takt við almennt verðlag þannig að hækkun frístundastyrksins renni fyrst og fremst til barnafjölskyldna í borginni.
Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum