Samgöngustofa ekki gerst sek um einelti Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2022 10:59 Amelía Rose er nýtt skip eftir allt saman. Sea trips Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. Málið á rætur að rekja til þess að Samgöngustofa hefur látið snúa Amelíu Rose í land með vísan til þess að skipið uppfylli ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en tólf farþega. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips þann 13. apríl síðastliðinn. Samgöngustofa þvertók fyrir að hafa beitt fyrirtækið einelti nokkrum dögum seinna. Helsta ágreiningsefni Samgöngustofu og Sea trips er að fyrirtækið telur skráningu Amelíu Rose í skipaskrá ranga. Skipið er skráð sem nýtt skip en vægari öryggiskröfur eru gerðar til skipa sem skráð eru gömul. Til þess að skip verði skráð gamalt þarf kjölur skipsins að hafa verið lagður eða að það hafi verið á svipuðu smíðastigi 1. janúar 2001 eða síðar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að lögð hafi verið fram gögn við rekstur málsins sem sanni að hafist hafi verið handa við smíði skipsins árið 2003, því sé ljóst að kjölur skipsins hafi ekki verið lagður fyrir 2001. Þá segir að Sea trips ehf. hafi ekki lagt fram nein gögn sem renna stoðum undir þá fullyrðingu fyrirtækisins að skipið ætti að skrá sem gamalt skip. Með vísan til þess segir í niðurstöðu héraðsdóms að Samgöngustofa hafi farið að öllu eftir stjórnsýslulögum við meðferð málsins og því væri ekki ástæða til að fella ákvörðun stofnunarinnar úr gildi og Samgöngustofa því sýknuð af kröfu fyrirtækisins. Þá var Sea trips ehf. dæmt til að greiða Samgöngustofu 600 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Málið á rætur að rekja til þess að Samgöngustofa hefur látið snúa Amelíu Rose í land með vísan til þess að skipið uppfylli ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en tólf farþega. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips þann 13. apríl síðastliðinn. Samgöngustofa þvertók fyrir að hafa beitt fyrirtækið einelti nokkrum dögum seinna. Helsta ágreiningsefni Samgöngustofu og Sea trips er að fyrirtækið telur skráningu Amelíu Rose í skipaskrá ranga. Skipið er skráð sem nýtt skip en vægari öryggiskröfur eru gerðar til skipa sem skráð eru gömul. Til þess að skip verði skráð gamalt þarf kjölur skipsins að hafa verið lagður eða að það hafi verið á svipuðu smíðastigi 1. janúar 2001 eða síðar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að lögð hafi verið fram gögn við rekstur málsins sem sanni að hafist hafi verið handa við smíði skipsins árið 2003, því sé ljóst að kjölur skipsins hafi ekki verið lagður fyrir 2001. Þá segir að Sea trips ehf. hafi ekki lagt fram nein gögn sem renna stoðum undir þá fullyrðingu fyrirtækisins að skipið ætti að skrá sem gamalt skip. Með vísan til þess segir í niðurstöðu héraðsdóms að Samgöngustofa hafi farið að öllu eftir stjórnsýslulögum við meðferð málsins og því væri ekki ástæða til að fella ákvörðun stofnunarinnar úr gildi og Samgöngustofa því sýknuð af kröfu fyrirtækisins. Þá var Sea trips ehf. dæmt til að greiða Samgöngustofu 600 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17