Egypska knattspyrnusambandið, EFA, tók þessa ákvörðun í gær, en mörg af félögunum í Egyptalandi hafa kvartað yfir lélegri dómgæslu á nýafstaðinni leiktíð.
Kvartanirnar hafa gengið svo langt að undanfarin ár hafa einhver lið hótað að draga sig úr deildinni í mótmælaskyni. Félögin telja að slæmar ákvarðanir dómara í deildinni hafi kostað liðin stig.
Clattenburg er reynslumikill dómari, en á árunum 2000-2017 dæmdi hann tæplega 600 deildar-, Evrópu- og landsleiki. Árið 2016 dæmdi hann bæði úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik Evrópumeistaramótsins.
Þessi 47 ára fyrrum dómari yfirgaf ensku úrvalsdeildina árið 2017 þegar hann tók við sem yfirmaður dómaramála í Sádí-Arabíu þar sem hann tók við af fyrrverandi kollega sínum úr ensku úrvalsdeildinni, Howard Webb.