Tökumaður þvældist fyrir í úrslitahlaupi á HM Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 09:00 „Hvað ert þú að gera?“ gæti Conseslus Kipruto verið að hugsa þegar hann lítur til myndatökumannsins. Getty/Patrick Smith Keppendur í úrslitum 3.000 metra hindrunarhlaups þurftu að glíma við nýja og óvænta hindrun á sjálfu heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum í nótt. Myndatökumaður hafði gleymt sér á hlaupabrautinni. „Ég var svolítið órólegur yfir því að hann myndi kannski reyna að víkja í aðra áttina á síðustu stundu,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Evan Jager sem var á meðal keppenda. Í 3.000 metra hindrunarhlaupi þurfa keppendur að stökkva 28 sinnum yfir 91 sentímetra háar hindranir og sjö sinnum yfir vatnsgryfju. En þeir eru ekki vanir því að fólk sem ekki tekur þátt í hlaupinu sé að þvælast fyrir. Myndatökumaðurinn fattaði ekki að úrslitahlaupið væri farið af stað og nýtti hlaupabrautina til að ná sem bestu sjónarhorni í úrslitum þrístökks. Myndatökumaðurinn tvístraði óvart keppendahópnum í 3.000 metra hindrunarhlaupi á HM.Getty/Carmen Mandato Til allrar hamingju stóð hann alveg kyrr þegar 15 manna hópur keppenda hljóp framhjá honum, þó að margir hafi vissulega þurft að leggja örlitla lykkju á leið sína til að lenda ekki á honum. Slíkt er ekki ákjósanlegt í úrslitahlaupi á HM. „Sem betur fer fattaði hann ekki að við værum þarna fyrr en við vorum komnir framhjá honum,“ sagði Jager við New York Times. Úrslitahlaupið var nokkuð taktískt og litlu munaði á fremstu keppendum en Marokkóbúinn Soufiane El Bakkali varð heimsmeistari á 8:25,13 mínútum. Hann varð 88/100 úr sekúndu á undan Lamecha Girma frá Eþíópíu og Conseslus Kipruto frá Kenía vann svo bronsverðlaunin. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
„Ég var svolítið órólegur yfir því að hann myndi kannski reyna að víkja í aðra áttina á síðustu stundu,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Evan Jager sem var á meðal keppenda. Í 3.000 metra hindrunarhlaupi þurfa keppendur að stökkva 28 sinnum yfir 91 sentímetra háar hindranir og sjö sinnum yfir vatnsgryfju. En þeir eru ekki vanir því að fólk sem ekki tekur þátt í hlaupinu sé að þvælast fyrir. Myndatökumaðurinn fattaði ekki að úrslitahlaupið væri farið af stað og nýtti hlaupabrautina til að ná sem bestu sjónarhorni í úrslitum þrístökks. Myndatökumaðurinn tvístraði óvart keppendahópnum í 3.000 metra hindrunarhlaupi á HM.Getty/Carmen Mandato Til allrar hamingju stóð hann alveg kyrr þegar 15 manna hópur keppenda hljóp framhjá honum, þó að margir hafi vissulega þurft að leggja örlitla lykkju á leið sína til að lenda ekki á honum. Slíkt er ekki ákjósanlegt í úrslitahlaupi á HM. „Sem betur fer fattaði hann ekki að við værum þarna fyrr en við vorum komnir framhjá honum,“ sagði Jager við New York Times. Úrslitahlaupið var nokkuð taktískt og litlu munaði á fremstu keppendum en Marokkóbúinn Soufiane El Bakkali varð heimsmeistari á 8:25,13 mínútum. Hann varð 88/100 úr sekúndu á undan Lamecha Girma frá Eþíópíu og Conseslus Kipruto frá Kenía vann svo bronsverðlaunin.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum