Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júlí 2022 18:54 Þeir Carlos og Breki sögðu farir sínar ekki sléttar af Schiphol-flugvellinum í Amsterdam. vísir/bjarni Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. Fyrri kosturinn varð fyrir valinu. Hann hafi þótt betri en sá seinni og töskunum verði komið til Íslands eftir einhverjum leiðum. Fréttastofa fór á Leifsstöð í gær til að ná tali af farþegum sem voru að koma frá Schiphol-vellinum en ástandið þar er sagt eitt það alversta í Evrópu. Reglulega myndast þar lygilega langar raðir, til dæmis í gær þegar röð í öryggisleit náði nokkra kílómetra út frá vellinum. Þar beið fólk jafnvel í marga klukkutíma eftir að komast í gegn um leit og inn í flugstöðina. Wow. Line for security @Schiphol in Amsterdam. Tents built outside cannot accommodate lines. You are seeing 60% of line. #EAU22 pic.twitter.com/HB0hCoERjS— Arvin George (@arvinkgeorge) July 4, 2022 „Þetta byrjar bara á röðinni í öryggisleitina. Hún er örugglega tveggja til þriggja kílómetra löng og fer út af vellinum og í nokkra hringi. Það var búið að setja upp svona partítjöld yfir hana,“ segir Carlos Garðar einn farþega sem komu með vél Icelandair í gær. Hann flaug frá Schiphol ásamt vini sínum Berki Ísak Ólafssyni. Þeir vildu vera alveg öruggir með að ná fluginu sínu. „Við mættum 25 tímum fyrir flugið okkar upp á völl,“ segir Breki. Alger ringulreið á vellinum Og fleiri farþegar lýsa slæmri reynslu sinni af flugvellinum: „ Það var hræðilegt, alveg hræðilegt,“ segir Christine Middlebrook frá Bandaríkjunum, sem flaug hingað til lands í gær frá Amsterdam. „Fyrst var hætta á bændamótmælum sem hefðu teppt veginn en við komumst út á flugvöll. En maður getur ekki skráð sig inn fyrr en fjórum tímum fyrir brottför svo maður kemur þangað fjórum tímum fyrir flugið og við vorum í biðröðinni að minnsta kosti í fjóra tíma,“ segir hún. „Og svo var farangursafgreiðslan... Ég veit ekki hvað gerðist en það tókst ekki að koma töskunum okkar í flugvélina svo við höfum engar töskur.“ Annar Bandaríkjamaður Leon Maroney lýsir sama ástandi. Hann og fjölskylda hans voru ansi þreytt eftir ferðalagið enda biðu þau í þrjá tíma fyrir utan Schiphol völlinn áður en þau komust inn á flugstöðina. „Það var alger ringulreið á flugvellinum, fólk beið í þrjá tíma eftir að komast inn á svæðið til að bíða eftir fluginu. Þetta var mjög slæmt og margar af töskunum, allar töskurnar, held ég, urðu eftir í Amsterdam. Við verðum hér í nokkra daga, farangurslaus.“ Leon segist aldrei hafa lent í öðru eins á ferðalögum sínum um heiminn og á vellinum í Amsterdam í gær. vísir/bjarni Schiphol-völlur líklega verstur Skortur á starfsfólki á flestum flugvöllum Evrópu er eitt helsta vandamálið sem íslensku félögin standa frammi fyrir því seinkun á flugi frá einum stað getur valdið miklu raski á öllu leiðakerfi flugfélags. „Og það er ýmislegt í þessu alveg sérstaklega erfitt. Það er mjög mikið bókað með öllum okkar flugvélum og erfitt að koma fólki fyrir í önnur flug,“ segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Jens þykir miður að farþegar Icelandair upplifi ástandið á flugvöllum Evrópu um þessar mundir. Lítið sé þó hægt að gera í stöðunni.vísir/einar Hann segir Schiphol ekki eina flugvöllinn þar sem vandamál sem þessi koma upp og nefnir sem dæmi Dublin, Manchester og Toronto þar sem ástandið hefur verið slæmt. „En Amsterdam-flugvöllur er þó sýnu verstur,“ segir Jens. Röðin á Schiphol í gær varð lygilega löng. Margir hafa misst af flugi sínu þar síðustu vikurnar, þar á meðal Íslendingar. „Og okkur þykir þetta náttúrulega ákaflega leitt að farþegar okkar þurfi að upplifa þetta. En þetta er bara staðan því miður,“ segir Jens. Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Fyrri kosturinn varð fyrir valinu. Hann hafi þótt betri en sá seinni og töskunum verði komið til Íslands eftir einhverjum leiðum. Fréttastofa fór á Leifsstöð í gær til að ná tali af farþegum sem voru að koma frá Schiphol-vellinum en ástandið þar er sagt eitt það alversta í Evrópu. Reglulega myndast þar lygilega langar raðir, til dæmis í gær þegar röð í öryggisleit náði nokkra kílómetra út frá vellinum. Þar beið fólk jafnvel í marga klukkutíma eftir að komast í gegn um leit og inn í flugstöðina. Wow. Line for security @Schiphol in Amsterdam. Tents built outside cannot accommodate lines. You are seeing 60% of line. #EAU22 pic.twitter.com/HB0hCoERjS— Arvin George (@arvinkgeorge) July 4, 2022 „Þetta byrjar bara á röðinni í öryggisleitina. Hún er örugglega tveggja til þriggja kílómetra löng og fer út af vellinum og í nokkra hringi. Það var búið að setja upp svona partítjöld yfir hana,“ segir Carlos Garðar einn farþega sem komu með vél Icelandair í gær. Hann flaug frá Schiphol ásamt vini sínum Berki Ísak Ólafssyni. Þeir vildu vera alveg öruggir með að ná fluginu sínu. „Við mættum 25 tímum fyrir flugið okkar upp á völl,“ segir Breki. Alger ringulreið á vellinum Og fleiri farþegar lýsa slæmri reynslu sinni af flugvellinum: „ Það var hræðilegt, alveg hræðilegt,“ segir Christine Middlebrook frá Bandaríkjunum, sem flaug hingað til lands í gær frá Amsterdam. „Fyrst var hætta á bændamótmælum sem hefðu teppt veginn en við komumst út á flugvöll. En maður getur ekki skráð sig inn fyrr en fjórum tímum fyrir brottför svo maður kemur þangað fjórum tímum fyrir flugið og við vorum í biðröðinni að minnsta kosti í fjóra tíma,“ segir hún. „Og svo var farangursafgreiðslan... Ég veit ekki hvað gerðist en það tókst ekki að koma töskunum okkar í flugvélina svo við höfum engar töskur.“ Annar Bandaríkjamaður Leon Maroney lýsir sama ástandi. Hann og fjölskylda hans voru ansi þreytt eftir ferðalagið enda biðu þau í þrjá tíma fyrir utan Schiphol völlinn áður en þau komust inn á flugstöðina. „Það var alger ringulreið á flugvellinum, fólk beið í þrjá tíma eftir að komast inn á svæðið til að bíða eftir fluginu. Þetta var mjög slæmt og margar af töskunum, allar töskurnar, held ég, urðu eftir í Amsterdam. Við verðum hér í nokkra daga, farangurslaus.“ Leon segist aldrei hafa lent í öðru eins á ferðalögum sínum um heiminn og á vellinum í Amsterdam í gær. vísir/bjarni Schiphol-völlur líklega verstur Skortur á starfsfólki á flestum flugvöllum Evrópu er eitt helsta vandamálið sem íslensku félögin standa frammi fyrir því seinkun á flugi frá einum stað getur valdið miklu raski á öllu leiðakerfi flugfélags. „Og það er ýmislegt í þessu alveg sérstaklega erfitt. Það er mjög mikið bókað með öllum okkar flugvélum og erfitt að koma fólki fyrir í önnur flug,“ segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Jens þykir miður að farþegar Icelandair upplifi ástandið á flugvöllum Evrópu um þessar mundir. Lítið sé þó hægt að gera í stöðunni.vísir/einar Hann segir Schiphol ekki eina flugvöllinn þar sem vandamál sem þessi koma upp og nefnir sem dæmi Dublin, Manchester og Toronto þar sem ástandið hefur verið slæmt. „En Amsterdam-flugvöllur er þó sýnu verstur,“ segir Jens. Röðin á Schiphol í gær varð lygilega löng. Margir hafa misst af flugi sínu þar síðustu vikurnar, þar á meðal Íslendingar. „Og okkur þykir þetta náttúrulega ákaflega leitt að farþegar okkar þurfi að upplifa þetta. En þetta er bara staðan því miður,“ segir Jens.
Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira