Áfrýjun Rússlands hafnað Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 13:31 Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson léku báðir með CSKA Moskvu gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í desember 2018 en CSKA fær ekki að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta leiktímabili. Bæði Hörður og Arnór leika með öðrum liðum í dag. CAS, Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn í Sviss, hefur hafnað áfrýjunarkröfu frá fjórum rússneskum félagsliðum vegna þátttökubanns UEFA sem meinar liðunum frá því að taka þátt í Evrópukeppnum á næsta leiktímabili. Rússnesku landsliðin mega heldur ekki leika í alþjóðlegum keppnum. Upphaflega var þátttökubannið sett á í febrúar með þeim formerkjum að þangað til „annað kæmi í ljós.“ Bannið kom í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Átök Rússa og Úkraínumanna, ásamt viðbrögðum almennings og ríkisstjórnum víðs vegar í heiminum, skapaði ófyrirséðar og fordæmalausar aðstæður sem FIFA og UEFA urðu að bregðast við,“ segir í fréttatilkynningu dómstólsins. „Sú ákvörðun að rússnesk lið fái ekki að taka þátt í keppnum undir nöfnum knattspyrnusambandanna á meðan þetta ástand ríkir er í samræmi við lög og reglugerð samtakanna.“ Fjögur lið, Zenit St Petersburg, CSKA Moskva, Dynamo Moskva og Sochi, sem öll áttu þátttökurétt í Evrópukeppnum á næsta tímabili, stóðu á bak við áfrýjunina. Rússnesku kvenna- og karlalandsliðin í fótbolta mega heldur ekki taka þátt í keppnum á vegum UEFA og FIFA, að minnsta kosti út næsta leiktímabil. Karlalandsliði Rússlands var meinuð þátttaka á HM í Katar rétt fyrir umspilsleik þeirra við Pólland í mars. Kvennalandsliðið átti að vera meðal þátttökuþjóða á EM í Englandi sem núna stendur yfir en var sparkað úr leik. Kvennaliðið fær heldur ekki að taka þátt í undankeppni fyrir HM 2023 í Eyjaálfu. „Það er óheppilegt að hernaðaraðgerðir í Úkraínu, sem rússnesk knattspyrnufélög og leikmenn bera enga ábyrgð á, hafi svo mikil neikvæð áhrif rússneskan fótbolta. Eftir sem áður þá eru hagsmunir fótboltans um allan heim mikilvægari en hagsmunir einstakrar þjóðar,“ segir í tilkynningu CAS. FIFA UEFA EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi HM 2022 í Katar Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Upphaflega var þátttökubannið sett á í febrúar með þeim formerkjum að þangað til „annað kæmi í ljós.“ Bannið kom í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Átök Rússa og Úkraínumanna, ásamt viðbrögðum almennings og ríkisstjórnum víðs vegar í heiminum, skapaði ófyrirséðar og fordæmalausar aðstæður sem FIFA og UEFA urðu að bregðast við,“ segir í fréttatilkynningu dómstólsins. „Sú ákvörðun að rússnesk lið fái ekki að taka þátt í keppnum undir nöfnum knattspyrnusambandanna á meðan þetta ástand ríkir er í samræmi við lög og reglugerð samtakanna.“ Fjögur lið, Zenit St Petersburg, CSKA Moskva, Dynamo Moskva og Sochi, sem öll áttu þátttökurétt í Evrópukeppnum á næsta tímabili, stóðu á bak við áfrýjunina. Rússnesku kvenna- og karlalandsliðin í fótbolta mega heldur ekki taka þátt í keppnum á vegum UEFA og FIFA, að minnsta kosti út næsta leiktímabil. Karlalandsliði Rússlands var meinuð þátttaka á HM í Katar rétt fyrir umspilsleik þeirra við Pólland í mars. Kvennalandsliðið átti að vera meðal þátttökuþjóða á EM í Englandi sem núna stendur yfir en var sparkað úr leik. Kvennaliðið fær heldur ekki að taka þátt í undankeppni fyrir HM 2023 í Eyjaálfu. „Það er óheppilegt að hernaðaraðgerðir í Úkraínu, sem rússnesk knattspyrnufélög og leikmenn bera enga ábyrgð á, hafi svo mikil neikvæð áhrif rússneskan fótbolta. Eftir sem áður þá eru hagsmunir fótboltans um allan heim mikilvægari en hagsmunir einstakrar þjóðar,“ segir í tilkynningu CAS.
FIFA UEFA EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi HM 2022 í Katar Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira