Leggja niður störf í kæfandi hita á Suður-Jótlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 12:05 Karen Guðnadóttir með Molly sína fyrr í sumar, í þægilegum 20 stigum. Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Íslendingur syðst á Jótlandi, þar sem hitametið gæti fallið, segir hitann óbærilegan og fólk sé byrjað að leggja niður störf vegna hans. Gærdagurinn var vægast sagt þrúgandi í álfunni en hæsti hiti frá upphafi, 40,3 stig, mældist í Bretlandi. Þá fór hitinn í 37,7 stig í Belgíu, næsthæsti hiti sem mælst hefur, og gærdagurinn var jafnframt sá heitasti það sem er sumri í Þýskalandi - þar fór hitinn upp í 39,5 stig í Duisburg. Og hjá nágrönnum okkar í Danmörku búast veðurfræðingar við hitameti. Núverandi met er 47 ára gamalt en 10. ágúst 1975 mældust 36,4 stig í Holstebro á norðvestanverðu Jótlandi. Sören Jacobsen veðurfræðingur segir við danska ríkisútvarpið DR að vel gæti orðið heitara í dag. Og ef ekki verði í það minnsta júlímetið að öllum líkindum slegið en það stendur nú í 35,3 gráðum árið 1941. Þá verði líklegast heitast á Suður-Jótlandi. Erfitt að venjast hitanum Karen Guðnadóttir vinnur á golfvelli á Suður-Jótlandi, um tuttugu mínútur frá þýsku landamærunum. Hún var stödd á vellinum þegar fréttastofa náði tali af henni rétt fyrir fréttir. „Ég var að spyrja kollega minn hérna, því hún var með hitamæli í skugga og það eru búnar að mælast yfir 34 gráður. Og enn er spáð meiri hita eftir því sem líður á daginn. Þess vegna eru verkamenn sem vinna úti bara hættir að vinna. Því þegar þetta kemur í svona tvo, þrjá daga þá venst maður þessu ekkert,“ segir Karen. „Þetta er bara eins og að labba inn í gufu.“ Karen, sem er fyrrverandi landsliðskylfingur, vinnur innandyra á golfvellinum svo hún getur haldið sínu striki í dag. En hún segir ljóst lítið verði um að vera á vellinum sjálfum í þessum mikla hita. „Fólk er hætt að spila. Og ég sjálf myndi aldrei fara í golf í þessu,“ segir Karen. Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Gærdagurinn var vægast sagt þrúgandi í álfunni en hæsti hiti frá upphafi, 40,3 stig, mældist í Bretlandi. Þá fór hitinn í 37,7 stig í Belgíu, næsthæsti hiti sem mælst hefur, og gærdagurinn var jafnframt sá heitasti það sem er sumri í Þýskalandi - þar fór hitinn upp í 39,5 stig í Duisburg. Og hjá nágrönnum okkar í Danmörku búast veðurfræðingar við hitameti. Núverandi met er 47 ára gamalt en 10. ágúst 1975 mældust 36,4 stig í Holstebro á norðvestanverðu Jótlandi. Sören Jacobsen veðurfræðingur segir við danska ríkisútvarpið DR að vel gæti orðið heitara í dag. Og ef ekki verði í það minnsta júlímetið að öllum líkindum slegið en það stendur nú í 35,3 gráðum árið 1941. Þá verði líklegast heitast á Suður-Jótlandi. Erfitt að venjast hitanum Karen Guðnadóttir vinnur á golfvelli á Suður-Jótlandi, um tuttugu mínútur frá þýsku landamærunum. Hún var stödd á vellinum þegar fréttastofa náði tali af henni rétt fyrir fréttir. „Ég var að spyrja kollega minn hérna, því hún var með hitamæli í skugga og það eru búnar að mælast yfir 34 gráður. Og enn er spáð meiri hita eftir því sem líður á daginn. Þess vegna eru verkamenn sem vinna úti bara hættir að vinna. Því þegar þetta kemur í svona tvo, þrjá daga þá venst maður þessu ekkert,“ segir Karen. „Þetta er bara eins og að labba inn í gufu.“ Karen, sem er fyrrverandi landsliðskylfingur, vinnur innandyra á golfvellinum svo hún getur haldið sínu striki í dag. En hún segir ljóst lítið verði um að vera á vellinum sjálfum í þessum mikla hita. „Fólk er hætt að spila. Og ég sjálf myndi aldrei fara í golf í þessu,“ segir Karen.
Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira