Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2022 13:30 Tölur eru á reiki um fjölda fallina úkraínska hermanna frá því innrásin hófst en þeir skipta þúsundum. AP/Efrem Lukatsky Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu.AP/Forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu greindi frá brottrekstri Irynu Venediktova ríkissaksóknara og Ivans Bakanov yfirmanns Öryggisþjónustu Úkraínu í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi. Skráð hefðu verið mál gegn 651 starfsmanni þessara stofnana og annarra lögregluembætta vegna gruns um samstarf við innrásarlið Rússa og landráð. „Hundrað níutíu og átta hafa verið upplýst um grunsemdir gegn þeim. Alveg sérstaklega 60 starfsmenn embættis saksóknara og Öryggisþjóunustunnar sem hafa dvalið áfram á herteknum svæðum og vinna gegn hagsmunum Úkraínu,“ sagði Zelenskyy. Fyrir utan mannfall almennra borgara og hermanna hefur innrásarher Rússa valdið gífurlegri eyðileggingu víðs vegar um Úkraínu. Hér er íbúi í Kharkiv héraði að leita í rúsum heimilis síns.AP/Evgeniy Maloletka Sérstaka athygli vekur að Ivan Bakanov yfirmaður Öryggisþjónustunnar hefur verið persónulegur vinur Zelenskyys í langan tíma samkvæmt fréttum í úkraínskum fjölmiðlum. Forsetinn sagði einstaklega ósmekklegt að Rússar hefðu hótað Úkraínu dómsdegi í gær, sama dag og þess væri minnst þegar rússneskir uppreisnarmenn í Donbas grönduðu farþegaþotu Malaysian Airlines með 298 manns innanborðs með rússneskri eldflaug fyrir átta árum. Þeir sem fórust hafi verið frá tíu þjóðríkjum og þar af 80 börn. Forsetinn sagði að þetta sýndi að Rússland hefði þegar árið 2014 verið hryðjuverkaríki. Þessi kaldhæðnu ummæli dæmdu sig sjálf og færðu Rússa nær óumflýjanlegum réttarhöldum fyrir alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Dómsdagurinn yrði þeirra. Hert á refsiaðgerðum Utanríkisráðherrar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins funda um hertari refsiaðgerðir gegn Rússum í dag. Gabrielus Landsbergis utanríkisráðherra Litháen er lengst til vinstri á myndinni.AP/Virginia Mayo Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins komu saman í Brussel í morgun til að ræða hvernig tryggja megi betur að þegar samþykktar refsiaðgerðir gegn Rússum virki og til að ræða bann við innflutningi á rússnesku gulli. En gull er ein mikilvægasta útflutningsafurð Rússa á eftir olíu og gasi. Gabrielius Landsbergis utanríkisráðherra Litháen minnti á að þótt stofnanir sambandsins væru á leið í sumarfrí, tækju Rússar ekkert frí frá látlausum árásum sínum á saklausan almenning í Úkraínu. „Þess vegna er ég glaður að í dag munum við ræða enn frekari fjárhagslegan stuðning við Úkraínumenn þannig að þeir geti keypt viðbótarvopn við þau vopn sem við og vestrænir samstarfsaðilar hafa þegar getað útvegað þeim. Þetta er það sem hefur hjálpað Úkraínumönnum til að stöðva allsherjar innrás Rússa í land þeirra,“ sagði Landsbergis. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42 Fjármagna áfram hernað Pútíns Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. 17. júlí 2022 13:01 Rússar halda áfram sprengjuárásum á almenna borgara Rússneskt stórskotalið gerði í morgun árás á borgina Nikopol í suðurhluta Úkraínu. Tveir létust í árásinni en minnst 37 almennir borgarar hafa látist af völdum árása Rússa í Úkraínu síðustu þrjá daga. 16. júlí 2022 10:45 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu.AP/Forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu greindi frá brottrekstri Irynu Venediktova ríkissaksóknara og Ivans Bakanov yfirmanns Öryggisþjónustu Úkraínu í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi. Skráð hefðu verið mál gegn 651 starfsmanni þessara stofnana og annarra lögregluembætta vegna gruns um samstarf við innrásarlið Rússa og landráð. „Hundrað níutíu og átta hafa verið upplýst um grunsemdir gegn þeim. Alveg sérstaklega 60 starfsmenn embættis saksóknara og Öryggisþjóunustunnar sem hafa dvalið áfram á herteknum svæðum og vinna gegn hagsmunum Úkraínu,“ sagði Zelenskyy. Fyrir utan mannfall almennra borgara og hermanna hefur innrásarher Rússa valdið gífurlegri eyðileggingu víðs vegar um Úkraínu. Hér er íbúi í Kharkiv héraði að leita í rúsum heimilis síns.AP/Evgeniy Maloletka Sérstaka athygli vekur að Ivan Bakanov yfirmaður Öryggisþjónustunnar hefur verið persónulegur vinur Zelenskyys í langan tíma samkvæmt fréttum í úkraínskum fjölmiðlum. Forsetinn sagði einstaklega ósmekklegt að Rússar hefðu hótað Úkraínu dómsdegi í gær, sama dag og þess væri minnst þegar rússneskir uppreisnarmenn í Donbas grönduðu farþegaþotu Malaysian Airlines með 298 manns innanborðs með rússneskri eldflaug fyrir átta árum. Þeir sem fórust hafi verið frá tíu þjóðríkjum og þar af 80 börn. Forsetinn sagði að þetta sýndi að Rússland hefði þegar árið 2014 verið hryðjuverkaríki. Þessi kaldhæðnu ummæli dæmdu sig sjálf og færðu Rússa nær óumflýjanlegum réttarhöldum fyrir alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Dómsdagurinn yrði þeirra. Hert á refsiaðgerðum Utanríkisráðherrar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins funda um hertari refsiaðgerðir gegn Rússum í dag. Gabrielus Landsbergis utanríkisráðherra Litháen er lengst til vinstri á myndinni.AP/Virginia Mayo Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins komu saman í Brussel í morgun til að ræða hvernig tryggja megi betur að þegar samþykktar refsiaðgerðir gegn Rússum virki og til að ræða bann við innflutningi á rússnesku gulli. En gull er ein mikilvægasta útflutningsafurð Rússa á eftir olíu og gasi. Gabrielius Landsbergis utanríkisráðherra Litháen minnti á að þótt stofnanir sambandsins væru á leið í sumarfrí, tækju Rússar ekkert frí frá látlausum árásum sínum á saklausan almenning í Úkraínu. „Þess vegna er ég glaður að í dag munum við ræða enn frekari fjárhagslegan stuðning við Úkraínumenn þannig að þeir geti keypt viðbótarvopn við þau vopn sem við og vestrænir samstarfsaðilar hafa þegar getað útvegað þeim. Þetta er það sem hefur hjálpað Úkraínumönnum til að stöðva allsherjar innrás Rússa í land þeirra,“ sagði Landsbergis.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42 Fjármagna áfram hernað Pútíns Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. 17. júlí 2022 13:01 Rússar halda áfram sprengjuárásum á almenna borgara Rússneskt stórskotalið gerði í morgun árás á borgina Nikopol í suðurhluta Úkraínu. Tveir létust í árásinni en minnst 37 almennir borgarar hafa látist af völdum árása Rússa í Úkraínu síðustu þrjá daga. 16. júlí 2022 10:45 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42
Fjármagna áfram hernað Pútíns Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. 17. júlí 2022 13:01
Rússar halda áfram sprengjuárásum á almenna borgara Rússneskt stórskotalið gerði í morgun árás á borgina Nikopol í suðurhluta Úkraínu. Tveir létust í árásinni en minnst 37 almennir borgarar hafa látist af völdum árása Rússa í Úkraínu síðustu þrjá daga. 16. júlí 2022 10:45