Dalvík – „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2022 09:04 Kristín Aðalheiður og Bjarni, sem eiga og reka kaffihúsið og barinn Gísli, Eiríkur og Helgi með miklum myndarskap. Bjarni segir að það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, hann sé svona asninn, sem er bundin aftan í og fylgi bara með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakkabræðurnir, Gísli, Eiríkur og Helgi eiga „heima“ á Dalvík og gera það gott að kaffihúsi og bar í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur, fréttamaður heimsótti Dalvík og tók hús á nokkrum bæjarbúum. Þegar hugsað er um Dalvík þá dettur eflaust mörgum fyrst í hug Fiskidagurinn mikli, Samherji og tónlistarmennirnir Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matti Matt, allt miklir snillingar og Dalvíkingar. Á staðnum eru líka öflug fyrirtæki eins og Sæplast og Samherji og þá eru margir flottir veitingastaðir í bæjarfélaginu eins og Gísli, Eiríkur og Helgi en þar eru öflugir eigendur, hjónin Kristín Aðalheiður, alltaf kölluð Heiða og Bjarni, sem eru líka allt í öllu þegar Dalvík er annars vegar þó að hann sé Grenvíkingur. Bræðurnir fá sitt pláss á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er kaffihús bakkabræðra en alla daga bjóðum við upp á fiskisúpu og erum búin að gera í mörg, mörg ár, eiginlega nánast frá opnun, fiskisúpu og við bökum öll brauðin úr kalda bjór,“ segir Heiða. En hvernig karlar voru þetta, Gísli, Eiríkur og Helgi? „Þeir voru frábærir og miklir frumkvöðlar á mörgum sviðum, meðal annars á sviði fjallaskíðamennsku, sem er að tröllríða öllu hér á Tröllaskaganum. Við viljum meina að þeir hafi verið þeir fyrstu, sem stunduðu fjallaskíði af miklum eldmóð,“ segir Heiða enn fremur. Heiða með hluta af starfsfólki sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða og Bjarni eru ekki hætt, þau ætla að byggja upp frekari ferðaþjónustu á staðnum. Bjarni reynir þó að halda Heiðu niðri og segir að þetta sé komið nóg en hún er ekki á þeim buxunum. „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, ég er svona asninn, sem er bundin aftan í og ég fylgi bara með. Hún fær mikið af hugmyndum en ég reyni bara að kreista augun aftur þegar við leggjumst á koddann á kvöldin og loka eyrunum á meðan hún heldur áfram að mala,“ segir Bjarni og hlær. Gott að búa á Dalvík Það þykir mjög gott að ala upp börn og unglinga á Dalvík, enda nóg um að vera í íþrótta- og æskulýðsmálum og góður leik og grunnskóli eru á staðnum. Íbúar eru mjög sammála um að það sé gott að búa í Dalvíkurbyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru hjartanlega sammála um að það sé gott að búa á Dalvík? „Það er skemmtilegast að leika og það eru skemmtilegir krakkar hérna og skemmtilegur skóli“, segir Barði Björgvinsson 11 ára. "Það eru mjög margir vinir hérna og skólinn er skemmtilegur,“ segir Hilmir Þór Hafþórsson 12. „Það besta við Dalvík er félagslífið og fólkið og þetta er bara æðislegur staður,“ segir Unnur Elsa Aðalsteinsdóttir, sem vinnur á Gísla, Eiríki og Helga. Þessi er staddur á Dalvík, sem margir kannast eflaust mjög vel við.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Það besta við Dalvík er vinnan og félagslífið og allt sem ég hef hérna, og veðrið svo sannarlega líka. Hér er dásamlegt að eiga heima, fullt af sætum stelpum og alveg frábært. Þetta er lífið sjálft hérna á Dalvík, bara alveg frábært,“ segir Valdimar Jón Gunnþórsson, sem vinnur líka hjá Gísla, Eiríki og Helga. Það er mjög gamana að koma á Byggðasafnið Hvol á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalvíkurbyggð Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Þegar hugsað er um Dalvík þá dettur eflaust mörgum fyrst í hug Fiskidagurinn mikli, Samherji og tónlistarmennirnir Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matti Matt, allt miklir snillingar og Dalvíkingar. Á staðnum eru líka öflug fyrirtæki eins og Sæplast og Samherji og þá eru margir flottir veitingastaðir í bæjarfélaginu eins og Gísli, Eiríkur og Helgi en þar eru öflugir eigendur, hjónin Kristín Aðalheiður, alltaf kölluð Heiða og Bjarni, sem eru líka allt í öllu þegar Dalvík er annars vegar þó að hann sé Grenvíkingur. Bræðurnir fá sitt pláss á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er kaffihús bakkabræðra en alla daga bjóðum við upp á fiskisúpu og erum búin að gera í mörg, mörg ár, eiginlega nánast frá opnun, fiskisúpu og við bökum öll brauðin úr kalda bjór,“ segir Heiða. En hvernig karlar voru þetta, Gísli, Eiríkur og Helgi? „Þeir voru frábærir og miklir frumkvöðlar á mörgum sviðum, meðal annars á sviði fjallaskíðamennsku, sem er að tröllríða öllu hér á Tröllaskaganum. Við viljum meina að þeir hafi verið þeir fyrstu, sem stunduðu fjallaskíði af miklum eldmóð,“ segir Heiða enn fremur. Heiða með hluta af starfsfólki sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða og Bjarni eru ekki hætt, þau ætla að byggja upp frekari ferðaþjónustu á staðnum. Bjarni reynir þó að halda Heiðu niðri og segir að þetta sé komið nóg en hún er ekki á þeim buxunum. „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, ég er svona asninn, sem er bundin aftan í og ég fylgi bara með. Hún fær mikið af hugmyndum en ég reyni bara að kreista augun aftur þegar við leggjumst á koddann á kvöldin og loka eyrunum á meðan hún heldur áfram að mala,“ segir Bjarni og hlær. Gott að búa á Dalvík Það þykir mjög gott að ala upp börn og unglinga á Dalvík, enda nóg um að vera í íþrótta- og æskulýðsmálum og góður leik og grunnskóli eru á staðnum. Íbúar eru mjög sammála um að það sé gott að búa í Dalvíkurbyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru hjartanlega sammála um að það sé gott að búa á Dalvík? „Það er skemmtilegast að leika og það eru skemmtilegir krakkar hérna og skemmtilegur skóli“, segir Barði Björgvinsson 11 ára. "Það eru mjög margir vinir hérna og skólinn er skemmtilegur,“ segir Hilmir Þór Hafþórsson 12. „Það besta við Dalvík er félagslífið og fólkið og þetta er bara æðislegur staður,“ segir Unnur Elsa Aðalsteinsdóttir, sem vinnur á Gísla, Eiríki og Helga. Þessi er staddur á Dalvík, sem margir kannast eflaust mjög vel við.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Það besta við Dalvík er vinnan og félagslífið og allt sem ég hef hérna, og veðrið svo sannarlega líka. Hér er dásamlegt að eiga heima, fullt af sætum stelpum og alveg frábært. Þetta er lífið sjálft hérna á Dalvík, bara alveg frábært,“ segir Valdimar Jón Gunnþórsson, sem vinnur líka hjá Gísla, Eiríki og Helga. Það er mjög gamana að koma á Byggðasafnið Hvol á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Dalvíkurbyggð Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira