Zlatan meiddist á hné undir lok síðasta keppnistímabils og verður frá keppni næsta hálfa árið um það bil.
Vangaveltur hafa verið uppi um framtíð þessa fertuga leikmanns sem ku ætla að spila allavega eina leiktíð enn.
AC Milan mun þó lækka Svíann í launum en félagið hefur tryggt sér þjónustu ítalska landsliðsbakvarðarins Alessandro Florenzi og belgíska landsliðsframherjans Divock Origi á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Þá er Mílanófélagið í viðræðum við Chelsea um kaup á Hakim Ziyech og Club Brugge um möguleg félagaskipti Charles de Ketelaere.