Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2022 20:01 Embla Rún Skarphéðinsdóttir og Díana Ýr Reynisdóttir vaktstjórar í Laugarásbíó. Til hægri má sjá skjáskot af ungum herramönnum sem mættu prúðbúnir á Skósveinana í kvikmyndahúsinu á dögunum. Vísir/Bjarni Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. Hinir óborganlegu skósveinar, minions á frummálinu, og leiðtogi þeirra Grú eru í grunninn ætlaðir börnum. En nú virðist hafa orðið örlítil breyting þar á. Hálfgerð bylting hefur orðið til í kringum nýjustu kvikmyndina Skósveinarnir: Grú rís upp á samfélagsmiðlum. Heilu vinahóparnir, gjarnan klæddir í jakkaföt, flykkjast í bíó - og birta af því myndbönd eins og þau sem sjá má í meðfylgjandi frétt. Vaktstjórar í Laugarásbíó segja vart hafa þverfótað fyrir slíkum hópum nýliðna frumsýningarhelgi. „Fólk á öllum aldri var að mæta í jakkafötum, hafa gaman. Það verður að nýta þessi jakkaföt!“ segir Embla Rún Skarphéðinsdóttir, annar vaktstjóranna. Alveg sloppið við leiðindi Kvikmyndin sló met vestanhafs um helgina, hún er orðin sú aðsóknarmesta yfir þjóðhátíðardagshelgi. Og hér heima var frumsýningarhelgin raunar sú næstsöluhæsta frá upphafi fyrir teiknimynd. En heimsóknir jakkafataklæddra vinahópa vekja alls ekki lukku í hvívetna. Í Bretlandi hafa kvikmyndahús gripið til þess að banna ungherra í umræddum erindagjörðum vegna óláta. Í Laugarásbíó hefur þess ekki þurft. „Fólkið er að fagna, bæði í byrjun og lok myndar, en það er ekki með læti á sýningunni sjálfri. Við höfum sloppið við það. En það eru allir að njóta í botn,“ segir Díana Ýr Reynisdóttir, vaktstjóri. Þær muna hvorugar eftir viðlíka vinsældum á löngum starfsferli. „Þessir litlu gulu kallar eru svo fyndnir. Þannig að það eru bara allir að mæta á myndina. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er svona,“ segir Díana. Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira
Hinir óborganlegu skósveinar, minions á frummálinu, og leiðtogi þeirra Grú eru í grunninn ætlaðir börnum. En nú virðist hafa orðið örlítil breyting þar á. Hálfgerð bylting hefur orðið til í kringum nýjustu kvikmyndina Skósveinarnir: Grú rís upp á samfélagsmiðlum. Heilu vinahóparnir, gjarnan klæddir í jakkaföt, flykkjast í bíó - og birta af því myndbönd eins og þau sem sjá má í meðfylgjandi frétt. Vaktstjórar í Laugarásbíó segja vart hafa þverfótað fyrir slíkum hópum nýliðna frumsýningarhelgi. „Fólk á öllum aldri var að mæta í jakkafötum, hafa gaman. Það verður að nýta þessi jakkaföt!“ segir Embla Rún Skarphéðinsdóttir, annar vaktstjóranna. Alveg sloppið við leiðindi Kvikmyndin sló met vestanhafs um helgina, hún er orðin sú aðsóknarmesta yfir þjóðhátíðardagshelgi. Og hér heima var frumsýningarhelgin raunar sú næstsöluhæsta frá upphafi fyrir teiknimynd. En heimsóknir jakkafataklæddra vinahópa vekja alls ekki lukku í hvívetna. Í Bretlandi hafa kvikmyndahús gripið til þess að banna ungherra í umræddum erindagjörðum vegna óláta. Í Laugarásbíó hefur þess ekki þurft. „Fólkið er að fagna, bæði í byrjun og lok myndar, en það er ekki með læti á sýningunni sjálfri. Við höfum sloppið við það. En það eru allir að njóta í botn,“ segir Díana Ýr Reynisdóttir, vaktstjóri. Þær muna hvorugar eftir viðlíka vinsældum á löngum starfsferli. „Þessir litlu gulu kallar eru svo fyndnir. Þannig að það eru bara allir að mæta á myndina. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er svona,“ segir Díana.
Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira