Sektaður um 323 milljónir króna vegna skattalagabrots Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2022 13:15 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri var í síðasta mánuði dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot. Að auki var honum gert að greiða 323 milljóna króna sekt vegna brotsins. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að Georg Mikaelsson hafi staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Georg neitaði sök og bar meðal annars fyrir sig fyrningu. Héraðsdómur hafnaði því og taldi óumdeilt í málinu að Georg hafi ekki getið um félagið á skattframtölum, sannað væri að ákærði hafi frá árinu 2009 verið einkaeigandi Félagsins GM. Jafnframt lá fyrir í málinu að félagið hafi verið afskráð 1. janúar 2016. Bar Georg fyrir sig að honum hafi verið óskylt að geta um félagið á skattframtali þar sem hann hafi aðeins átt 10 prósent hlut í félaginu, eftir að gengið var að tryggingu er hann hafi sett fyrir láni sem hann og félagið hafi fengið árið áður. Þótti ekki unnt að leggja til grundvallar að 90 prósent hlutur Georgs hafi farið úr hans eigu líkt og hann greindi frá. Varð því að miða við það í málinu að Georg hafi einn verið eigandi félagsins frá upphafi þar til það var lagt niður. Bar honum greina frá því eignarhaldi sínu á skattframtali en það gerði hann ekki á þeim árum sem rakin hafa verið. Var það virt honum til stórfellds hirðuleysis. Var Georg því dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða 323 milljóna króna sekt í ríkissjóð. Athygli vekur að málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Ólafs Garðarssonar lögmanns, voru ákveðin rúmar 22 milljónir króna. Tekið var fram að málið hafi verið umfangsmikið, gagnaöflun víðtæk og fjöldi vitna komið fyrir dóm. Dóminn má nálgast á vefsíðu héraðsdómstóla. Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að Georg Mikaelsson hafi staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Georg neitaði sök og bar meðal annars fyrir sig fyrningu. Héraðsdómur hafnaði því og taldi óumdeilt í málinu að Georg hafi ekki getið um félagið á skattframtölum, sannað væri að ákærði hafi frá árinu 2009 verið einkaeigandi Félagsins GM. Jafnframt lá fyrir í málinu að félagið hafi verið afskráð 1. janúar 2016. Bar Georg fyrir sig að honum hafi verið óskylt að geta um félagið á skattframtali þar sem hann hafi aðeins átt 10 prósent hlut í félaginu, eftir að gengið var að tryggingu er hann hafi sett fyrir láni sem hann og félagið hafi fengið árið áður. Þótti ekki unnt að leggja til grundvallar að 90 prósent hlutur Georgs hafi farið úr hans eigu líkt og hann greindi frá. Varð því að miða við það í málinu að Georg hafi einn verið eigandi félagsins frá upphafi þar til það var lagt niður. Bar honum greina frá því eignarhaldi sínu á skattframtali en það gerði hann ekki á þeim árum sem rakin hafa verið. Var það virt honum til stórfellds hirðuleysis. Var Georg því dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða 323 milljóna króna sekt í ríkissjóð. Athygli vekur að málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Ólafs Garðarssonar lögmanns, voru ákveðin rúmar 22 milljónir króna. Tekið var fram að málið hafi verið umfangsmikið, gagnaöflun víðtæk og fjöldi vitna komið fyrir dóm. Dóminn má nálgast á vefsíðu héraðsdómstóla.
Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði