Ástralski fréttamiðilinn News.com.au segir að Pútín, sem mun fagna sjötugsafmæli sínu í október, og Kabaeva, sem er þrjátíu árum yngri, eigi von á stelpu. Upplýsingarnar eru sagðar koma beint frá forsetahöllinni í Rússlandi.
Kabaeva á fyrir þrjú börn og er Pútín talinn vera faðir þeirra allra. Hún eignaðist strák árið 2015 og tvíbura árið 2019.
Pútín hefur alltaf haldið einkamálum sínum í laumi og því er lítið vitað um Kabaeva og börnin þrjú. Áður en hún og forsetinn hófu ástarsamband sitt var hún fimleikastjarna og talið er að hún búi í Sviss.