Að hugsa út fyrir sjálfan sig Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 7. júlí 2022 13:30 Það er mikilvægt og göfugt verkefni að hlúa að andlegri vellíðan, bæði síns eigin og annarra. Andleg heilsa er eitthvað sem við getum öll nálgast, því eins og Richard Davidsson (2022) bendir á að andleg vellíðan er færni sem er okkur innan seilingar og aðgengileg hvenær sem við erum tilbúin til að læra hana. Richard bætir við að það er ekki nóg að læra hana með því að lesa um hana og heyra um færnina, heldur er nauðsynlegt að læra hana með því að gera hana, æfa og iðka. Rannsóknir hafa sýnt tengsl andlegrar heilsu við ótal marga lykilþætti í lífinu eins og heilsu, langlífi, félagsleg tengsl, vinnu og tekjur (De Neve et al, 2013). En er nóg að hlúa að eigin vellíðan? Er nóg að hjálpa fólki að upplifa andlega heilsu? Er nóg að hafa samfélag sem líður vel? Eða viljum við hafa samfélag sem líður vel og lætur gott af sér leiða, að fólk hafi merkingarbært líf og hugsi út fyrir sjálfan sig? Michael Steger kom með mikilvægt innslag á Evrópuráðstefnu í jákvæðri sálfræði, sem var haldin um síðustu helgi í Hörpu, þar sem hann benti á mikilvægi þess að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem skapar góða framtíð og kemur í veg fyrir slæma framtíð (Steger, 2022). Erindi Steger fékk mig til að hugsa hversu mikilvægt það er að stoppa ekki við það markmið að hjálpa fólki og sjálfum sér að líða vel heldur einnig að virkja bæði sig og aðra að því að gefa af sér til annarra. Að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem leiðir af sér betra samfélag. Einn af kostunum við það að vinna að merkingarbæru markmiði er sá að merking og tilgangur hefur tengsl við andlega vellíðan, sem þýðir að fólk sem hefur merkingarbært líf er hamingjusamara og heilbrigðara. Ávinningurinn er því mikill í því að virkja fólk og sjálfan sig meðtalinn í að láta gott af sér leiða þar sem vellíðan og heilsa fylgir í þokkabót. Næsta skref er að spyrja: Hvernig virkjum við okkur til að hugsa um aðra og að gefa af okkur? Það eru til margar leiðir en oft er gott að spyrja sig spurninga eins og: Hvernig get ég þjónað öðrum eða hvernig get ég látið gott af mér leiða, á þann hátt sem gleður mig? Þessar spurningar minna á japanska hugtakið Ikigai, sem merkir ,,það sem gefur manneskju tilgang til þess að lifa”. Ikigai felst í því að finna tilgang sinn með því að bera kennsl á (Gaines, 2020): Það sem þú elskar Það sem þú ert góð/ur í Það sem heimurinn þarfnast Það sem þú getur fengið borgað fyrir Það er engu að síður mikilvægt að nefna að góðmennsku án þess að fá greitt fyrir hefur tengsl við andlega vellíðan m.a. (Curry et al, 2018; Hui et al, 2020) Andleg heilsa og vellíðan er mikilvægt skref í áttina að betra lífi og samfélagi. Förum síðan skrefinu lengra og hugsum út fyrir okkur sjálf með því að vinna að merkingarbærum markmiðum í sameiningu. Höfundur er sálfræðingur. Heimildir: Davidsson, R. (2022, July 1). Well-being is a skill [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. De Neve, J. E., Diener, E., Tay, L., & Xuereb, C. (2013). The objective benefits of subjective well-being. World happiness report. Hui, B. P., Ng, J. C., Berzaghi, E., Cunningham-Amos, L. A., & Kogan, A. (2020). Rewards of kindness? A meta-analysis of the link between prosociality and well-being. Psychological Bulletin, 146(12), 1084. Gaines, J. (2020, November 17). The Philosophy of Ikigai: 3 Examples About Finding Purpose, PositivePsychology. https://positivepsychology.com/ikigai/ Gu, X., Luo, W., Zhao, X., Chen, Y., Zheng, Y., Zhou, J., ... & Li, R. (2022). The effects of loving‐kindness and compassion meditation on life satisfaction: A systematic review and meta‐analysis. Applied Psychology: Health and Well‐Being. Steger, M. (2022, July 2). Meaning at work and life [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt og göfugt verkefni að hlúa að andlegri vellíðan, bæði síns eigin og annarra. Andleg heilsa er eitthvað sem við getum öll nálgast, því eins og Richard Davidsson (2022) bendir á að andleg vellíðan er færni sem er okkur innan seilingar og aðgengileg hvenær sem við erum tilbúin til að læra hana. Richard bætir við að það er ekki nóg að læra hana með því að lesa um hana og heyra um færnina, heldur er nauðsynlegt að læra hana með því að gera hana, æfa og iðka. Rannsóknir hafa sýnt tengsl andlegrar heilsu við ótal marga lykilþætti í lífinu eins og heilsu, langlífi, félagsleg tengsl, vinnu og tekjur (De Neve et al, 2013). En er nóg að hlúa að eigin vellíðan? Er nóg að hjálpa fólki að upplifa andlega heilsu? Er nóg að hafa samfélag sem líður vel? Eða viljum við hafa samfélag sem líður vel og lætur gott af sér leiða, að fólk hafi merkingarbært líf og hugsi út fyrir sjálfan sig? Michael Steger kom með mikilvægt innslag á Evrópuráðstefnu í jákvæðri sálfræði, sem var haldin um síðustu helgi í Hörpu, þar sem hann benti á mikilvægi þess að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem skapar góða framtíð og kemur í veg fyrir slæma framtíð (Steger, 2022). Erindi Steger fékk mig til að hugsa hversu mikilvægt það er að stoppa ekki við það markmið að hjálpa fólki og sjálfum sér að líða vel heldur einnig að virkja bæði sig og aðra að því að gefa af sér til annarra. Að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem leiðir af sér betra samfélag. Einn af kostunum við það að vinna að merkingarbæru markmiði er sá að merking og tilgangur hefur tengsl við andlega vellíðan, sem þýðir að fólk sem hefur merkingarbært líf er hamingjusamara og heilbrigðara. Ávinningurinn er því mikill í því að virkja fólk og sjálfan sig meðtalinn í að láta gott af sér leiða þar sem vellíðan og heilsa fylgir í þokkabót. Næsta skref er að spyrja: Hvernig virkjum við okkur til að hugsa um aðra og að gefa af okkur? Það eru til margar leiðir en oft er gott að spyrja sig spurninga eins og: Hvernig get ég þjónað öðrum eða hvernig get ég látið gott af mér leiða, á þann hátt sem gleður mig? Þessar spurningar minna á japanska hugtakið Ikigai, sem merkir ,,það sem gefur manneskju tilgang til þess að lifa”. Ikigai felst í því að finna tilgang sinn með því að bera kennsl á (Gaines, 2020): Það sem þú elskar Það sem þú ert góð/ur í Það sem heimurinn þarfnast Það sem þú getur fengið borgað fyrir Það er engu að síður mikilvægt að nefna að góðmennsku án þess að fá greitt fyrir hefur tengsl við andlega vellíðan m.a. (Curry et al, 2018; Hui et al, 2020) Andleg heilsa og vellíðan er mikilvægt skref í áttina að betra lífi og samfélagi. Förum síðan skrefinu lengra og hugsum út fyrir okkur sjálf með því að vinna að merkingarbærum markmiðum í sameiningu. Höfundur er sálfræðingur. Heimildir: Davidsson, R. (2022, July 1). Well-being is a skill [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. De Neve, J. E., Diener, E., Tay, L., & Xuereb, C. (2013). The objective benefits of subjective well-being. World happiness report. Hui, B. P., Ng, J. C., Berzaghi, E., Cunningham-Amos, L. A., & Kogan, A. (2020). Rewards of kindness? A meta-analysis of the link between prosociality and well-being. Psychological Bulletin, 146(12), 1084. Gaines, J. (2020, November 17). The Philosophy of Ikigai: 3 Examples About Finding Purpose, PositivePsychology. https://positivepsychology.com/ikigai/ Gu, X., Luo, W., Zhao, X., Chen, Y., Zheng, Y., Zhou, J., ... & Li, R. (2022). The effects of loving‐kindness and compassion meditation on life satisfaction: A systematic review and meta‐analysis. Applied Psychology: Health and Well‐Being. Steger, M. (2022, July 2). Meaning at work and life [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun