Nýtt ár á nýja vinnumarkaðnum Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 3. júlí 2022 08:02 Júlí er genginn í garð og þar með hin eiginlegu áramót á vinnumarkaði í huga margra. Launafólk tekur fríinu fagnandi enda krefjandi tímar að baki, þar sem glímt hefur verið við heimsfaraldur, atvinnuleysi og fjárhagslega óvissu. Öll vonum við að bjartari tímar séu framundan, þó vissulega séu ýmsar blikur á lofti. Fyrir mörg okkar er sumarið tíminn til að hugleiða næstu skref í lífi og starfi, hrista upp í gömlum gildum og skapa ný, velta við steinum og breyta forgangsröðun. Ný kjarakönnun BHM sýnir að 50% aðspurðra í aðildarfélögum bandalagsins fara með hugsanir á borð við þessar inn í sumarfríið. En hvaða þýðingu hafa þessar hugleiðingar launafólks fyrir vinnumarkað framtíðar? 50% aðspurðra vilja verða sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti Í nýrri kjarakönnun BHM var launafólk spurt hvort það myndi kjósa að vera sjálfstætt starfandi fremur en að vera í hefðbundnu ráðningarsambandi. Athygli vekur að 50% aðspurðra segjast geta hugsað sér að vera sjálfstætt starfandi, að hluta eða öllu leyti! Þetta kemur ekki á óvart því utan úr heimi berast nú fréttir um straumhvörf á vinnumarkaði í kjölfar heimsfaraldurs, um sterka löngun launafólks til að breyta til, leita eftir nýju starfi eða hreinlega skipta um starfsvettvang. „Stóra uppsögnin“ (e. Great resignation) skekur Vesturlönd og er talin geta haft varanleg áhrif á atvinnulíf og samfélag. Ein af afleiðingum þessa er mannekla í fjölmörgum atvinnugreinum, enda hafa milljónir manna ákveðið að breyta til; skipta um störf, afla tekna með því að sinna eigin verkefnum eða hætta jafnvel alfarið á vinnumarkaði. Ástæðurnar fyrir þessum breytingum virðast margþættar og af ýmsum toga, sumar eru tímabundnar t.a.m. aukinn sparnaður á tímum heimsfaraldurs, meðan aðrar eiga sér lengri aðdraganda m.a. uppsöfnuð óánægja í starfi eða langvarandi andlegt og líkamlegt álag. Spurningin er hvort þetta séu merki um tímabundnar breytingar sem eigi rætur í upplifun fólks og reynslu af þátttöku í atvinnulífi, eða hvort hér sé um að ræða varanlega þróun á vinnumarkaði. Niðurstöður könnunar BHM benda til að þróunin gæti orðið varanleg, í það minnsta hjá háskólamenntuðum. Okkur sem störfum í þágu launafólks ber að bregðast við þeim áskorunum sem þessi þróun mun hafa í för með sér. Sjálfstætt starfandi og launafólk eiga sterkan málsvara í BHM Ég kem úr þeim geira atvinnulífsins þar sem algengt er að fólk starfi sjálfstætt eða afli tekna með blöndu af launaðri vinnu og verksamningum. Það á við um listafólk, hönnuði og þau sem starfa innan fjölbreyttra atvinnugreina menningar. Oft helgast þetta af eðli starfanna og þeim fjölda verkefna sem sinnt er samtímis, en stundum stendur fólki ekki annað til boða. Ýmislegt bendir til þess að hópur sjálfstætt starfandi á vinnumarkaði fari vaxandi, slík merki sjást í fleiri atvinnugreinum en áður hefur tíðkast, að fólk kjósi verkefnaráðningu fram yfir fast ráðningarsamband. Sú skylda hvílir á aðilum vinnumarkaðarins að móta stefnu um það hvernig brugðist verður við þeim áskorunum sem blandaði vinnumarkaðurinn hefur í för með sér. Við þurfum að skoða eðlis- og aðstöðumun sjálfstætt starfandi í samanburði við launafólk og flækjustigið við að tilheyra báðum hópunum. Hvernig aðlögum við kerfin okkar, t.d. atvinnuleysistryggingakerfið? Hvernig aukum við skilning fólks á virði þeirra réttinda sem fórnað er þegar hætt er í launuðu starfi? Hvernig komum við í veg fyrir gerviverktöku og að launafólk verði þvingað í verksamninga með tilheyrandi skerðingu í kjörum og réttindum? Og hvernig tryggjum við réttinn til eftirlauna og lífeyris? Þessi málefni eru mér sérlega hugleikin og í nýju hlutverki mínu innan BHM mun ég beita mér fyrir bættum kjörum og réttindum sjálfstætt starfandi og þeirra sem afla tekna með blöndu af launavinnu og verksamningum. Á sama tíma og við viljum að fólk geti átt val um ráðningarform, verðum við að huga að þeim lúmsku hættum sem steðja að launafólki á nýja vinnumarkaðnum. Úrlausnarefnið er margslungið og því nauðsynlegt að nálgast það af hugkvæmni og með opnum huga. Höfundur er varaformaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Júlí er genginn í garð og þar með hin eiginlegu áramót á vinnumarkaði í huga margra. Launafólk tekur fríinu fagnandi enda krefjandi tímar að baki, þar sem glímt hefur verið við heimsfaraldur, atvinnuleysi og fjárhagslega óvissu. Öll vonum við að bjartari tímar séu framundan, þó vissulega séu ýmsar blikur á lofti. Fyrir mörg okkar er sumarið tíminn til að hugleiða næstu skref í lífi og starfi, hrista upp í gömlum gildum og skapa ný, velta við steinum og breyta forgangsröðun. Ný kjarakönnun BHM sýnir að 50% aðspurðra í aðildarfélögum bandalagsins fara með hugsanir á borð við þessar inn í sumarfríið. En hvaða þýðingu hafa þessar hugleiðingar launafólks fyrir vinnumarkað framtíðar? 50% aðspurðra vilja verða sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti Í nýrri kjarakönnun BHM var launafólk spurt hvort það myndi kjósa að vera sjálfstætt starfandi fremur en að vera í hefðbundnu ráðningarsambandi. Athygli vekur að 50% aðspurðra segjast geta hugsað sér að vera sjálfstætt starfandi, að hluta eða öllu leyti! Þetta kemur ekki á óvart því utan úr heimi berast nú fréttir um straumhvörf á vinnumarkaði í kjölfar heimsfaraldurs, um sterka löngun launafólks til að breyta til, leita eftir nýju starfi eða hreinlega skipta um starfsvettvang. „Stóra uppsögnin“ (e. Great resignation) skekur Vesturlönd og er talin geta haft varanleg áhrif á atvinnulíf og samfélag. Ein af afleiðingum þessa er mannekla í fjölmörgum atvinnugreinum, enda hafa milljónir manna ákveðið að breyta til; skipta um störf, afla tekna með því að sinna eigin verkefnum eða hætta jafnvel alfarið á vinnumarkaði. Ástæðurnar fyrir þessum breytingum virðast margþættar og af ýmsum toga, sumar eru tímabundnar t.a.m. aukinn sparnaður á tímum heimsfaraldurs, meðan aðrar eiga sér lengri aðdraganda m.a. uppsöfnuð óánægja í starfi eða langvarandi andlegt og líkamlegt álag. Spurningin er hvort þetta séu merki um tímabundnar breytingar sem eigi rætur í upplifun fólks og reynslu af þátttöku í atvinnulífi, eða hvort hér sé um að ræða varanlega þróun á vinnumarkaði. Niðurstöður könnunar BHM benda til að þróunin gæti orðið varanleg, í það minnsta hjá háskólamenntuðum. Okkur sem störfum í þágu launafólks ber að bregðast við þeim áskorunum sem þessi þróun mun hafa í för með sér. Sjálfstætt starfandi og launafólk eiga sterkan málsvara í BHM Ég kem úr þeim geira atvinnulífsins þar sem algengt er að fólk starfi sjálfstætt eða afli tekna með blöndu af launaðri vinnu og verksamningum. Það á við um listafólk, hönnuði og þau sem starfa innan fjölbreyttra atvinnugreina menningar. Oft helgast þetta af eðli starfanna og þeim fjölda verkefna sem sinnt er samtímis, en stundum stendur fólki ekki annað til boða. Ýmislegt bendir til þess að hópur sjálfstætt starfandi á vinnumarkaði fari vaxandi, slík merki sjást í fleiri atvinnugreinum en áður hefur tíðkast, að fólk kjósi verkefnaráðningu fram yfir fast ráðningarsamband. Sú skylda hvílir á aðilum vinnumarkaðarins að móta stefnu um það hvernig brugðist verður við þeim áskorunum sem blandaði vinnumarkaðurinn hefur í för með sér. Við þurfum að skoða eðlis- og aðstöðumun sjálfstætt starfandi í samanburði við launafólk og flækjustigið við að tilheyra báðum hópunum. Hvernig aðlögum við kerfin okkar, t.d. atvinnuleysistryggingakerfið? Hvernig aukum við skilning fólks á virði þeirra réttinda sem fórnað er þegar hætt er í launuðu starfi? Hvernig komum við í veg fyrir gerviverktöku og að launafólk verði þvingað í verksamninga með tilheyrandi skerðingu í kjörum og réttindum? Og hvernig tryggjum við réttinn til eftirlauna og lífeyris? Þessi málefni eru mér sérlega hugleikin og í nýju hlutverki mínu innan BHM mun ég beita mér fyrir bættum kjörum og réttindum sjálfstætt starfandi og þeirra sem afla tekna með blöndu af launavinnu og verksamningum. Á sama tíma og við viljum að fólk geti átt val um ráðningarform, verðum við að huga að þeim lúmsku hættum sem steðja að launafólki á nýja vinnumarkaðnum. Úrlausnarefnið er margslungið og því nauðsynlegt að nálgast það af hugkvæmni og með opnum huga. Höfundur er varaformaður BHM.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun