Að hugsa út fyrir sjálfan sig Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 7. júlí 2022 13:30 Það er mikilvægt og göfugt verkefni að hlúa að andlegri vellíðan, bæði síns eigin og annarra. Andleg heilsa er eitthvað sem við getum öll nálgast, því eins og Richard Davidsson (2022) bendir á að andleg vellíðan er færni sem er okkur innan seilingar og aðgengileg hvenær sem við erum tilbúin til að læra hana. Richard bætir við að það er ekki nóg að læra hana með því að lesa um hana og heyra um færnina, heldur er nauðsynlegt að læra hana með því að gera hana, æfa og iðka. Rannsóknir hafa sýnt tengsl andlegrar heilsu við ótal marga lykilþætti í lífinu eins og heilsu, langlífi, félagsleg tengsl, vinnu og tekjur (De Neve et al, 2013). En er nóg að hlúa að eigin vellíðan? Er nóg að hjálpa fólki að upplifa andlega heilsu? Er nóg að hafa samfélag sem líður vel? Eða viljum við hafa samfélag sem líður vel og lætur gott af sér leiða, að fólk hafi merkingarbært líf og hugsi út fyrir sjálfan sig? Michael Steger kom með mikilvægt innslag á Evrópuráðstefnu í jákvæðri sálfræði, sem var haldin um síðustu helgi í Hörpu, þar sem hann benti á mikilvægi þess að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem skapar góða framtíð og kemur í veg fyrir slæma framtíð (Steger, 2022). Erindi Steger fékk mig til að hugsa hversu mikilvægt það er að stoppa ekki við það markmið að hjálpa fólki og sjálfum sér að líða vel heldur einnig að virkja bæði sig og aðra að því að gefa af sér til annarra. Að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem leiðir af sér betra samfélag. Einn af kostunum við það að vinna að merkingarbæru markmiði er sá að merking og tilgangur hefur tengsl við andlega vellíðan, sem þýðir að fólk sem hefur merkingarbært líf er hamingjusamara og heilbrigðara. Ávinningurinn er því mikill í því að virkja fólk og sjálfan sig meðtalinn í að láta gott af sér leiða þar sem vellíðan og heilsa fylgir í þokkabót. Næsta skref er að spyrja: Hvernig virkjum við okkur til að hugsa um aðra og að gefa af okkur? Það eru til margar leiðir en oft er gott að spyrja sig spurninga eins og: Hvernig get ég þjónað öðrum eða hvernig get ég látið gott af mér leiða, á þann hátt sem gleður mig? Þessar spurningar minna á japanska hugtakið Ikigai, sem merkir ,,það sem gefur manneskju tilgang til þess að lifa”. Ikigai felst í því að finna tilgang sinn með því að bera kennsl á (Gaines, 2020): Það sem þú elskar Það sem þú ert góð/ur í Það sem heimurinn þarfnast Það sem þú getur fengið borgað fyrir Það er engu að síður mikilvægt að nefna að góðmennsku án þess að fá greitt fyrir hefur tengsl við andlega vellíðan m.a. (Curry et al, 2018; Hui et al, 2020) Andleg heilsa og vellíðan er mikilvægt skref í áttina að betra lífi og samfélagi. Förum síðan skrefinu lengra og hugsum út fyrir okkur sjálf með því að vinna að merkingarbærum markmiðum í sameiningu. Höfundur er sálfræðingur. Heimildir: Davidsson, R. (2022, July 1). Well-being is a skill [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. De Neve, J. E., Diener, E., Tay, L., & Xuereb, C. (2013). The objective benefits of subjective well-being. World happiness report. Hui, B. P., Ng, J. C., Berzaghi, E., Cunningham-Amos, L. A., & Kogan, A. (2020). Rewards of kindness? A meta-analysis of the link between prosociality and well-being. Psychological Bulletin, 146(12), 1084. Gaines, J. (2020, November 17). The Philosophy of Ikigai: 3 Examples About Finding Purpose, PositivePsychology. https://positivepsychology.com/ikigai/ Gu, X., Luo, W., Zhao, X., Chen, Y., Zheng, Y., Zhou, J., ... & Li, R. (2022). The effects of loving‐kindness and compassion meditation on life satisfaction: A systematic review and meta‐analysis. Applied Psychology: Health and Well‐Being. Steger, M. (2022, July 2). Meaning at work and life [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt og göfugt verkefni að hlúa að andlegri vellíðan, bæði síns eigin og annarra. Andleg heilsa er eitthvað sem við getum öll nálgast, því eins og Richard Davidsson (2022) bendir á að andleg vellíðan er færni sem er okkur innan seilingar og aðgengileg hvenær sem við erum tilbúin til að læra hana. Richard bætir við að það er ekki nóg að læra hana með því að lesa um hana og heyra um færnina, heldur er nauðsynlegt að læra hana með því að gera hana, æfa og iðka. Rannsóknir hafa sýnt tengsl andlegrar heilsu við ótal marga lykilþætti í lífinu eins og heilsu, langlífi, félagsleg tengsl, vinnu og tekjur (De Neve et al, 2013). En er nóg að hlúa að eigin vellíðan? Er nóg að hjálpa fólki að upplifa andlega heilsu? Er nóg að hafa samfélag sem líður vel? Eða viljum við hafa samfélag sem líður vel og lætur gott af sér leiða, að fólk hafi merkingarbært líf og hugsi út fyrir sjálfan sig? Michael Steger kom með mikilvægt innslag á Evrópuráðstefnu í jákvæðri sálfræði, sem var haldin um síðustu helgi í Hörpu, þar sem hann benti á mikilvægi þess að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem skapar góða framtíð og kemur í veg fyrir slæma framtíð (Steger, 2022). Erindi Steger fékk mig til að hugsa hversu mikilvægt það er að stoppa ekki við það markmið að hjálpa fólki og sjálfum sér að líða vel heldur einnig að virkja bæði sig og aðra að því að gefa af sér til annarra. Að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem leiðir af sér betra samfélag. Einn af kostunum við það að vinna að merkingarbæru markmiði er sá að merking og tilgangur hefur tengsl við andlega vellíðan, sem þýðir að fólk sem hefur merkingarbært líf er hamingjusamara og heilbrigðara. Ávinningurinn er því mikill í því að virkja fólk og sjálfan sig meðtalinn í að láta gott af sér leiða þar sem vellíðan og heilsa fylgir í þokkabót. Næsta skref er að spyrja: Hvernig virkjum við okkur til að hugsa um aðra og að gefa af okkur? Það eru til margar leiðir en oft er gott að spyrja sig spurninga eins og: Hvernig get ég þjónað öðrum eða hvernig get ég látið gott af mér leiða, á þann hátt sem gleður mig? Þessar spurningar minna á japanska hugtakið Ikigai, sem merkir ,,það sem gefur manneskju tilgang til þess að lifa”. Ikigai felst í því að finna tilgang sinn með því að bera kennsl á (Gaines, 2020): Það sem þú elskar Það sem þú ert góð/ur í Það sem heimurinn þarfnast Það sem þú getur fengið borgað fyrir Það er engu að síður mikilvægt að nefna að góðmennsku án þess að fá greitt fyrir hefur tengsl við andlega vellíðan m.a. (Curry et al, 2018; Hui et al, 2020) Andleg heilsa og vellíðan er mikilvægt skref í áttina að betra lífi og samfélagi. Förum síðan skrefinu lengra og hugsum út fyrir okkur sjálf með því að vinna að merkingarbærum markmiðum í sameiningu. Höfundur er sálfræðingur. Heimildir: Davidsson, R. (2022, July 1). Well-being is a skill [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. De Neve, J. E., Diener, E., Tay, L., & Xuereb, C. (2013). The objective benefits of subjective well-being. World happiness report. Hui, B. P., Ng, J. C., Berzaghi, E., Cunningham-Amos, L. A., & Kogan, A. (2020). Rewards of kindness? A meta-analysis of the link between prosociality and well-being. Psychological Bulletin, 146(12), 1084. Gaines, J. (2020, November 17). The Philosophy of Ikigai: 3 Examples About Finding Purpose, PositivePsychology. https://positivepsychology.com/ikigai/ Gu, X., Luo, W., Zhao, X., Chen, Y., Zheng, Y., Zhou, J., ... & Li, R. (2022). The effects of loving‐kindness and compassion meditation on life satisfaction: A systematic review and meta‐analysis. Applied Psychology: Health and Well‐Being. Steger, M. (2022, July 2). Meaning at work and life [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar