Flokkurinn vill að gripið verði til harðra aðgerða til að stemma stigu við tíðum nauðgunum og kynferðisbrotum í Svíþjóð. „Á hverjum degi er tilkynnt um 27 nauðganir. Hvað þurfa að líða margir dagar áður en ríkisstjórnin grípur til aðgerða,“ spyr Busch.
Hún segir í myndskilaboðum á samfélagsmiðlum að í sumum tilfellum, þar sem brotið er kynferðislega gegn börnum, eigi sömuleiðis að vera hægt að dæma menn í lífstíðarfangelsi.
Sömuleiðis eigi í sumum tilvikum að setja það sem skilyrði fyrir lausn dæmdra kynferðisbrotamanna úr fangelsi að þeir séu vanaðir með lyfjameðferð.
Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september næstkomandi.