Biden er nú á ferðalagi um Miðausturlönd og fundaði í dag bæði með Salman og föður hans, konungi Sádi-Arabíu.
Það vakti mikla athygli að Biden „klesst‘ann“ (e. fist bump) við bin Salman en forsetinn hefur áður gagnrýnt krónprinsinn gífurlega fyrir hans aðkomu að morðinu á Khashoggi. Hann er grunaður um að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum.
Fist bump between President Biden and Crown Prince Mohammed bin Salman at Al Salam Royal Palace in Jeddah, Saudi Arabia. pic.twitter.com/37Oz5EwwIB
— CSPAN (@cspan) July 15, 2022
„Hann sagði eiginlega að hann væri sjálfur ekki ábyrgur fyrir því [morðinu]. Ég gaf í skyn að ég teldi hann vera það,“ hefur fréttaveita Reuters eftir Biden.
Khashoggi var sádiarabískur blaðamaður og var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Tyrklandi árið 2018. Hann var afar gagnrýninn á Salman-feðgana og því hefur ávallt verið talið að krónprinsinn sé tengdur morðinu.