Megum við tala íslensku hérna? Gunnar Björn Björnsson skrifar 8. júlí 2022 13:30 Núna árið 2022 er staðan í þjóðfélaginu okkar orðin stórfurðuleg. Ef við íslendingar hefðum almennt ekki þokkalegan grunn í ensku máli, þá værum við einfaldlega í vandræðum með almenn samskipti eins og að biðja um vöru og þjónustu í okkar eigin heimalandi. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál, þetta hefur að gera með mönnunarvanda og þannig er gefinn afsláttur á því að læra íslenskuna sem okkur þykir vonandi öllum vænt um. Það kemur sér vel fyrir flest okkar að hafa enskukunnáttu. Enska er mjög mikilvægt mál víða í heiminum og engin ástæða til að gera lítið úr því. Hins vegar finnst mér alveg drepleiðinlegt að tala ensku á Íslandi, því mér finnst það einfaldlega vera asnalegt. Ég hélt það væri sjálfsögð mannréttindi mín að tala íslensku í mínu heimalandi. Auðvitað þurfa útlendingar að gera ráð fyrir því að það verði töluð íslenska á þessari eyju okkar, að sjálfsögðu! Það á að ekki að vera þeirra hlutverk að stjórna því á hvaða máli við íslendingar tjáum okkur þegar við biðjum um vörur og þjónustu heima hjá okkur. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál. Sumir ætla bara að koma hingað til skamms tíma til að vinna. Aðrir eiga erfitt með að læra málið okkar og þannig mætti halda áfram. En er ekki okkar íslendinga draga línurnar og setja mörk? Við gætum sagt erlenda vinnuaflinu og okkur þætti vænt um að það lærði málið okkar ekki satt? Við gætum hjálpað því betur að læra málið okkar ekki satt? Við getum sjálf kennt því íslenskuna því við tölum hana og skiljum vonandi þokklega ennþá ekki satt? Liggur svona mikið á? Er ekki hægt að hafa íslenskukennslu sem hluta af starfsþjálfun? Er hraðinn kannski það mikill að það er enginn starfsþjálfun? Spyr sá sem ekki veit. Auðvitað verður eyjan okkar aldrei þannig að þeir sem á henni búa tali allir íslensku en þetta er orðin regla frekar en undantekning að maður þurfi að hlusta á „english please“. Það versta við þetta er að það er nánast engin umræða um þessi mál og því mætti halda að okkur íslendingum sé nákvæmlega sama um það hvaða mál við tölum í okkar heimalandi. Höldum áfram að leyfa fólki að vinna hérna sem treystir sér til þess og vil, en við erum fólkið sem búum hérna. Höfundur er tölfræðingur og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Núna árið 2022 er staðan í þjóðfélaginu okkar orðin stórfurðuleg. Ef við íslendingar hefðum almennt ekki þokkalegan grunn í ensku máli, þá værum við einfaldlega í vandræðum með almenn samskipti eins og að biðja um vöru og þjónustu í okkar eigin heimalandi. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál, þetta hefur að gera með mönnunarvanda og þannig er gefinn afsláttur á því að læra íslenskuna sem okkur þykir vonandi öllum vænt um. Það kemur sér vel fyrir flest okkar að hafa enskukunnáttu. Enska er mjög mikilvægt mál víða í heiminum og engin ástæða til að gera lítið úr því. Hins vegar finnst mér alveg drepleiðinlegt að tala ensku á Íslandi, því mér finnst það einfaldlega vera asnalegt. Ég hélt það væri sjálfsögð mannréttindi mín að tala íslensku í mínu heimalandi. Auðvitað þurfa útlendingar að gera ráð fyrir því að það verði töluð íslenska á þessari eyju okkar, að sjálfsögðu! Það á að ekki að vera þeirra hlutverk að stjórna því á hvaða máli við íslendingar tjáum okkur þegar við biðjum um vörur og þjónustu heima hjá okkur. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál. Sumir ætla bara að koma hingað til skamms tíma til að vinna. Aðrir eiga erfitt með að læra málið okkar og þannig mætti halda áfram. En er ekki okkar íslendinga draga línurnar og setja mörk? Við gætum sagt erlenda vinnuaflinu og okkur þætti vænt um að það lærði málið okkar ekki satt? Við gætum hjálpað því betur að læra málið okkar ekki satt? Við getum sjálf kennt því íslenskuna því við tölum hana og skiljum vonandi þokklega ennþá ekki satt? Liggur svona mikið á? Er ekki hægt að hafa íslenskukennslu sem hluta af starfsþjálfun? Er hraðinn kannski það mikill að það er enginn starfsþjálfun? Spyr sá sem ekki veit. Auðvitað verður eyjan okkar aldrei þannig að þeir sem á henni búa tali allir íslensku en þetta er orðin regla frekar en undantekning að maður þurfi að hlusta á „english please“. Það versta við þetta er að það er nánast engin umræða um þessi mál og því mætti halda að okkur íslendingum sé nákvæmlega sama um það hvaða mál við tölum í okkar heimalandi. Höldum áfram að leyfa fólki að vinna hérna sem treystir sér til þess og vil, en við erum fólkið sem búum hérna. Höfundur er tölfræðingur og framhaldsskólakennari.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar