Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að breytingin sé í samræmi við samstarfssáttmála núverandi meirihluta.
Auglýst verður nýtt starf sviðsstjóra sviðsins en það mun heita menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar.
Starfshópur embættismanna mun halda utan um sameininguna og verður áhersla lögð á samráð við stjórnendur og annað starfsfólk sviðanna. Borgarritara hefur verið falið að leiða starfshópinn og undirbúning sameiningar þar til nýr sviðsstjóri tekur til starfa.