Svakalegur árekstur í ræsingunni á Silverstone - Alfa Romeo bíll lenti á hvolfi Árni Jóhannsson skrifar 3. júlí 2022 15:20 Zhou Guanyu lenti hörðum árekstri en virðist hafa sloppið án teljandi meiðsla GETTY IMAGES Breski kappaksturinn fór af stað með miklum látum í dag en eftir að Max Verstappen náði fyrsta sætinu strax af Sainz þá varð árekstur aftar á ráspólnum sem gerði það að verkum að kappakstrinum seinkaði um tæpa klukkustund. Zhou Guanyu lenti verst í árekstrinum en slapp við alvarleg meiðsli. Strax í fyrstu beygjunni varð mikill troðningur á milli bíla og lenti George Russell og Pierre Gasly í árekstri og Russell lenti aftan á Zhou Guanyu með þeim afleiðingum að Alfa Romeo bíll Zhou í veltu og rann á hvolfi út fyrir brautina. Svo mikill var hraðinn Alfa Romeo bíllinn lenti í mölinni og flaug yfir öryggisvegginn. Rauðu flaggi var veifað og hætta þurfti kappakstrinum á meðan Zhou var sinnt og brautin hreinsuð. Einnig lentu Sebastian Vettel og Alex Albon í árekstri sem varð til þess að Albon var fluttur á sjúkrahús. Zhou Guanyu var fluttur með hraði á sjúkrahús en eins og kemur fram hjá Sky Sports er hann með meðvitund og byrjaður að hreyfa sig. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Kappaksturinn hófst síðan aftur og er í gangi þegar þessi frétt er skrifuð. Carlo Sainz er í forystu og Charles Leclerc er í öðru sæti en þeir eru báðir á Ferrari. Max Verstappen hefur lent tjóni og hrunið niður í sjötta sæti en Lewis Hamilton er í því þriðja. Zhou Guanyu á leiðinni á mölina á hvolfi. Halo hringurinn sannaði gildi sitt í dag.GETTY IMAGES Svona endaði Zhou Guanyu milli girðingar og öryggisveggsins eftir flugferðina.GETTY IMAGES Formúla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Strax í fyrstu beygjunni varð mikill troðningur á milli bíla og lenti George Russell og Pierre Gasly í árekstri og Russell lenti aftan á Zhou Guanyu með þeim afleiðingum að Alfa Romeo bíll Zhou í veltu og rann á hvolfi út fyrir brautina. Svo mikill var hraðinn Alfa Romeo bíllinn lenti í mölinni og flaug yfir öryggisvegginn. Rauðu flaggi var veifað og hætta þurfti kappakstrinum á meðan Zhou var sinnt og brautin hreinsuð. Einnig lentu Sebastian Vettel og Alex Albon í árekstri sem varð til þess að Albon var fluttur á sjúkrahús. Zhou Guanyu var fluttur með hraði á sjúkrahús en eins og kemur fram hjá Sky Sports er hann með meðvitund og byrjaður að hreyfa sig. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Kappaksturinn hófst síðan aftur og er í gangi þegar þessi frétt er skrifuð. Carlo Sainz er í forystu og Charles Leclerc er í öðru sæti en þeir eru báðir á Ferrari. Max Verstappen hefur lent tjóni og hrunið niður í sjötta sæti en Lewis Hamilton er í því þriðja. Zhou Guanyu á leiðinni á mölina á hvolfi. Halo hringurinn sannaði gildi sitt í dag.GETTY IMAGES Svona endaði Zhou Guanyu milli girðingar og öryggisveggsins eftir flugferðina.GETTY IMAGES
Formúla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira