Hvað ætlar þjóðin að gera á EM? Anna Þorsteinsdóttir skrifar 9. júlí 2022 17:55 Hvað gera stelpurnar okkar á EM? Það er spurning sem þjóðin veltir fyrir sér núna. Stelpurnar hafa staðið sig vel síðustu mánuði. Liðið er skipað skemmtilegri blöndu af ungum leikmönnum og reyndari leikmönnum sem eru að fara á sitt fjórða Evrópumót. Spennustigið hjá íslensku þjóðinni er að hækka og við reynum eftir bestu getu að halda niðri væntingum á sama tíma og við vitum að liðið hefur fullt erindi í 8 liða úrslit. Það er hinsvegar eitt öruggt, stelpurnar munu leggja allt sitt í þetta mót. En þá er spurning hvað þjóðin ætlar að leggja á sig á EM? Knattspyrna kvenna í Evrópu hefur vaxið hratt síðustu ár. Aðstaða liða og leikmanna er betri, launin hærri og fleiri stórlið í Evrópu fjárfesta í knattspyrnukonum. Þetta sjáum við með auknum áhuga, áhorfendum fjölgar og stærstu vellir Evrópu fyllast. Það er samt ljóst að metnaðurinn og virðingin getur enn aukist í samanburði við knattspyrnu karla. Þessu til stuðnings er auðveldast að nefna stærð leikvalla á Evrópumótinu í Englandi. Eftir að stór skref voru stigin í umgjörð á síðasta Evrópumóti í Hollandi og á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi finnst mörgum það afturför að spila á völlum sem notaðir eru sem æfingavellir karlaliða á Englandi. Völlum sem rúma ekki helming þess fjölda sem mæta á leiki stærstu þjóðanna. Leikmenn íslenska landsliðsins hafa gagnrýnt þessa ákvörðun og í framhaldinu sagt að nú sé tækifæri til að sýna að þetta var röng ákvörðun og hvetja fólk til að fylla vellina. Þess vegna spyr ég; Hvað ætlar íslenska þjóðin að gera? Fótboltaþjóðin sem er efst á lista þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Ætlum við að standa undir nafni og sýna að við gerum ekki mun á kynjum þegar kemur að stuðningi okkar við landsliðið? Knattspyrna er ekki bara vinsælasta íþrótt í heimi heldur ein allra áhrifamesta íþróttahreyfingin. Hér er því tækifæri til að veita heiminum mótspyrnu gegn því bakslagi sem hefur orðið í jafnréttismálum seinustu mánuði. Við eigum að fylla vellina úti sem og Ingólfstorg. Búa til stemmningu á vinnustöðum landsins og á meðal barnanna okkar. Íþróttafélögin eiga að hvetja iðkendur til að kynna sér og fylgjast með mótinu og veitingastaðir og barir sem hafa tök á ættu að sýna og hvetja til áhorfs á leiki Evrópumótsins. Fyrsti leikur Íslands er á morgun, 10. júlí, og það hlýtur að vera markmið okkar sem þjóð að bæði Manchesterborg og Ísland verði alsett íslenskum fánalitum á þessum langþráða leikdegi. Áfram Ísland! Höfundur er Forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnu kvenna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein EM 2022 í Englandi Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað gera stelpurnar okkar á EM? Það er spurning sem þjóðin veltir fyrir sér núna. Stelpurnar hafa staðið sig vel síðustu mánuði. Liðið er skipað skemmtilegri blöndu af ungum leikmönnum og reyndari leikmönnum sem eru að fara á sitt fjórða Evrópumót. Spennustigið hjá íslensku þjóðinni er að hækka og við reynum eftir bestu getu að halda niðri væntingum á sama tíma og við vitum að liðið hefur fullt erindi í 8 liða úrslit. Það er hinsvegar eitt öruggt, stelpurnar munu leggja allt sitt í þetta mót. En þá er spurning hvað þjóðin ætlar að leggja á sig á EM? Knattspyrna kvenna í Evrópu hefur vaxið hratt síðustu ár. Aðstaða liða og leikmanna er betri, launin hærri og fleiri stórlið í Evrópu fjárfesta í knattspyrnukonum. Þetta sjáum við með auknum áhuga, áhorfendum fjölgar og stærstu vellir Evrópu fyllast. Það er samt ljóst að metnaðurinn og virðingin getur enn aukist í samanburði við knattspyrnu karla. Þessu til stuðnings er auðveldast að nefna stærð leikvalla á Evrópumótinu í Englandi. Eftir að stór skref voru stigin í umgjörð á síðasta Evrópumóti í Hollandi og á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi finnst mörgum það afturför að spila á völlum sem notaðir eru sem æfingavellir karlaliða á Englandi. Völlum sem rúma ekki helming þess fjölda sem mæta á leiki stærstu þjóðanna. Leikmenn íslenska landsliðsins hafa gagnrýnt þessa ákvörðun og í framhaldinu sagt að nú sé tækifæri til að sýna að þetta var röng ákvörðun og hvetja fólk til að fylla vellina. Þess vegna spyr ég; Hvað ætlar íslenska þjóðin að gera? Fótboltaþjóðin sem er efst á lista þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Ætlum við að standa undir nafni og sýna að við gerum ekki mun á kynjum þegar kemur að stuðningi okkar við landsliðið? Knattspyrna er ekki bara vinsælasta íþrótt í heimi heldur ein allra áhrifamesta íþróttahreyfingin. Hér er því tækifæri til að veita heiminum mótspyrnu gegn því bakslagi sem hefur orðið í jafnréttismálum seinustu mánuði. Við eigum að fylla vellina úti sem og Ingólfstorg. Búa til stemmningu á vinnustöðum landsins og á meðal barnanna okkar. Íþróttafélögin eiga að hvetja iðkendur til að kynna sér og fylgjast með mótinu og veitingastaðir og barir sem hafa tök á ættu að sýna og hvetja til áhorfs á leiki Evrópumótsins. Fyrsti leikur Íslands er á morgun, 10. júlí, og það hlýtur að vera markmið okkar sem þjóð að bæði Manchesterborg og Ísland verði alsett íslenskum fánalitum á þessum langþráða leikdegi. Áfram Ísland! Höfundur er Forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnu kvenna
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar