Leiguvél hleypur í skarðið vegna flugvélaskorts Icelandair Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2022 15:52 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Flugvélaskortur er hjá Icelandair um þessar mundir og hefur flugfélagið brugðið á það ráð að leigja vélar frá Portúgal til að viðhalda skikkanlegri flugáætlun. Farþegar sem bjuggust við því að fljúga með vélum Icelandair urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum með leiguvélarnar en forsvarsmenn vonast nú til að eðlilegt jafnvægi komist á flugflotann. Flugsamgöngur hafa ekki gengið snurðulaust fyrir sig síðustu vikur. Fréttir berast reglulega af gífurlegum töfum á flugvöllum og aflýstum flugferðum. Icelandair hefur nýlega tekið upp á því að senda hlaðmenn með í flug á tafsömustu flugvellina og leigir að auki vél til að mæta flugvélaskorti. Miklar tafir eftir heimsfaraldur Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir ástæðu flugvélaskorts vera viðhalds- og flugvallartafir. Mun meiri tafir séu á flest allri afgreiðslu í flugbransanum nú en fyrir heimsfaraldur. Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair.vísir/einar „Við sáum því að við þurftum fleiri vélar tímabundið, og gripum til þess ráðs að leigja vél tímabundið. Nú er því tímabili hins vegar að ljúka og við erum að fá aftur allar okkar vélar þannig þetta ætti að komast í jafnvægi aftur,“ segir Jens í samtali við fréttastofu. Tvisvar á sólarhring mætist flugvélaflotinn á Keflavíkurflugvelli, á morgnana fyrir flugin til Evrópu og síðan seinni partinn fyrir Ameríkuflugin, í grófum dráttum. „Þegar vél frá Amsterdam verður fjögurra klukktíma of sein þá þarf maður að geta gripið til annarra flugvéla til að halda áætlun. Annars verða keðjuverkandi áhrif sem valda mun meiri töfum.“ Aðeins endurgreitt fyrir rýmra fótapláss Guðmundur Jörundsson er einn þeirra sem varð fyrir vonbrigðum þegar hann fékk fregnir af því að hann skyldi fljúga með leiguvél. Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með @Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott.Stutta stráið, það er ég. pic.twitter.com/WfCfQDZYnG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 12, 2022 „Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott,“ skrifar Guðmundur á Twitter. Í tilkynningu Icelandair segir að hvorki afþreyingarkerfi né þráðlaust net sé í boði fyrir farþega, veitingaþjónusta sé með öðru sniði en ókeypis hressing bjóðist farþegum. Þá virðast einungis þeir farþegar sem höfðu keypt sæti með rýmra fótaplássi fá endurgreitt. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Flugsamgöngur hafa ekki gengið snurðulaust fyrir sig síðustu vikur. Fréttir berast reglulega af gífurlegum töfum á flugvöllum og aflýstum flugferðum. Icelandair hefur nýlega tekið upp á því að senda hlaðmenn með í flug á tafsömustu flugvellina og leigir að auki vél til að mæta flugvélaskorti. Miklar tafir eftir heimsfaraldur Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir ástæðu flugvélaskorts vera viðhalds- og flugvallartafir. Mun meiri tafir séu á flest allri afgreiðslu í flugbransanum nú en fyrir heimsfaraldur. Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair.vísir/einar „Við sáum því að við þurftum fleiri vélar tímabundið, og gripum til þess ráðs að leigja vél tímabundið. Nú er því tímabili hins vegar að ljúka og við erum að fá aftur allar okkar vélar þannig þetta ætti að komast í jafnvægi aftur,“ segir Jens í samtali við fréttastofu. Tvisvar á sólarhring mætist flugvélaflotinn á Keflavíkurflugvelli, á morgnana fyrir flugin til Evrópu og síðan seinni partinn fyrir Ameríkuflugin, í grófum dráttum. „Þegar vél frá Amsterdam verður fjögurra klukktíma of sein þá þarf maður að geta gripið til annarra flugvéla til að halda áætlun. Annars verða keðjuverkandi áhrif sem valda mun meiri töfum.“ Aðeins endurgreitt fyrir rýmra fótapláss Guðmundur Jörundsson er einn þeirra sem varð fyrir vonbrigðum þegar hann fékk fregnir af því að hann skyldi fljúga með leiguvél. Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með @Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott.Stutta stráið, það er ég. pic.twitter.com/WfCfQDZYnG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 12, 2022 „Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott,“ skrifar Guðmundur á Twitter. Í tilkynningu Icelandair segir að hvorki afþreyingarkerfi né þráðlaust net sé í boði fyrir farþega, veitingaþjónusta sé með öðru sniði en ókeypis hressing bjóðist farþegum. Þá virðast einungis þeir farþegar sem höfðu keypt sæti með rýmra fótaplássi fá endurgreitt.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent