Dauðskelkuð Griner biðlar til Bandaríkjaforseta: Gerðu það, ekki gleyma mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 09:31 Brittney Griner hefur ekkert getað spilað með Phoenix Mercury því hún hefur dúsað í fangelsi í Moskvu síðan í febrúar. Getty/Christian Petersen/ Bréf frá bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner, skrifað í fangelsi í Rússlandi, komst alla leið í Hvíta húsið. Bandarískir fjölmiðlar fengu að birta brot úr því á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí. Griner hefur verið í haldi í Rússlandi síðan hún var handtekin á flugvellinum í Moskvu fyrir að vera með hassolíu í sínum förum en hana notaði Griner í rafrettu sína. Það kom ekki fram hvernig bréfið komst úr fangelsinu í Moskvu alla leið í Hvíta húsið í Washington DC. Fjölmiðlar fengu heldur ekki afrit af öllu bréfinu heldur aðeins brot úr því. Það sem er vitað er að í þessu bréfi biðlaði Griner beint til Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Ég er dauðskelkuð um að ég verði hér alla tíð,“ skrifaði Brittney Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner er ein besta körfuboltakona heims, 206 sentímetra miðherji sem hefur bæði orðið WNBA-meistari sem og verið stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar í tvígang. Hún hefur líka átta sinnum varið flest skot á tímabili og þrisvar sinnum verið kosin í úrvalslið ársins. Réttarhöldin yfir Griner hófust síðastliðinn föstudag. Lögfræðisérfræðingar og bandarískir fulltrúar hafa sagt að réttarhöldin séu í raun aðeins sýndarréttarhöld og því löngu ljóst að hún verði dæmd sek og í langt fangelsi. „Ég átta mig á því að þú ert að glíma við marga hluti en gerðu það ekki gleyma mér og hinum sem eru líka í gæsluvarðhaldi,“ skrifaði Griner. Griner handskrifaði bréfið og þar nefnir hún meðal annars að faðir hennar hafi verið í Víetnam. „Fjórða júlí, heiðrar mín fjölskylda vanalega þá sem börðust fyrir frelsi okkar og meðal þeirra er faðir minn sem barðist í Víetnam. Það er mjög sárt að hugsa um það hvernig ég held vanalega upp á þennan dag því frelsi þýðir eitthvað allt annað fyrir mig í dag,“ skrifaði Griner. „Ég kaus í fyrsta sinn árið 2020 og þá kaus ég þig. Ég trúi á þig. Ég á enn svo margt gott eftir að láta af mér leiða og þú getur hjálpað mér að geta það. Ég sakna eiginkonu minnar. Ég sakna fjölskyldunnar. Ég sakna liðsfélaganna. Það er mjög erfitt að vita að þeir eru ganga í gegnum þetta kvalræði. Ég er þakklát fyrir allt sem þú getur gert til að hjálpa mér að komast heim,“ skrifaði Griner. Mál Brittney Griner NBA Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Griner hefur verið í haldi í Rússlandi síðan hún var handtekin á flugvellinum í Moskvu fyrir að vera með hassolíu í sínum förum en hana notaði Griner í rafrettu sína. Það kom ekki fram hvernig bréfið komst úr fangelsinu í Moskvu alla leið í Hvíta húsið í Washington DC. Fjölmiðlar fengu heldur ekki afrit af öllu bréfinu heldur aðeins brot úr því. Það sem er vitað er að í þessu bréfi biðlaði Griner beint til Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Ég er dauðskelkuð um að ég verði hér alla tíð,“ skrifaði Brittney Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner er ein besta körfuboltakona heims, 206 sentímetra miðherji sem hefur bæði orðið WNBA-meistari sem og verið stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar í tvígang. Hún hefur líka átta sinnum varið flest skot á tímabili og þrisvar sinnum verið kosin í úrvalslið ársins. Réttarhöldin yfir Griner hófust síðastliðinn föstudag. Lögfræðisérfræðingar og bandarískir fulltrúar hafa sagt að réttarhöldin séu í raun aðeins sýndarréttarhöld og því löngu ljóst að hún verði dæmd sek og í langt fangelsi. „Ég átta mig á því að þú ert að glíma við marga hluti en gerðu það ekki gleyma mér og hinum sem eru líka í gæsluvarðhaldi,“ skrifaði Griner. Griner handskrifaði bréfið og þar nefnir hún meðal annars að faðir hennar hafi verið í Víetnam. „Fjórða júlí, heiðrar mín fjölskylda vanalega þá sem börðust fyrir frelsi okkar og meðal þeirra er faðir minn sem barðist í Víetnam. Það er mjög sárt að hugsa um það hvernig ég held vanalega upp á þennan dag því frelsi þýðir eitthvað allt annað fyrir mig í dag,“ skrifaði Griner. „Ég kaus í fyrsta sinn árið 2020 og þá kaus ég þig. Ég trúi á þig. Ég á enn svo margt gott eftir að láta af mér leiða og þú getur hjálpað mér að geta það. Ég sakna eiginkonu minnar. Ég sakna fjölskyldunnar. Ég sakna liðsfélaganna. Það er mjög erfitt að vita að þeir eru ganga í gegnum þetta kvalræði. Ég er þakklát fyrir allt sem þú getur gert til að hjálpa mér að komast heim,“ skrifaði Griner.
Mál Brittney Griner NBA Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira