Múgur og margmenni við opnun Elko og Krónunnar í Skeifunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2022 10:55 Fólk var mætt í röð fyrir utan nýja verslun Elko sem opnaði í Skeifunni í morgun. Magnús Jochum Elko og Krónan opnuðu ný útibú í Mylluhúsinu í Skeifunni klukkan 9 í morgun. Áður en verslanirnar opnuðu var mikill fjöldi fólks mættur í röð fyrir utan Elko enda hundrað eintök af Playstation 5 til sölu í versluninni auk fjölda tilboða vegna opnunarinnar. Blaðamaður hafði samband við Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóra Elko, sem greindi frá opnun nýju verslunarinnar. „Við erum að flytja gamla búð í Skeifunni og erum að fara úr sirka þúsund fermetra búð yfir í fjórtánhundruð fermetra,“ sagði Arinbjörn um nýju búðina. Biðröðin teygði sig eftir öllum inngangi verslananna tveggja og út á götu.Magnús Jochum Ásamt því að fara úr gömlu rými í nýtt segir Arinbjörn verslunin vera innréttaða með glænýjum innréttingum og að fjöldi stórra hágæðaskjáa þeki veggina. Playstation 5 í verslun í fyrsta skiptið Verslunin opnaði klukkan 9 í morgun en þrátt fyrir rigningu og kulda var kominn löng röð af fólki fyrir utan verslunina um tuttugu mínútum áður en hún opnaði. „Við verðum með opnunartilboð alla helgina, við erum með þannig háttinn á þegar við opnum nýjar verslunar,“ sagði Arinbjörn um opnunina. Frá fimmtudegi og fram yfir helgina verða þessi opnunartilboð fáanleg í verslun Elko í Skeifunni. Fjöldi fólks var kominn með Playstation-tölvur í hendurnar um leið og búið var að opna verslunina.Magnús Jochum Vafalaust hafa einhverjir verið spenntir fyrir opnun nýju búðarinnar og þeim opnunartilboðum sem voru þar í boði. En þær hundrað Playstation 5 tölvur sem voru til sölu við opnunina hafa líklega spilað stærsta rullu í að trekkja fólkið að. Stafli af um 25 Playstation 5 tölvum sem verður vafalaust horfinn í lok dags.Magnús Jochum Frá því að þessi fimmta og nýjasta útgáfa Playstation-tölvunnar kom út í nóvember 2020 hefur tölvan verið illfáanleg um allan heim. Hérlendis hefur hún yfirleitt selst hratt upp í hvert skipti sem bæst hefur í lagerinn. Fólk hefur því eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar þegar það heyrði af tölvunum hundrað. „Við erum með Playstation 5 í verslun í fyrsta skipti í verslun. Við höfum eingöngu selt hana á vef upp á að hafa jafnt aðgengi fyrir alla. En núna erum við í fyrsta skipti með Playstation úti á gólfi, hundrað stykki,“ segir Arinbjörn. „Það hefur verið mjög erfitt að fá þær og að anna eftirspurn. Og verður erfitt að anna eftirspurn alveg fram á næsta ár,“ sagði Arinbjörn um tölvuna illfáanlegu. Eftir að fólkið var búið að bíða í röð fyrir utan Elko fór það inn í verslunina og beið þar í annarri röð.Magnús Jochum Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fyrstu PS5 tölvurnar afhentar á miðnætti í gær Vodafone hóf á miðnætti afhendingar á PlayStation 5 tölvum til viðskiptavina sinna en vélin seldist upp á örfáum klukkustundum þegar forsala hófst þann 17. september síðastliðinn. 19. nóvember 2020 22:09 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóra Elko, sem greindi frá opnun nýju verslunarinnar. „Við erum að flytja gamla búð í Skeifunni og erum að fara úr sirka þúsund fermetra búð yfir í fjórtánhundruð fermetra,“ sagði Arinbjörn um nýju búðina. Biðröðin teygði sig eftir öllum inngangi verslananna tveggja og út á götu.Magnús Jochum Ásamt því að fara úr gömlu rými í nýtt segir Arinbjörn verslunin vera innréttaða með glænýjum innréttingum og að fjöldi stórra hágæðaskjáa þeki veggina. Playstation 5 í verslun í fyrsta skiptið Verslunin opnaði klukkan 9 í morgun en þrátt fyrir rigningu og kulda var kominn löng röð af fólki fyrir utan verslunina um tuttugu mínútum áður en hún opnaði. „Við verðum með opnunartilboð alla helgina, við erum með þannig háttinn á þegar við opnum nýjar verslunar,“ sagði Arinbjörn um opnunina. Frá fimmtudegi og fram yfir helgina verða þessi opnunartilboð fáanleg í verslun Elko í Skeifunni. Fjöldi fólks var kominn með Playstation-tölvur í hendurnar um leið og búið var að opna verslunina.Magnús Jochum Vafalaust hafa einhverjir verið spenntir fyrir opnun nýju búðarinnar og þeim opnunartilboðum sem voru þar í boði. En þær hundrað Playstation 5 tölvur sem voru til sölu við opnunina hafa líklega spilað stærsta rullu í að trekkja fólkið að. Stafli af um 25 Playstation 5 tölvum sem verður vafalaust horfinn í lok dags.Magnús Jochum Frá því að þessi fimmta og nýjasta útgáfa Playstation-tölvunnar kom út í nóvember 2020 hefur tölvan verið illfáanleg um allan heim. Hérlendis hefur hún yfirleitt selst hratt upp í hvert skipti sem bæst hefur í lagerinn. Fólk hefur því eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar þegar það heyrði af tölvunum hundrað. „Við erum með Playstation 5 í verslun í fyrsta skipti í verslun. Við höfum eingöngu selt hana á vef upp á að hafa jafnt aðgengi fyrir alla. En núna erum við í fyrsta skipti með Playstation úti á gólfi, hundrað stykki,“ segir Arinbjörn. „Það hefur verið mjög erfitt að fá þær og að anna eftirspurn. Og verður erfitt að anna eftirspurn alveg fram á næsta ár,“ sagði Arinbjörn um tölvuna illfáanlegu. Eftir að fólkið var búið að bíða í röð fyrir utan Elko fór það inn í verslunina og beið þar í annarri röð.Magnús Jochum
Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fyrstu PS5 tölvurnar afhentar á miðnætti í gær Vodafone hóf á miðnætti afhendingar á PlayStation 5 tölvum til viðskiptavina sinna en vélin seldist upp á örfáum klukkustundum þegar forsala hófst þann 17. september síðastliðinn. 19. nóvember 2020 22:09 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Fyrstu PS5 tölvurnar afhentar á miðnætti í gær Vodafone hóf á miðnætti afhendingar á PlayStation 5 tölvum til viðskiptavina sinna en vélin seldist upp á örfáum klukkustundum þegar forsala hófst þann 17. september síðastliðinn. 19. nóvember 2020 22:09
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent