Lærisveini Vésteins velt af Ståhlli Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 08:30 Kristjan Ceh átti bestu frammistöðu lífs síns í Eugene í Oregon í nótt. Getty/Ezra Shaw Það var mikið um óvænt úrslit á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum í nótt og sigurstranglegir ólympíumeistarar þurftu að horfa á eftir gullverðlaunum. Þar á meðal var sænski kringlukastarinn og nýi Íslandsvinurinn Daniel Ståhl, lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar. Ståhl hefur verið fremsti kringlukastari heims síðustu ár og varð ólympíumeistari í Tókýó í fyrra og heimsmeistari árið 2019. Í nótt náði Ståhl hins vegar ekki verðlaunasæti því 67,10 metra kast hans dugði aðeins til 4. sætis. Simon Pettersson, sem líkt og Ståhl heimsótti Ísland í lok maí og keppti á móti á Selfossi, varð í 5. sæti með 67 metra kast eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slóveninn Kristjan Ceh varð heimsmeistari með 71,13 metra kasti, sem er mótsmet, og Litháen átti bæði silfur- og bronsverðlaunahafa því Mykolas Alekna varð í 2. sæti með 69,27 metra kasti og Andrius Gudzius í 3. sæti með 67,55 metra kasti. Alekna er sonur goðsagnarinnar Virgilijus Alekna sem vann meðal annars tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum. Norsku ólympíumeistararnir misstu af gulli Norski ólympíumeistarinn Jakob Ingebrigtsen náði sömuleiðis ekki að landa heimsmeistaratitli í 1.500 metra hlaupi. Bretinn Jake Wightman kom óvænt fyrstur í mark, eftir að hafa lent í 10. sæti í Tókýó í fyrra, á 3 mínútum og 29,23 sekúndum. Ingebrigtsen varð í 2. sæti, 24 sekúndubrotum á eftir Wightman, og Spánverjinn Mohamed Katir tók bronsið. Jake Wightman virtist ekki trúa eigin augum þegar hann kom fyrstur í mark í 1.500 metra hlaupinu.Getty/Andy Lyons Annar norskur ólympíumeistari, Karsen Warholm, endaði aðeins í 7. sæti í 400 metra grindahlaupi á 48,42 sekúndum, en hann tognaði í læri á Demantamóti í júní. Hinn brasilíski Alison dos Santos varð heimsmeistari í greininni á 46,29 sekúndum, sem er mótsmet, en Bandaríkjamennirnir Rai Benjmani (46,89) og Trevor Bassitt (47,39) komu næstir á eftir honum. Heimsmeistari á færri tilraunum Í hástökki kvenna varð hin ástralska Eleanor Patterson heimsmeistari eftir hnífjafna keppni því þær Yaroslava Mahuchikh frá Úkraínu fóru báðar yfir 2,02 metra. Patterson fór hins vegar yfir þá hæð í fyrstu tilraun á meðan að Mahuchikh þurfti tvær tilraunir. Elena Vallortigara frá Ítalíu fékk brons eftir að hafa einnig þurft færri tilraunir en Iryna Geraschchenko frá Úkraínu til að fara yfir 2 metra slétta. Eleanor Patterson náði að fara yfir 2,02 metra í fyrstu tilraun og það skilaði henni heimsmeistaratitlinum.Getty/Mustafa Yalcin Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjá meira
Þar á meðal var sænski kringlukastarinn og nýi Íslandsvinurinn Daniel Ståhl, lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar. Ståhl hefur verið fremsti kringlukastari heims síðustu ár og varð ólympíumeistari í Tókýó í fyrra og heimsmeistari árið 2019. Í nótt náði Ståhl hins vegar ekki verðlaunasæti því 67,10 metra kast hans dugði aðeins til 4. sætis. Simon Pettersson, sem líkt og Ståhl heimsótti Ísland í lok maí og keppti á móti á Selfossi, varð í 5. sæti með 67 metra kast eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slóveninn Kristjan Ceh varð heimsmeistari með 71,13 metra kasti, sem er mótsmet, og Litháen átti bæði silfur- og bronsverðlaunahafa því Mykolas Alekna varð í 2. sæti með 69,27 metra kasti og Andrius Gudzius í 3. sæti með 67,55 metra kasti. Alekna er sonur goðsagnarinnar Virgilijus Alekna sem vann meðal annars tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum. Norsku ólympíumeistararnir misstu af gulli Norski ólympíumeistarinn Jakob Ingebrigtsen náði sömuleiðis ekki að landa heimsmeistaratitli í 1.500 metra hlaupi. Bretinn Jake Wightman kom óvænt fyrstur í mark, eftir að hafa lent í 10. sæti í Tókýó í fyrra, á 3 mínútum og 29,23 sekúndum. Ingebrigtsen varð í 2. sæti, 24 sekúndubrotum á eftir Wightman, og Spánverjinn Mohamed Katir tók bronsið. Jake Wightman virtist ekki trúa eigin augum þegar hann kom fyrstur í mark í 1.500 metra hlaupinu.Getty/Andy Lyons Annar norskur ólympíumeistari, Karsen Warholm, endaði aðeins í 7. sæti í 400 metra grindahlaupi á 48,42 sekúndum, en hann tognaði í læri á Demantamóti í júní. Hinn brasilíski Alison dos Santos varð heimsmeistari í greininni á 46,29 sekúndum, sem er mótsmet, en Bandaríkjamennirnir Rai Benjmani (46,89) og Trevor Bassitt (47,39) komu næstir á eftir honum. Heimsmeistari á færri tilraunum Í hástökki kvenna varð hin ástralska Eleanor Patterson heimsmeistari eftir hnífjafna keppni því þær Yaroslava Mahuchikh frá Úkraínu fóru báðar yfir 2,02 metra. Patterson fór hins vegar yfir þá hæð í fyrstu tilraun á meðan að Mahuchikh þurfti tvær tilraunir. Elena Vallortigara frá Ítalíu fékk brons eftir að hafa einnig þurft færri tilraunir en Iryna Geraschchenko frá Úkraínu til að fara yfir 2 metra slétta. Eleanor Patterson náði að fara yfir 2,02 metra í fyrstu tilraun og það skilaði henni heimsmeistaratitlinum.Getty/Mustafa Yalcin
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjá meira