Gera allt til að vinna úr aðstæðunum Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júlí 2022 17:44 Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. Vísir/Egill Það hefur verið mikil áskorun fyrir Icelandair að halda uppi ásættanlegri flugáætlun innanlands samkvæmt Boga Nils Bogasyni, forstjóra flugfélagsins. Verið sé að gera allt sem hægt er að til að vinna úr aðstæðunum. Í færslu sem Bogi birti í Facebook-hópnum „Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun“ í dag segir að Icelandair sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem flugfélagið stendur frammi fyrir þessa dagana. Í gær bárust fregnir af því að tvær af vélum þeirra sem notaðar eru í innihaldsflug væru bilaðar og tafir á brottför eru orðnar ansi algengar. „Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu,“ segir Bogi. Facebook-hópurinn Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun inniheldur tæplega átta þúsund meðlimi. Þar er bæði rætt um hátt verð og almennt um innanlandsflugin. Sögum af seinkunum á innanlandsflugi hefur fjölgað upp á síðkastið. Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. „Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri.“ Hér fyrir neðan má lesa færslu Boga í heild sinni. Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Fréttir af flugi Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Sjá meira
Í færslu sem Bogi birti í Facebook-hópnum „Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun“ í dag segir að Icelandair sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem flugfélagið stendur frammi fyrir þessa dagana. Í gær bárust fregnir af því að tvær af vélum þeirra sem notaðar eru í innihaldsflug væru bilaðar og tafir á brottför eru orðnar ansi algengar. „Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu,“ segir Bogi. Facebook-hópurinn Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun inniheldur tæplega átta þúsund meðlimi. Þar er bæði rætt um hátt verð og almennt um innanlandsflugin. Sögum af seinkunum á innanlandsflugi hefur fjölgað upp á síðkastið. Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. „Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri.“ Hér fyrir neðan má lesa færslu Boga í heild sinni. Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair
Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair
Fréttir af flugi Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Sjá meira