Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu þessar klukkustundirnar eftir að tæplega tuttugu ráðherrar og embættismenn Íhaldsflokksins hafa sagt af sér embætti vegna ítrekaðra hneykslismála innan flokksins og ríkisstjórnarinnar.
Dæmi eru um að lífeyrissjóðir veiti eingöngu verðtryggð lán til húsnæðiskaupa en meirihluti lána sjóðanna eru verðtryggð. Lántakendur mega búast við miklum hækkunum á höfuðstól lánanna með aukinni og vaxandi verðbólgu undanfarna mánuði.
Rússar gerðu stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir og bæi um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Þeir sækja nú hart fram í Donetsk héraði þar sem héraðsstjórinn hefur hvatt íbúana til að flýja í vesturátt.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2 Vísi á slaginu 12.