Hans Kamta Mpongo sem gekk til liðs við Þrótt Vogum frá ÍBV á dögunum skoraði bæði mörk liðsins í þessum sögulega sigri.
Fylkir tyllti sér á topp deildarinnar með sannfærandi 4-1 sigri gegn Kórdrengjum. Ásgeir Eyþórsson, Arnór Breki Ásþórsson, Nikulás Val Gunnarsson og Mathias Laursen Christensen voru á skotskónum fyrir Fylkismenn en Kristófer Jacobson Reyes klóraði í bakkann fyrir Kórdrengi.
Grótta og HK sem eru svo í öðru til þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fylki, unnu bæði sannfærandi sigra í leikjum sínum í kvöld.
Kjartan Kári Halldórsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Gróttu en hann skoraði tvö marka liðsins í 3-0 sigri gegn Selfossi. Óliver Dagur Thorlacius bætti svo þriðja markinu við fyrir Seltirninga.
Kjartan Kári er markahæsti leikmaður deildarinnar með 12 mörk en lið í Bestu deildinni eru farin að bera víurnar í framherjann.
HK bar sigurorð af KV með fjórum mörkum gegn engu. Atli Arnarson, Ásgeir Marteinsson og Stefán Ingi Sigurðarson skoruðu fyrstu þrjú mörk HK en síðasta mark Kópavogsliðsins var sjálfsmark.