Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir afsögn Borisar Johnson forsætisráðherra Bretlands og viðbrögð við henni. Hann ætlar að sitja að völdum í nokkra mánuði eða þar til nýr leiðtogi Íhaldsflokksins hefur verið valinn.

Vonskuveðrið sem gekk yfir landið síðast liðna nótt og í dag gerðu hundruð ferðamanna að strandaglópum á hálendinu. Allt var á floti á tjaldstæðinu í Laugardal þegar fólk vaknaði þar í morgun. Þá fór dagskrá Landsmóts hestamanna á Hellu úr skorðum í dag vegna óveðursins.

Rússar halda uppi stöðugum árásum á borgir og bæi í Donetsk héraði í austur Úkraínu. Forseti landsins segir að nýfengin þungavopn frá Vesturlöndum hafi valdið miklu tjón í liði Rússa í suðurhluta landsins þar sem Úkraínuher væri í sókn.

Og við skreppum með Magnúsi Hlyni á bæinn Erpsstaði í Dalasýslu þar sem bæði ferðamenn og svínin á bænum fá ekki nóg af ísnum sem þar er framleiddur ásamt ostum og fleiri afurðum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×