Hvað ætlar þjóðin að gera á EM? Anna Þorsteinsdóttir skrifar 9. júlí 2022 17:55 Hvað gera stelpurnar okkar á EM? Það er spurning sem þjóðin veltir fyrir sér núna. Stelpurnar hafa staðið sig vel síðustu mánuði. Liðið er skipað skemmtilegri blöndu af ungum leikmönnum og reyndari leikmönnum sem eru að fara á sitt fjórða Evrópumót. Spennustigið hjá íslensku þjóðinni er að hækka og við reynum eftir bestu getu að halda niðri væntingum á sama tíma og við vitum að liðið hefur fullt erindi í 8 liða úrslit. Það er hinsvegar eitt öruggt, stelpurnar munu leggja allt sitt í þetta mót. En þá er spurning hvað þjóðin ætlar að leggja á sig á EM? Knattspyrna kvenna í Evrópu hefur vaxið hratt síðustu ár. Aðstaða liða og leikmanna er betri, launin hærri og fleiri stórlið í Evrópu fjárfesta í knattspyrnukonum. Þetta sjáum við með auknum áhuga, áhorfendum fjölgar og stærstu vellir Evrópu fyllast. Það er samt ljóst að metnaðurinn og virðingin getur enn aukist í samanburði við knattspyrnu karla. Þessu til stuðnings er auðveldast að nefna stærð leikvalla á Evrópumótinu í Englandi. Eftir að stór skref voru stigin í umgjörð á síðasta Evrópumóti í Hollandi og á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi finnst mörgum það afturför að spila á völlum sem notaðir eru sem æfingavellir karlaliða á Englandi. Völlum sem rúma ekki helming þess fjölda sem mæta á leiki stærstu þjóðanna. Leikmenn íslenska landsliðsins hafa gagnrýnt þessa ákvörðun og í framhaldinu sagt að nú sé tækifæri til að sýna að þetta var röng ákvörðun og hvetja fólk til að fylla vellina. Þess vegna spyr ég; Hvað ætlar íslenska þjóðin að gera? Fótboltaþjóðin sem er efst á lista þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Ætlum við að standa undir nafni og sýna að við gerum ekki mun á kynjum þegar kemur að stuðningi okkar við landsliðið? Knattspyrna er ekki bara vinsælasta íþrótt í heimi heldur ein allra áhrifamesta íþróttahreyfingin. Hér er því tækifæri til að veita heiminum mótspyrnu gegn því bakslagi sem hefur orðið í jafnréttismálum seinustu mánuði. Við eigum að fylla vellina úti sem og Ingólfstorg. Búa til stemmningu á vinnustöðum landsins og á meðal barnanna okkar. Íþróttafélögin eiga að hvetja iðkendur til að kynna sér og fylgjast með mótinu og veitingastaðir og barir sem hafa tök á ættu að sýna og hvetja til áhorfs á leiki Evrópumótsins. Fyrsti leikur Íslands er á morgun, 10. júlí, og það hlýtur að vera markmið okkar sem þjóð að bæði Manchesterborg og Ísland verði alsett íslenskum fánalitum á þessum langþráða leikdegi. Áfram Ísland! Höfundur er Forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnu kvenna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein EM 2022 í Englandi Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hvað gera stelpurnar okkar á EM? Það er spurning sem þjóðin veltir fyrir sér núna. Stelpurnar hafa staðið sig vel síðustu mánuði. Liðið er skipað skemmtilegri blöndu af ungum leikmönnum og reyndari leikmönnum sem eru að fara á sitt fjórða Evrópumót. Spennustigið hjá íslensku þjóðinni er að hækka og við reynum eftir bestu getu að halda niðri væntingum á sama tíma og við vitum að liðið hefur fullt erindi í 8 liða úrslit. Það er hinsvegar eitt öruggt, stelpurnar munu leggja allt sitt í þetta mót. En þá er spurning hvað þjóðin ætlar að leggja á sig á EM? Knattspyrna kvenna í Evrópu hefur vaxið hratt síðustu ár. Aðstaða liða og leikmanna er betri, launin hærri og fleiri stórlið í Evrópu fjárfesta í knattspyrnukonum. Þetta sjáum við með auknum áhuga, áhorfendum fjölgar og stærstu vellir Evrópu fyllast. Það er samt ljóst að metnaðurinn og virðingin getur enn aukist í samanburði við knattspyrnu karla. Þessu til stuðnings er auðveldast að nefna stærð leikvalla á Evrópumótinu í Englandi. Eftir að stór skref voru stigin í umgjörð á síðasta Evrópumóti í Hollandi og á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi finnst mörgum það afturför að spila á völlum sem notaðir eru sem æfingavellir karlaliða á Englandi. Völlum sem rúma ekki helming þess fjölda sem mæta á leiki stærstu þjóðanna. Leikmenn íslenska landsliðsins hafa gagnrýnt þessa ákvörðun og í framhaldinu sagt að nú sé tækifæri til að sýna að þetta var röng ákvörðun og hvetja fólk til að fylla vellina. Þess vegna spyr ég; Hvað ætlar íslenska þjóðin að gera? Fótboltaþjóðin sem er efst á lista þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Ætlum við að standa undir nafni og sýna að við gerum ekki mun á kynjum þegar kemur að stuðningi okkar við landsliðið? Knattspyrna er ekki bara vinsælasta íþrótt í heimi heldur ein allra áhrifamesta íþróttahreyfingin. Hér er því tækifæri til að veita heiminum mótspyrnu gegn því bakslagi sem hefur orðið í jafnréttismálum seinustu mánuði. Við eigum að fylla vellina úti sem og Ingólfstorg. Búa til stemmningu á vinnustöðum landsins og á meðal barnanna okkar. Íþróttafélögin eiga að hvetja iðkendur til að kynna sér og fylgjast með mótinu og veitingastaðir og barir sem hafa tök á ættu að sýna og hvetja til áhorfs á leiki Evrópumótsins. Fyrsti leikur Íslands er á morgun, 10. júlí, og það hlýtur að vera markmið okkar sem þjóð að bæði Manchesterborg og Ísland verði alsett íslenskum fánalitum á þessum langþráða leikdegi. Áfram Ísland! Höfundur er Forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnu kvenna
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar