Sainz á ráspól í Breska kappakstrinum Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 15:05 Carlos Sainz á fleygiferð í rigningunni Getty Images Silverstone brautin var blaut þegar tímatakan fyrir Breska kappaksturinn fór fram fyrr í dag. Það hafði vissulega áhrif en það var Carlos Sainz á Ferrari bílnum sem náði ráspólnum í kappakstrinum sem fram fer á morgun. Rigningin hafði þau áhrif meðal annars að Max Verstappen hringsneri bíl sínum á fyrsta hring í tímatöku númer þrjú í dag en hann náði þó að klára hringinn og halda áfram. Valtteri Bottas hjá Alfa Romeo og Sebastian Vettel hjá Aston Martin duttu út í fyrstu tveimur tímatökum dagsins og byrja í 12. og 18. í kappakstrinum á morgun. Ökumenn áttu í smá vandræðum í síðustu tímatökunni en fundu taktinn þegar leið á og tímarnir urðu hraðari og hraðari eftir því sem menn náðu fleiri hringjum. Max Verstappen á Red Bull bílnum náði besta tímanum þegar þriðja tímatakan var u.þ.b. hálfnuð en Leclerc á Ferrari náði að skáka honum í nokkrar sekúndur áður en Verstappen mætti aftur til að ná besta hringnum þegar um mínúta var eftir af tímatökunni og flestir fóru á síðasta hringinn. Úr varð að Leclerc sneri bílnum sínum og náði ekki að bæta sig en það gerði Carlo Sainz liðsfélagi Leclerc og náði í ráspólinn fyrir Breska kappaksturinn og er það í fyrsta sinn sem Spánverjinn nær í ráspól. Annar verður Max Verstappen og Charles Leclerc í því þriðja. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton lenti í fimmta sæti. Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Rigningin hafði þau áhrif meðal annars að Max Verstappen hringsneri bíl sínum á fyrsta hring í tímatöku númer þrjú í dag en hann náði þó að klára hringinn og halda áfram. Valtteri Bottas hjá Alfa Romeo og Sebastian Vettel hjá Aston Martin duttu út í fyrstu tveimur tímatökum dagsins og byrja í 12. og 18. í kappakstrinum á morgun. Ökumenn áttu í smá vandræðum í síðustu tímatökunni en fundu taktinn þegar leið á og tímarnir urðu hraðari og hraðari eftir því sem menn náðu fleiri hringjum. Max Verstappen á Red Bull bílnum náði besta tímanum þegar þriðja tímatakan var u.þ.b. hálfnuð en Leclerc á Ferrari náði að skáka honum í nokkrar sekúndur áður en Verstappen mætti aftur til að ná besta hringnum þegar um mínúta var eftir af tímatökunni og flestir fóru á síðasta hringinn. Úr varð að Leclerc sneri bílnum sínum og náði ekki að bæta sig en það gerði Carlo Sainz liðsfélagi Leclerc og náði í ráspólinn fyrir Breska kappaksturinn og er það í fyrsta sinn sem Spánverjinn nær í ráspól. Annar verður Max Verstappen og Charles Leclerc í því þriðja. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton lenti í fimmta sæti.
Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira