Ísland ekki uppselt þrátt fyrir að eftirspurn fari fram úr væntingum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. júlí 2022 21:35 Dennis Jung, framkvæmdastjóri Reykjavík Edition. Vísir/Arnar Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir gistingu hér á landi í sumar telur framkvæmdastjóri Edition hótelsins, Ísland samt ekki uppselt. Mjög erfiðlega gengur hins vegar að finna starfsfólk til að vinna í ferðaþjónustunni víðast hvar. Tveimur og hálfu ári eftir að kórónuveirufaraldurinn setti allt í lamasess er fólk byrjað að ferðast á nýjan leik og er Ísland heitur áfangastaður. Ferðamannabransinn hefur heldur betur tekið við sér og svipar fjöldi ferðamanna síðustu missera til þess sem sást fyrir faraldur. Ferðamenn dvelja sömuleiðis yfirleitt lengur og eyða meiru, sem bætir upp fyrir að þeir séu eilítið færri en árin fyrir faraldur. Spár gera ráð fyrir að um 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og allt að tvær milljónir á næsta ári. Til samanburðar komu tæplega 490 þúsund árið 2020 og tæplega 700 þúsund árið 2021. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir gistingu, þar á meðal á nýjasta lúxushóteli Reykjavíkur. Hótelið er við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur en það var opnað haustið 2021.Vísir/Vilhelm „Þetta lítur mjög vel út núna. Ég held að júní hafi verið annasamasti mánuðurinn frá haustinu 2019 og við sjáum að Reykjavík og Ísland eru að lifna aftur við,“ segir Dennis Jung, framkvæmdastjóri Reykjavík Edition hótelsins. Fjöldi ferðamanna hafi aukist hraðar en margir bjuggust við. „Mig hafði dreymt um þetta frá 2019 en staðan nú fer fram úr væntingum,“ segir Dennis aðspurður um hvort hann hafi séð fyrir sér í lok síðasta árs að þetta yrði staðan. Vinnuafl af skornum skammti Hótelið opnaði síðasta haust en það státar ríflega 250 herbergjum ásamt nokkrum veitingastöðum, börum, og bráðum næturklúbb. Fjölmörg fyrirtæki auglýsa nú eftir starfsfólki. Hótelið er því í stöðugri leit að vinnuafli en sömu sögu má segja annars staðar, sérstaklega í veitinga og þjónustugeiranum, þar sem atvinnuauglýsingum rignir inn á sama tíma og færri eru í atvinnuleit. Dennis segir það ekki beint vandamál, heldur frekar áskorun sem fleiri á heimsvísu eru að glíma við. Einhverjir hafa haft orð á því að Ísland sé í raun uppselt en framkvæmdastjórinn segir það full djúpt í árina tekið. „Það er sannarlega takmarkað framboð hótelherbergja og innviðum á Íslandi og því tel ég að fjöldinn verði slíkur að hámarki gistimöguleika verði náð,“ segir Dennis. En við erum ekki komin á það stig enn? „Nei, ekki enn.“ Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ísland heldur áfram að heilla ferðamenn upp úr skónum: „Þetta er yndislegur staður, alveg yndislegur“ Ferðamenn streyma nú til landsins eftir kórónuveirufaraldurinn. Fréttastofa náði tali af nokkrum þeirra en íslenska náttúran virtist heilla þá hvað mest. Allir voru sammála um að vilja koma aftur, sumir fyrr en aðrir. 12. júlí 2022 23:22 Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. 12. júlí 2022 20:42 Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei meiri Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 28,3 milljarðar króna í júní. Það er aukning um 27,4 prósent á milli ára og hefur veltan aldrei mælst hærri í júnímánuði frá því mælingar hófust árið 2012. 12. júlí 2022 11:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tveimur og hálfu ári eftir að kórónuveirufaraldurinn setti allt í lamasess er fólk byrjað að ferðast á nýjan leik og er Ísland heitur áfangastaður. Ferðamannabransinn hefur heldur betur tekið við sér og svipar fjöldi ferðamanna síðustu missera til þess sem sást fyrir faraldur. Ferðamenn dvelja sömuleiðis yfirleitt lengur og eyða meiru, sem bætir upp fyrir að þeir séu eilítið færri en árin fyrir faraldur. Spár gera ráð fyrir að um 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og allt að tvær milljónir á næsta ári. Til samanburðar komu tæplega 490 þúsund árið 2020 og tæplega 700 þúsund árið 2021. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir gistingu, þar á meðal á nýjasta lúxushóteli Reykjavíkur. Hótelið er við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur en það var opnað haustið 2021.Vísir/Vilhelm „Þetta lítur mjög vel út núna. Ég held að júní hafi verið annasamasti mánuðurinn frá haustinu 2019 og við sjáum að Reykjavík og Ísland eru að lifna aftur við,“ segir Dennis Jung, framkvæmdastjóri Reykjavík Edition hótelsins. Fjöldi ferðamanna hafi aukist hraðar en margir bjuggust við. „Mig hafði dreymt um þetta frá 2019 en staðan nú fer fram úr væntingum,“ segir Dennis aðspurður um hvort hann hafi séð fyrir sér í lok síðasta árs að þetta yrði staðan. Vinnuafl af skornum skammti Hótelið opnaði síðasta haust en það státar ríflega 250 herbergjum ásamt nokkrum veitingastöðum, börum, og bráðum næturklúbb. Fjölmörg fyrirtæki auglýsa nú eftir starfsfólki. Hótelið er því í stöðugri leit að vinnuafli en sömu sögu má segja annars staðar, sérstaklega í veitinga og þjónustugeiranum, þar sem atvinnuauglýsingum rignir inn á sama tíma og færri eru í atvinnuleit. Dennis segir það ekki beint vandamál, heldur frekar áskorun sem fleiri á heimsvísu eru að glíma við. Einhverjir hafa haft orð á því að Ísland sé í raun uppselt en framkvæmdastjórinn segir það full djúpt í árina tekið. „Það er sannarlega takmarkað framboð hótelherbergja og innviðum á Íslandi og því tel ég að fjöldinn verði slíkur að hámarki gistimöguleika verði náð,“ segir Dennis. En við erum ekki komin á það stig enn? „Nei, ekki enn.“
Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ísland heldur áfram að heilla ferðamenn upp úr skónum: „Þetta er yndislegur staður, alveg yndislegur“ Ferðamenn streyma nú til landsins eftir kórónuveirufaraldurinn. Fréttastofa náði tali af nokkrum þeirra en íslenska náttúran virtist heilla þá hvað mest. Allir voru sammála um að vilja koma aftur, sumir fyrr en aðrir. 12. júlí 2022 23:22 Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. 12. júlí 2022 20:42 Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei meiri Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 28,3 milljarðar króna í júní. Það er aukning um 27,4 prósent á milli ára og hefur veltan aldrei mælst hærri í júnímánuði frá því mælingar hófust árið 2012. 12. júlí 2022 11:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ísland heldur áfram að heilla ferðamenn upp úr skónum: „Þetta er yndislegur staður, alveg yndislegur“ Ferðamenn streyma nú til landsins eftir kórónuveirufaraldurinn. Fréttastofa náði tali af nokkrum þeirra en íslenska náttúran virtist heilla þá hvað mest. Allir voru sammála um að vilja koma aftur, sumir fyrr en aðrir. 12. júlí 2022 23:22
Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. 12. júlí 2022 20:42
Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei meiri Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 28,3 milljarðar króna í júní. Það er aukning um 27,4 prósent á milli ára og hefur veltan aldrei mælst hærri í júnímánuði frá því mælingar hófust árið 2012. 12. júlí 2022 11:10