Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2022 17:03 Vegna ástandsins sem hefur verið á Heathrow-flugvelli undanfarnar vikur hafa stjórnendur flugvallarins sett takmarkanir á fjölda farþega sem fljúga frá vellinum. AP/Frank Augstein Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. Þúsundir ferðalanga hafa fundið fyrir röskunum á flugvöllum undanfarnar vikur, þar á meðal týndum töskum, frestunum og aflýsingum á flugum. Ástæðurnar fyrir þessum röskunum eru að flugvellir og flugfélög um allan heim hafa átt í erfiðleikum með að ráða aftur starfsfólk eftir að hafa sagt upp fjölda fólks í heimsfaraldrinum. Heathrow-flugvöllur hefur átt í miklum erfiðleikum með að eiga við aukinn fjölda farþega í vor og sumar. Stjórnendur flugvallarins hafa því ákveðið að takmarka daglegan fjölda farþega sem fljúga frá vellinum yfir sumarmánuðina í 100 þúsund. Það er fjögur þúsund farþegum minna en áætlanir gera ráð fyrir. Takmarkanirnar verða í gildi fram til 11. september. Samkvæmt frétt BBC hafa neytendasamtök á Bretlandi hvatt Heathrow til að skýra frá því hvaða flugum verði aflýst. Þó þessar takmarkanir muni vafalaust auðvelda hina „óviðunandi ringulreið“ sem farþegar hafa þurft að þola á vellinum þá muni þúsundir fólks nú hafa áhyggjur af því að flugferðir þeirra og sumarfrí verði fyrir áhrifum breytinganna. Biðla til flugfélaga að selja færri miða „Undanfarnar vikur, þegar fjöldi farþega á brottför hefur reglulega farið fram úr 100 þúsund á dag, höfum við séð tímabil þar sem þjónusta fer niður fyrir stig sem er óásættanlegt,“ segir John Holland-Kaye, framkvæmdastjóri Heathrow. Þar á meðal nefnir hann langar biðraðir, seinkanir fyrir farþega sem þurfa á aðstoð að halda, töskur sem fara ekki með farþegum eða koma seint, lítil stundvísi og aflýsingar á síðustu stundu. „Okkar mat er að hámarks fjöldi farþega sem eru á brottför, sem flugfélög, flugafgreiðsla og flugvöllurinn geta sinnt í sameiningu, sé ekki meiri en 100 þúsund,“ segir Holland-Kaye. Hann segir nýjustu spár gera ráð fyrir að yfir sumarið verði að meðaltali 104 þúsund farþegar sem fljúgi daglega frá Heathrow en það sé 4.000 sætum of mikið. Hins vegar segir hann að það sé aðeins búið að selja um 1.500 af þessum 4.000 daglegu sætum og því hafi flugvöllurinn beðið flugfélög um að hætta að selja sumarmiða til að minnka áhrifin. Fari daglegur fjöldi fram úr 100 þúsund gæti komið til þess að flugum verði aflýst. Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Bretland Tengdar fréttir Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Þúsundir ferðalanga hafa fundið fyrir röskunum á flugvöllum undanfarnar vikur, þar á meðal týndum töskum, frestunum og aflýsingum á flugum. Ástæðurnar fyrir þessum röskunum eru að flugvellir og flugfélög um allan heim hafa átt í erfiðleikum með að ráða aftur starfsfólk eftir að hafa sagt upp fjölda fólks í heimsfaraldrinum. Heathrow-flugvöllur hefur átt í miklum erfiðleikum með að eiga við aukinn fjölda farþega í vor og sumar. Stjórnendur flugvallarins hafa því ákveðið að takmarka daglegan fjölda farþega sem fljúga frá vellinum yfir sumarmánuðina í 100 þúsund. Það er fjögur þúsund farþegum minna en áætlanir gera ráð fyrir. Takmarkanirnar verða í gildi fram til 11. september. Samkvæmt frétt BBC hafa neytendasamtök á Bretlandi hvatt Heathrow til að skýra frá því hvaða flugum verði aflýst. Þó þessar takmarkanir muni vafalaust auðvelda hina „óviðunandi ringulreið“ sem farþegar hafa þurft að þola á vellinum þá muni þúsundir fólks nú hafa áhyggjur af því að flugferðir þeirra og sumarfrí verði fyrir áhrifum breytinganna. Biðla til flugfélaga að selja færri miða „Undanfarnar vikur, þegar fjöldi farþega á brottför hefur reglulega farið fram úr 100 þúsund á dag, höfum við séð tímabil þar sem þjónusta fer niður fyrir stig sem er óásættanlegt,“ segir John Holland-Kaye, framkvæmdastjóri Heathrow. Þar á meðal nefnir hann langar biðraðir, seinkanir fyrir farþega sem þurfa á aðstoð að halda, töskur sem fara ekki með farþegum eða koma seint, lítil stundvísi og aflýsingar á síðustu stundu. „Okkar mat er að hámarks fjöldi farþega sem eru á brottför, sem flugfélög, flugafgreiðsla og flugvöllurinn geta sinnt í sameiningu, sé ekki meiri en 100 þúsund,“ segir Holland-Kaye. Hann segir nýjustu spár gera ráð fyrir að yfir sumarið verði að meðaltali 104 þúsund farþegar sem fljúgi daglega frá Heathrow en það sé 4.000 sætum of mikið. Hins vegar segir hann að það sé aðeins búið að selja um 1.500 af þessum 4.000 daglegu sætum og því hafi flugvöllurinn beðið flugfélög um að hætta að selja sumarmiða til að minnka áhrifin. Fari daglegur fjöldi fram úr 100 þúsund gæti komið til þess að flugum verði aflýst.
Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Bretland Tengdar fréttir Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34
Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46