Kaupverðið á þessum 33 ára gamla pólska landsliðsframherja er rúmlega 50 milljónir evra.
Lewandowski gerir fjögurra ára samning við Barcelona en hann er með klásúlu í samningi sínum um að Barcelona geti ekki hafnað tilboði í hann frá öðrum félagi sem er 500 milljónir evra eða hærra.
OFFICIAL! pic.twitter.com/XYRYAlccYF
— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 19, 2022
Leikmenn Barcelona eru þessa stundina að búa sig undir átökin fyrir komandi keppnistímabil á Miami í Bandaríkjunum. Lewandowski er nú þegar mættur þangað og hefur hitt þar nýja liðsfélaga sína.
Þetta eru fjórðu kaup Barcelona í sumar en nýverið keypti félagið brasilíska vængmanninn Raphinha frá Leeds United og fékk svo danska miðvörðinn Andreas Christensen og Franck Yannick Kessié, miðjumann frá Fílabeinströndinni, á frjálsri sölu.