Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og ætla lesendur Vísis að fá að kynnast stúlkunum sem keppast um titilinn betur.
Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni?
Ég sá hversu jákvæð áhrif þetta hafði á fyrrum keppendur og opnaði fleiri og fjölbreyttari tækifæri í framtíðinni.
Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?
Hversu mikið jákvæð og uppbyggjandi samskipti skipta miklu máli í daglegu lífi.

Hvað borðar þú í morgunmat?
Ég borða mjög sjaldan morgunmat, en ef ég fæ mér þá fæ ég mér kaffi og ristað brauð.
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Ristað brauð með kæfu.
Hvað ertu að hlusta á?
Ég hlusta á flest allt, uppáhalds núna er hip hop og R&B.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Ég les mjög sjaldan bækur vil frekar hlusta á hljóðbækur, en mín uppáhalds er The Color Purple.
Hver er þín fyrirmynd í lífinu?
Mamma mín.
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Rosie Perez og Kaley Cuoco.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Var að hjóla veik heim úr skólanum og datt af hjólinu fyrir framan sundrútuna sem var stútfull af bekkjarsystkinum mínum í grunnskóla og handleggsbraut mig í leiðinni.
Hverju ertu stoltust af?
Fatalínunni minni! Finnst hún ekkert mjög falleg í dag en er samt stolt að hafa hannað og saumað heila fatalínu.
Hver er þinn helsti ótti?
Ég er bæði lofthrædd og mjög hrædd við kóngulær.
Hvar sérðu þig eftir fimm ár?
Sem fatahönnuður.
Hvaða lag tekur þú í karókí?
Klárlega eitthvað úr Mamma Mia, finnst öll lögin geggjuð!