Allt brjálað í síðasta heimaleik mótherja Blika og þeim refsað Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 12:31 Rúmlega fimmtíu stuðningsmenn Buducnost mættu í Kópavog í gærkvöld en þeir verða mun fleiri og háværari á heimavelli næsta fimmtudag, þó að 3.000 sætum verði lokað í refsingarskyni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Mótherjar Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi, hafa verið sektaðir og þeim gert að loka hluta leikvangs síns vegna mikilla óláta í síðasta heimaleik sínum. Hlutum var kastað, kveikt í blysum og kynþáttaníði beitt síðast þegar Buducnost spilaði heimaleik og hætt við því að einnig verði læti þegar Breiðablik mætir í heimsókn í næstu viku. Litlu munaði að upp úr syði á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar Blikar unnu 2-0 sigur gegn Buducnost. Þar voru þó aðeins rúmlega 50 stuðningsmenn svartfellska liðsins sem létu vel í sér heyra en lætin voru ekki minni í leikmönnum og starfsliði liðsins, og skarst lögregla í leikinn þegar mikill hiti var í mönnum í leikslok. Blikar fara óhræddir til Svartfjallalands en þar létu stuðningsmenn Buducnost þó öllum illum látum þegar liðið Llapi frá Kósovó kom í heimsókn fyrir tveimur vikum. Fengu fimm milljóna sekt og þurfa að loka hluta stúkunnar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sektaði í dag Buducnost um 35.375 evrur, jafnvirði um 5 milljóna íslenskra króna, vegna ólátanna á leiknum við Llapi. Hæsti hluti sektarinnar, eða 20.000 evrur, er vegna kynþáttaníðs en einnig var félagið sektað vegna þess að hlutum var kastað og kveikt í blysum. Þá var Buducnost gert að loka norðurhluta stúkunnar sinnar fyrir næsta heimaleik, gegn Breiðablki næsta fimmtudag, eða alls 3.000 sætum á leikvanginum sem tekur 11.500 manns í sæti. Félagið þarf sömuleiðis að hafa borða á leikvanginum þar sem stendur #NoToRacism eða #NeiViðRasisma. Félagið var auk þess aðvarað vegna hegðunar liðsins og spurning hvort að hegðunin í Kópavogi í gær kalli á frekari refsingu. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Hlutum var kastað, kveikt í blysum og kynþáttaníði beitt síðast þegar Buducnost spilaði heimaleik og hætt við því að einnig verði læti þegar Breiðablik mætir í heimsókn í næstu viku. Litlu munaði að upp úr syði á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar Blikar unnu 2-0 sigur gegn Buducnost. Þar voru þó aðeins rúmlega 50 stuðningsmenn svartfellska liðsins sem létu vel í sér heyra en lætin voru ekki minni í leikmönnum og starfsliði liðsins, og skarst lögregla í leikinn þegar mikill hiti var í mönnum í leikslok. Blikar fara óhræddir til Svartfjallalands en þar létu stuðningsmenn Buducnost þó öllum illum látum þegar liðið Llapi frá Kósovó kom í heimsókn fyrir tveimur vikum. Fengu fimm milljóna sekt og þurfa að loka hluta stúkunnar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sektaði í dag Buducnost um 35.375 evrur, jafnvirði um 5 milljóna íslenskra króna, vegna ólátanna á leiknum við Llapi. Hæsti hluti sektarinnar, eða 20.000 evrur, er vegna kynþáttaníðs en einnig var félagið sektað vegna þess að hlutum var kastað og kveikt í blysum. Þá var Buducnost gert að loka norðurhluta stúkunnar sinnar fyrir næsta heimaleik, gegn Breiðablki næsta fimmtudag, eða alls 3.000 sætum á leikvanginum sem tekur 11.500 manns í sæti. Félagið þarf sömuleiðis að hafa borða á leikvanginum þar sem stendur #NoToRacism eða #NeiViðRasisma. Félagið var auk þess aðvarað vegna hegðunar liðsins og spurning hvort að hegðunin í Kópavogi í gær kalli á frekari refsingu.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15
Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30
Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti