Pabbinn lýsti afar óvæntum HM-sigri sonarins Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 13:01 Jake Wightman náði að hafa betur gegn Jacob Ingebrigtsen og vinna afar óvæntan heimsmeistaratitil. Getty/Andy Astfalck Einn óvæntasti sigurinn á HM í frjálsum íþróttum vannst í nótt þegar Bretinn Jake Wightman, sem 28 ára gamall þekkti það varla að hafa unnið verðlaun á stórmóti, vann 1.500 metra hlaup. Pabbi hans lýsti hlaupinu fyrir öllum áhorfendum á Hayward Field leikvanginum. Myndband af lýsingu Geoff Wightman, föður Jakes, og viðbrögðum móðurinnar Susan, hefur vakið mikla athygli en það má sjá hér að neðan. Á meðan að Susan réði sér ekki fyrir kæti gerði Geoff sitt allra besta til að halda aftur af tilfinningunum. „Ég verð að segja ykkur af hverju myndavélin beinist núna að mér,“ sagði Geoff sem var vallarþulur á leikvanginum og lýsti því hlaupinu fyrir áhorfendum. „Þetta er sonur minn. Ég þjálfa hann. Og hann er heimsmeistari,“ sagði Geoff. Susan var meðal áhorfenda en á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar hún þusti til mannsins síns til að fagna, eftir að Jake náði að vinna harða baráttu við ólympíumeistarann Jakob Ingebrigtsen. Geoff, sem sonurinn sagði að ætti til að vera ansi „vélrænn“ í lýsingum sínum, náði hins vegar einhvern veginn að klára að lýsa hlaupinu og láta tilfinningarnar ekki bera sig ofurliði. Jake Wightman has become the World 1500m champion. Geoff calling his son becoming a World Champion is priceless. Helene, part of our team, filmed Dad. I sat with Mum Susan..then could not wait to give my mate a hug. Beyond proud. @JakeSWightman @WightmanGeoff @SusanWightman6 pic.twitter.com/8I8IT6ntwb— Katharine Merry (@KatharineMerry) July 20, 2022 Fyrir ári síðan varð Jake í 10. sæti á Ólympíuleikunum og það gerir sigurinn í nótt sjálfsagt enn sætari. The Guardian lýsir sigri Jakes sem þeim óvæntasta í sögu Breta á HM í frjálsum íþróttum. Draumur Jakes var ekki bara að rætast heldur einnig foreldranna: „Ég er búinn að sjá um skólaíþróttirnar hjá honum frá því að hann var 11 ára því konan mín var kennarinn hans,“ sagði Geoff. „Við höfum síðan þá bara sífellt fært okkur á aðeins stærri leikvanga, með aðeins fleiri áhorfendum, og aðeins stærri medalíum. En það var súrrealískt að sjá hann vinna gull. Ég hugsaði bara: Ég þekki þennan náunga. Hann er kunnuglegur,“ sagði Geoff í geðshræringu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Myndband af lýsingu Geoff Wightman, föður Jakes, og viðbrögðum móðurinnar Susan, hefur vakið mikla athygli en það má sjá hér að neðan. Á meðan að Susan réði sér ekki fyrir kæti gerði Geoff sitt allra besta til að halda aftur af tilfinningunum. „Ég verð að segja ykkur af hverju myndavélin beinist núna að mér,“ sagði Geoff sem var vallarþulur á leikvanginum og lýsti því hlaupinu fyrir áhorfendum. „Þetta er sonur minn. Ég þjálfa hann. Og hann er heimsmeistari,“ sagði Geoff. Susan var meðal áhorfenda en á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar hún þusti til mannsins síns til að fagna, eftir að Jake náði að vinna harða baráttu við ólympíumeistarann Jakob Ingebrigtsen. Geoff, sem sonurinn sagði að ætti til að vera ansi „vélrænn“ í lýsingum sínum, náði hins vegar einhvern veginn að klára að lýsa hlaupinu og láta tilfinningarnar ekki bera sig ofurliði. Jake Wightman has become the World 1500m champion. Geoff calling his son becoming a World Champion is priceless. Helene, part of our team, filmed Dad. I sat with Mum Susan..then could not wait to give my mate a hug. Beyond proud. @JakeSWightman @WightmanGeoff @SusanWightman6 pic.twitter.com/8I8IT6ntwb— Katharine Merry (@KatharineMerry) July 20, 2022 Fyrir ári síðan varð Jake í 10. sæti á Ólympíuleikunum og það gerir sigurinn í nótt sjálfsagt enn sætari. The Guardian lýsir sigri Jakes sem þeim óvæntasta í sögu Breta á HM í frjálsum íþróttum. Draumur Jakes var ekki bara að rætast heldur einnig foreldranna: „Ég er búinn að sjá um skólaíþróttirnar hjá honum frá því að hann var 11 ára því konan mín var kennarinn hans,“ sagði Geoff. „Við höfum síðan þá bara sífellt fært okkur á aðeins stærri leikvanga, með aðeins fleiri áhorfendum, og aðeins stærri medalíum. En það var súrrealískt að sjá hann vinna gull. Ég hugsaði bara: Ég þekki þennan náunga. Hann er kunnuglegur,“ sagði Geoff í geðshræringu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira