Leggja niður störf í kæfandi hita á Suður-Jótlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 12:05 Karen Guðnadóttir með Molly sína fyrr í sumar, í þægilegum 20 stigum. Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Íslendingur syðst á Jótlandi, þar sem hitametið gæti fallið, segir hitann óbærilegan og fólk sé byrjað að leggja niður störf vegna hans. Gærdagurinn var vægast sagt þrúgandi í álfunni en hæsti hiti frá upphafi, 40,3 stig, mældist í Bretlandi. Þá fór hitinn í 37,7 stig í Belgíu, næsthæsti hiti sem mælst hefur, og gærdagurinn var jafnframt sá heitasti það sem er sumri í Þýskalandi - þar fór hitinn upp í 39,5 stig í Duisburg. Og hjá nágrönnum okkar í Danmörku búast veðurfræðingar við hitameti. Núverandi met er 47 ára gamalt en 10. ágúst 1975 mældust 36,4 stig í Holstebro á norðvestanverðu Jótlandi. Sören Jacobsen veðurfræðingur segir við danska ríkisútvarpið DR að vel gæti orðið heitara í dag. Og ef ekki verði í það minnsta júlímetið að öllum líkindum slegið en það stendur nú í 35,3 gráðum árið 1941. Þá verði líklegast heitast á Suður-Jótlandi. Erfitt að venjast hitanum Karen Guðnadóttir vinnur á golfvelli á Suður-Jótlandi, um tuttugu mínútur frá þýsku landamærunum. Hún var stödd á vellinum þegar fréttastofa náði tali af henni rétt fyrir fréttir. „Ég var að spyrja kollega minn hérna, því hún var með hitamæli í skugga og það eru búnar að mælast yfir 34 gráður. Og enn er spáð meiri hita eftir því sem líður á daginn. Þess vegna eru verkamenn sem vinna úti bara hættir að vinna. Því þegar þetta kemur í svona tvo, þrjá daga þá venst maður þessu ekkert,“ segir Karen. „Þetta er bara eins og að labba inn í gufu.“ Karen, sem er fyrrverandi landsliðskylfingur, vinnur innandyra á golfvellinum svo hún getur haldið sínu striki í dag. En hún segir ljóst lítið verði um að vera á vellinum sjálfum í þessum mikla hita. „Fólk er hætt að spila. Og ég sjálf myndi aldrei fara í golf í þessu,“ segir Karen. Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Gærdagurinn var vægast sagt þrúgandi í álfunni en hæsti hiti frá upphafi, 40,3 stig, mældist í Bretlandi. Þá fór hitinn í 37,7 stig í Belgíu, næsthæsti hiti sem mælst hefur, og gærdagurinn var jafnframt sá heitasti það sem er sumri í Þýskalandi - þar fór hitinn upp í 39,5 stig í Duisburg. Og hjá nágrönnum okkar í Danmörku búast veðurfræðingar við hitameti. Núverandi met er 47 ára gamalt en 10. ágúst 1975 mældust 36,4 stig í Holstebro á norðvestanverðu Jótlandi. Sören Jacobsen veðurfræðingur segir við danska ríkisútvarpið DR að vel gæti orðið heitara í dag. Og ef ekki verði í það minnsta júlímetið að öllum líkindum slegið en það stendur nú í 35,3 gráðum árið 1941. Þá verði líklegast heitast á Suður-Jótlandi. Erfitt að venjast hitanum Karen Guðnadóttir vinnur á golfvelli á Suður-Jótlandi, um tuttugu mínútur frá þýsku landamærunum. Hún var stödd á vellinum þegar fréttastofa náði tali af henni rétt fyrir fréttir. „Ég var að spyrja kollega minn hérna, því hún var með hitamæli í skugga og það eru búnar að mælast yfir 34 gráður. Og enn er spáð meiri hita eftir því sem líður á daginn. Þess vegna eru verkamenn sem vinna úti bara hættir að vinna. Því þegar þetta kemur í svona tvo, þrjá daga þá venst maður þessu ekkert,“ segir Karen. „Þetta er bara eins og að labba inn í gufu.“ Karen, sem er fyrrverandi landsliðskylfingur, vinnur innandyra á golfvellinum svo hún getur haldið sínu striki í dag. En hún segir ljóst lítið verði um að vera á vellinum sjálfum í þessum mikla hita. „Fólk er hætt að spila. Og ég sjálf myndi aldrei fara í golf í þessu,“ segir Karen.
Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira