Man Utd segir Ronaldo ekki til sölu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 10:32 Manchester United vill halda Cristiano Ronaldo en Portúgalinn ku vilja yfirgefa félagið. Manchester United/Getty Images Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu. Landsliðsmenn Man United mæta til æfinga í dag og greindi Sky Sports frá því að Ronaldo ætti að vera þar á meðal. Skömmu síðar var staðfest að Ronaldo yrði ekki meðal þeirra leikmanna sem myndu snúa aftur úr fríi í dag, fjölskylduástæður liggja þar að baki samkvæmt yfirlýsingu félagsins. Þeir leikmenn sem tóku þátt í landsliðsverkefnum í júní fengu eilítið lengra frí en aðrir leikmenn Man Utd mættu á sína fyrstu æfingu undir stjórn Erik ten Hag fyrir viku síðan. Það hefur lítið gengið hjá Man United á félagaskiptamarkaðnum. Ten Hag hefur verið á höttunum á eftir Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona, en sá vill hvorki fara frá Katalóníu né virðist Barcelona vilja selja hann. Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er genginn til liðs við félagið og er nú einn sex bakvarða í aðalliðshóp félagsins. Í frétt Sky kemur fram að Man United veit raunar ekki hvort Ronaldo mun mæta á æfingu né hvort hann sé á Bretlandseyjum yfir höfuð. Þrátt fyrir það og alla umræðuna í kringum Ronaldo undanfarna daga þá hefur Man United haldið því statt og stöðugt fram að leikmaðurinn sé ekki til sölu. #MUFC insist Cristiano Ronaldo is not for sale despite his intention to leave the club United expect Ronaldo to return to training this morning.pic.twitter.com/JPu6BagpF3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 4, 2022 Á vef The Athletic er farið yfir stöðu mála hjá Ronaldo en Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, stakk upp á því að selja hinn 37 ára gamla Ronaldo í janúar og kaupa nýjan framherja í staðinn. Forráðamenn félagsins tóku það ekki í mál en rétt tæpu hálfi ári síðar vill Ronaldo sjálfur færa sig um set. Hvert hann myndi fara er stóra spurningin en Chelsea virðist eini raunhæfi möguleikinn innan Englands. París Saint-Germain vill ekki „bling bling“ lengur og það eru ekki mörg félög sem geta borgað leikmanni sem verður 38 ára í febrúar næstkomandi sömu laun og Man United en talið er að Ronaldo þéni um hálfa milljón punda á viku. #MUFC unsure when Ronaldo will report back this week Talks with Ten Hag planned + going on tour non-negotiable Rangnick proposed selling and replacing him in Jan Club adamant he stays - have not pursued a striker@stujames75 @lauriewhitwell https://t.co/1K7RgRvrQ7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 4, 2022 Ronaldo er samningsbundinn Man Utd út næstu leiktíð og vill félagið vilja halda honum. Leikmaðurinn sjálfur vill samkvæmt öllum fréttum spila í Meistaradeild Evrópu enda er það sú keppni þar sem hann hefur borið höfuð og herðar yfir sína helstu keppinauta í gegnum árin. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Landsliðsmenn Man United mæta til æfinga í dag og greindi Sky Sports frá því að Ronaldo ætti að vera þar á meðal. Skömmu síðar var staðfest að Ronaldo yrði ekki meðal þeirra leikmanna sem myndu snúa aftur úr fríi í dag, fjölskylduástæður liggja þar að baki samkvæmt yfirlýsingu félagsins. Þeir leikmenn sem tóku þátt í landsliðsverkefnum í júní fengu eilítið lengra frí en aðrir leikmenn Man Utd mættu á sína fyrstu æfingu undir stjórn Erik ten Hag fyrir viku síðan. Það hefur lítið gengið hjá Man United á félagaskiptamarkaðnum. Ten Hag hefur verið á höttunum á eftir Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona, en sá vill hvorki fara frá Katalóníu né virðist Barcelona vilja selja hann. Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er genginn til liðs við félagið og er nú einn sex bakvarða í aðalliðshóp félagsins. Í frétt Sky kemur fram að Man United veit raunar ekki hvort Ronaldo mun mæta á æfingu né hvort hann sé á Bretlandseyjum yfir höfuð. Þrátt fyrir það og alla umræðuna í kringum Ronaldo undanfarna daga þá hefur Man United haldið því statt og stöðugt fram að leikmaðurinn sé ekki til sölu. #MUFC insist Cristiano Ronaldo is not for sale despite his intention to leave the club United expect Ronaldo to return to training this morning.pic.twitter.com/JPu6BagpF3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 4, 2022 Á vef The Athletic er farið yfir stöðu mála hjá Ronaldo en Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, stakk upp á því að selja hinn 37 ára gamla Ronaldo í janúar og kaupa nýjan framherja í staðinn. Forráðamenn félagsins tóku það ekki í mál en rétt tæpu hálfi ári síðar vill Ronaldo sjálfur færa sig um set. Hvert hann myndi fara er stóra spurningin en Chelsea virðist eini raunhæfi möguleikinn innan Englands. París Saint-Germain vill ekki „bling bling“ lengur og það eru ekki mörg félög sem geta borgað leikmanni sem verður 38 ára í febrúar næstkomandi sömu laun og Man United en talið er að Ronaldo þéni um hálfa milljón punda á viku. #MUFC unsure when Ronaldo will report back this week Talks with Ten Hag planned + going on tour non-negotiable Rangnick proposed selling and replacing him in Jan Club adamant he stays - have not pursued a striker@stujames75 @lauriewhitwell https://t.co/1K7RgRvrQ7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 4, 2022 Ronaldo er samningsbundinn Man Utd út næstu leiktíð og vill félagið vilja halda honum. Leikmaðurinn sjálfur vill samkvæmt öllum fréttum spila í Meistaradeild Evrópu enda er það sú keppni þar sem hann hefur borið höfuð og herðar yfir sína helstu keppinauta í gegnum árin.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti