4.000 dýrum bjargað í „hundaverksmiðju“ í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júlí 2022 13:01 Yfirvöld og dýraverndarsamtök freista þess nú að finna heimili fyrir hundana. Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa bjargað 4.000 hundum í „hvolpaverksmiðju“ í Virginíu í kjölfar fjölda brota á lögum og reglum um dýravelferð. Þau hafa nú um tvo mánuði til að finna heimili fyrir dýrin. Þegar eftirlitsmenn heimsóttu ræktunina í fyrra kom meðal annars í ljós að nærri 200 hundar höfðu verið aflífaðir með innspýtingu í hjartað, án þess að vera deyfðir eða svæfðir áður. Þá fundust dauðir, veikir og vannærðir hundar og 145 voru fjarlægðir þar sem þeir voru taldir verulega illa haldnir. Yfirvöld fóru fram á að ræktuninni yrði lokað og í síðustu viku samþykkti dómstóll áætlun um björgun 4.000 dýra. Yfirvöld hafa nú um 60 daga til að finna þeim ný heimili en áður munu hundarnir fá bót meina sinna, verða geltir og bólusettir. Fyrirtækið sem um ræðir, Envigo, ræktaði beagle-hunda til að selja lyfjafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum í rannsóknum. Forsvarsmenn þess sögðu í yfirlýsingu í júní síðastliðnum að starfsemin í Cumberland í Virginíu hefði ekki skilað nema einu prósenti af heildartekjum fyrirtækisins. Dómsskjöl sýna að eftirlit leiddi oft í ljós að hundunum var haldið við afar bágar aðstæður og fundust dýrin meðal annars í uppsöfnuðum saur og matarafgöngum. Fleiri en 300 hvolpar voru sagðir hafa drepist af „óþekktum orsökum“ og þá var loftræstingu verulega ábótavant í eitt skiptið. Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Þegar eftirlitsmenn heimsóttu ræktunina í fyrra kom meðal annars í ljós að nærri 200 hundar höfðu verið aflífaðir með innspýtingu í hjartað, án þess að vera deyfðir eða svæfðir áður. Þá fundust dauðir, veikir og vannærðir hundar og 145 voru fjarlægðir þar sem þeir voru taldir verulega illa haldnir. Yfirvöld fóru fram á að ræktuninni yrði lokað og í síðustu viku samþykkti dómstóll áætlun um björgun 4.000 dýra. Yfirvöld hafa nú um 60 daga til að finna þeim ný heimili en áður munu hundarnir fá bót meina sinna, verða geltir og bólusettir. Fyrirtækið sem um ræðir, Envigo, ræktaði beagle-hunda til að selja lyfjafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum í rannsóknum. Forsvarsmenn þess sögðu í yfirlýsingu í júní síðastliðnum að starfsemin í Cumberland í Virginíu hefði ekki skilað nema einu prósenti af heildartekjum fyrirtækisins. Dómsskjöl sýna að eftirlit leiddi oft í ljós að hundunum var haldið við afar bágar aðstæður og fundust dýrin meðal annars í uppsöfnuðum saur og matarafgöngum. Fleiri en 300 hvolpar voru sagðir hafa drepist af „óþekktum orsökum“ og þá var loftræstingu verulega ábótavant í eitt skiptið. Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira