Ábyrgðin á herðum einstaklinga á meðan fyrirtækin mengi áfram Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 20:31 Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur ASÍ í loftslagsráði og sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum. Aðsent Alltof mikil ábyrgð er lögð á herðar einstaklinga í loftslagsmálum, að mati fulltrúa ASÍ í loftslagsráði. Stjórnvöld virðist hrædd við að snerta á stórfyrirtækjum en loftslagsvandinn leysist aldrei án þeirra aðkomu, að mati sérfræðingsins. Vísindamenn sammælast um að loftslagsbreytingar knýi áfram hitabylgjuna sem geisar í Evrópu - og að vegna þeirra verði slíkar bylgjur tíðari. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum og fulltrúi ASÍ í loftslagsráði, skilur vel að fólk upplifi sig máttlaust gagnvart loftslagsógninni. „Við erum að sjá það að fyrirtæki geta einhvern veginn bara mengað áfram og hafa gert lítið til að breyta framleiðslu og starfsemi, til þess að draga úr mengun. En hagnast á sama tíma. Og á sama tíma er fókusinn á að einstaklingar eigi að breyta sinni hegðun og vera ábyrgir og svo framvegis. Það er auðvitað gríðarlegt óréttlæti sem felst í þessu,“ segir Auður Alfa. Stjórnvöld óttist að snerta á fyrirtækjum Hugtakið kolefnisfótspor sé dæmi um þetta; eitthvað sem stórfyrirtæki hafi haldið á lofti til að færa ábyrgðina yfir á einstaklinga. Íslensk stjórnvöld verði að gera betur. „Stjórnvöld eru að veita fyrirtækjum, til dæmis sjávarútvegi fjárhagslegan stuðning til þess að draga úr mengun, á meðan þessi sömu fyrirtæki eru að hagnast gríðarlega. Og stjórnvöld, ekki bara íslensk heldur stjórnvöld víða um heim, virðast vera hrædd við að snerta á fyrirtækjum,“ segir Auður Alfa. En hefur þá nokkuð upp á sig að flokka og leggja bílnum? Auður segir að auðvitað skipti allt máli. „En við erum ekki að fara að leysa þennan vanda nema fyrirtæki ráðist í breytingar á framleiðsluháttum og styðji við þessi loftslagsmarkmið.“ Loftslagsmál ASÍ Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Vísindamenn sammælast um að loftslagsbreytingar knýi áfram hitabylgjuna sem geisar í Evrópu - og að vegna þeirra verði slíkar bylgjur tíðari. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum og fulltrúi ASÍ í loftslagsráði, skilur vel að fólk upplifi sig máttlaust gagnvart loftslagsógninni. „Við erum að sjá það að fyrirtæki geta einhvern veginn bara mengað áfram og hafa gert lítið til að breyta framleiðslu og starfsemi, til þess að draga úr mengun. En hagnast á sama tíma. Og á sama tíma er fókusinn á að einstaklingar eigi að breyta sinni hegðun og vera ábyrgir og svo framvegis. Það er auðvitað gríðarlegt óréttlæti sem felst í þessu,“ segir Auður Alfa. Stjórnvöld óttist að snerta á fyrirtækjum Hugtakið kolefnisfótspor sé dæmi um þetta; eitthvað sem stórfyrirtæki hafi haldið á lofti til að færa ábyrgðina yfir á einstaklinga. Íslensk stjórnvöld verði að gera betur. „Stjórnvöld eru að veita fyrirtækjum, til dæmis sjávarútvegi fjárhagslegan stuðning til þess að draga úr mengun, á meðan þessi sömu fyrirtæki eru að hagnast gríðarlega. Og stjórnvöld, ekki bara íslensk heldur stjórnvöld víða um heim, virðast vera hrædd við að snerta á fyrirtækjum,“ segir Auður Alfa. En hefur þá nokkuð upp á sig að flokka og leggja bílnum? Auður segir að auðvitað skipti allt máli. „En við erum ekki að fara að leysa þennan vanda nema fyrirtæki ráðist í breytingar á framleiðsluháttum og styðji við þessi loftslagsmarkmið.“
Loftslagsmál ASÍ Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira