Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Vélarnar koma inn í flota Icelandair haustið 2023 og mun félagið þá reka tuttugu MAX-flugvélar.
Í síðasta mánuði tilkynnti Icelandair að það hyggðist bæta við sig fjórum MAX-flugvélum en vélarnar tvær sem tilkynnt var um í dag eru til viðbótar við hinar fjóru.
Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í júní að Icelandair væri að skoða tvo kosti vegna framtíðarflotamála félagsins:
Kaup á Boeing Dreamliner-breiðþotum til að reka með Max-þotunum eða að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur.