Hálf öld í Hafnarfirði á næsta ári Fjarðarkaup 7. júlí 2022 16:38 Ingibjörg Sveinsdóttir og Gísli Sigurbergsson Fjölskyldufyrirtækið Fjarðarkaup fagnar 49 ára afmæli sínu í dag en verslunin opnaði fyrst við Trönuhraun í Hafnarfirði þann 7. júlí árið 1973, og á því hálfrar aldar stórafmæli á næsta ári. Verslunin er í eigu Sigurbergs Sveinssonar en synir hans Gísli og Sveinn sjá um reksturinn, og nú er þriðja kynslóðin farin að láta til sín taka í fyrirtækinu, dætur Gísla og Sveins sem báðar heita Ingibjörg. Ingibjörg Gísladóttir sér um verðlagsmál ásamt föður sínum en Ingibjörg Sveinsdóttir hefur verið mannauðs- og markaðsstjóri undanfarin tvö ár. „Það er mjög gaman að fagna afmælinu um hásumar, mér finnst það líka skemmtilegasti tími ársins í rekstrinum,“ segir Ingibjörg Sveinsdóttir glaðreif en hún hefur starfað hjá Fjarðarkaupum meðfram skóla og öðru í 20 ár, eða frá því hún var unglingur. Hún segist á kafi í sumarverkunum um þessar mundir. „Það sem kemur mér alltaf í mesta sumarskapið er þegar við tökum inn sumarvörurnar fyrir krakkana; kjóla, stuttbuxur, skóflur, fötur og vatnsbyssur, og svo þegar grillþemað fer að setja sterkan svip á kjötborðið.“ Í Fjarðarkaupum er mikið lagt upp úr huggulegu andrúmslofti og fjölbreytni, þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og mismunandi deildir hafa sinn eigin karakter. Heilsudeildin Fræið er til dæmis með eitt mesta úrval landsins af heilsuvörum; frá vítamínum, olíum og kremum yfir í glútenlausar, ketó-, og veganvörur. Þá á prjónadeildin Rokka sér langa sögu og samstarfið við bakaríið Passion hefur verið farsælt en þar er hægt að fá nýbakað bakkelsi á hverjum degi. „Svo er kjöt- og fiskborðið okkar alíslenskt og úrvalið alveg geggjað. Grillsumarið hefur farið vel af stað og alltaf einhver skemmtileg tilboð í gangi.“ En þrátt fyrir að Fjarðarkaup eigi sér næstum hálfrar aldar sögu og sé enn í eigu sömu fjölskyldunnar þá er búðin ekki eins og safn, og hefur uppfærst í takt við tímana. „Þó að við höldum tryggð við söguna þá erum við líka dugleg að fylgjast með nýrri tækni og aðferðum í verslunarrekstri, og tökum þær óhikað upp ef það getur orðið til að lækka vöruverð eða veita viðskiptavinum betri þjónustu,“ segir Ingibjörg. Til dæmis stendur til að taka í notkun sjálfsafgreiðslukassa í versluninni í haust sem valkost við hefðbundnu búðarkassana. Ein hefð sem hefur þó fest sig rækilega í sessi er sumarleikur Fjarðarkaupa sem hófst um miðjan júní og heldur áfram út sumarið. „Það eina sem fólk þarf að gera er að mæta í Fjarðarkaup og skrá nafnið sitt á blað, þá er það komið í pottinn. Það verður dregið út í beinni á Bylgjunni 9.,16.,23. og 29. júlí.“ Meðal vinninga eru Iphone-sími, Air Pods, Apple TV og miðar á Þjóðhátíð, auk gjafabréfa í Kraumu, ÓB og ævintýraferða frá Glacial Adventures og Safari Quads. Verslun Hafnarfjörður Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Verslunin er í eigu Sigurbergs Sveinssonar en synir hans Gísli og Sveinn sjá um reksturinn, og nú er þriðja kynslóðin farin að láta til sín taka í fyrirtækinu, dætur Gísla og Sveins sem báðar heita Ingibjörg. Ingibjörg Gísladóttir sér um verðlagsmál ásamt föður sínum en Ingibjörg Sveinsdóttir hefur verið mannauðs- og markaðsstjóri undanfarin tvö ár. „Það er mjög gaman að fagna afmælinu um hásumar, mér finnst það líka skemmtilegasti tími ársins í rekstrinum,“ segir Ingibjörg Sveinsdóttir glaðreif en hún hefur starfað hjá Fjarðarkaupum meðfram skóla og öðru í 20 ár, eða frá því hún var unglingur. Hún segist á kafi í sumarverkunum um þessar mundir. „Það sem kemur mér alltaf í mesta sumarskapið er þegar við tökum inn sumarvörurnar fyrir krakkana; kjóla, stuttbuxur, skóflur, fötur og vatnsbyssur, og svo þegar grillþemað fer að setja sterkan svip á kjötborðið.“ Í Fjarðarkaupum er mikið lagt upp úr huggulegu andrúmslofti og fjölbreytni, þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og mismunandi deildir hafa sinn eigin karakter. Heilsudeildin Fræið er til dæmis með eitt mesta úrval landsins af heilsuvörum; frá vítamínum, olíum og kremum yfir í glútenlausar, ketó-, og veganvörur. Þá á prjónadeildin Rokka sér langa sögu og samstarfið við bakaríið Passion hefur verið farsælt en þar er hægt að fá nýbakað bakkelsi á hverjum degi. „Svo er kjöt- og fiskborðið okkar alíslenskt og úrvalið alveg geggjað. Grillsumarið hefur farið vel af stað og alltaf einhver skemmtileg tilboð í gangi.“ En þrátt fyrir að Fjarðarkaup eigi sér næstum hálfrar aldar sögu og sé enn í eigu sömu fjölskyldunnar þá er búðin ekki eins og safn, og hefur uppfærst í takt við tímana. „Þó að við höldum tryggð við söguna þá erum við líka dugleg að fylgjast með nýrri tækni og aðferðum í verslunarrekstri, og tökum þær óhikað upp ef það getur orðið til að lækka vöruverð eða veita viðskiptavinum betri þjónustu,“ segir Ingibjörg. Til dæmis stendur til að taka í notkun sjálfsafgreiðslukassa í versluninni í haust sem valkost við hefðbundnu búðarkassana. Ein hefð sem hefur þó fest sig rækilega í sessi er sumarleikur Fjarðarkaupa sem hófst um miðjan júní og heldur áfram út sumarið. „Það eina sem fólk þarf að gera er að mæta í Fjarðarkaup og skrá nafnið sitt á blað, þá er það komið í pottinn. Það verður dregið út í beinni á Bylgjunni 9.,16.,23. og 29. júlí.“ Meðal vinninga eru Iphone-sími, Air Pods, Apple TV og miðar á Þjóðhátíð, auk gjafabréfa í Kraumu, ÓB og ævintýraferða frá Glacial Adventures og Safari Quads.
Verslun Hafnarfjörður Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira