Átti eitt besta hlaup sögunnar og gekk frá heimsmetinu Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 09:01 McLaughlin átti eitt besta hlaup sögunnar í nótt. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Óhætt er að segja að hin bandaríska Sydney McLaughlin hafi stolið senunni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Oregon í nótt. Hún lék sér að því að slá eigið heimsmet í 400 metra grindahlaupi. Mikil spenna var fyrir greininni þar sem þær þrjár fljótustu í sögunni voru allar á meðal keppenda. Femke Bol frá Hollandi og Delilah Muhammad frá Bandaríkjunum áttu hins vegar ekki roð í McLaughlin. McLaughlin þótti líklegust til sigurs eftir að hafa sett heimsmet í greininni fyrir rúmum mánuði síðan er hún hljóp metrana á 51,41 sekúndu. Fáir bjuggust hins vegar við yfirburðunum sem hún sýndi í nótt. Hún stakk snemma af og var ein á auðum sjó síðustu 200 metrana. Þá kom hún í mark á 50,78 sekúndum og bætti því fyrra met sitt um 76 hundraðshluta úr sekúndu. Töluvert á eftir McLaughlin kom Bol önnur í mark á 52,27 sekúndum og Muhammad hlaut brons. Sérfræðingar vestanhafs segja hlaup næturinnar vera á meðal þeirra betri í sögunni. Töluvert er síðan met hefur verið bætt svo rækilega, auk þess sem 51 sekúndna múrinn í greininni er fallinn. McLaughlin var að bæta heimsmetið í fjórða sinn á ferli sínum og sást þakka guði ítrekað eftir að hafa komið í mark. Hún sat þá ein á hlaupabrautinni töluvert lengi eftir að hlaupinu lauk. „Ég var bara að reyna að vinna úr mjólkursýrunni, en ég vildi líka staldra aðeins við og njóta augnabliksins,“ sagði McLaughlin í viðtali. Hún kveðst þó hvergi nærri hætt. „Ég held það sé alltaf hægt að bæta sig enn frekar. Það er ekki til hið fullkomna hlaup og ég held að framkvæmd þessa hlaups hafi ekki verið fullkomin,“ Næst síðasti dagur mótsins er í nótt og lokadagur þess er á aðfaranótt mánudags. Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira
Mikil spenna var fyrir greininni þar sem þær þrjár fljótustu í sögunni voru allar á meðal keppenda. Femke Bol frá Hollandi og Delilah Muhammad frá Bandaríkjunum áttu hins vegar ekki roð í McLaughlin. McLaughlin þótti líklegust til sigurs eftir að hafa sett heimsmet í greininni fyrir rúmum mánuði síðan er hún hljóp metrana á 51,41 sekúndu. Fáir bjuggust hins vegar við yfirburðunum sem hún sýndi í nótt. Hún stakk snemma af og var ein á auðum sjó síðustu 200 metrana. Þá kom hún í mark á 50,78 sekúndum og bætti því fyrra met sitt um 76 hundraðshluta úr sekúndu. Töluvert á eftir McLaughlin kom Bol önnur í mark á 52,27 sekúndum og Muhammad hlaut brons. Sérfræðingar vestanhafs segja hlaup næturinnar vera á meðal þeirra betri í sögunni. Töluvert er síðan met hefur verið bætt svo rækilega, auk þess sem 51 sekúndna múrinn í greininni er fallinn. McLaughlin var að bæta heimsmetið í fjórða sinn á ferli sínum og sást þakka guði ítrekað eftir að hafa komið í mark. Hún sat þá ein á hlaupabrautinni töluvert lengi eftir að hlaupinu lauk. „Ég var bara að reyna að vinna úr mjólkursýrunni, en ég vildi líka staldra aðeins við og njóta augnabliksins,“ sagði McLaughlin í viðtali. Hún kveðst þó hvergi nærri hætt. „Ég held það sé alltaf hægt að bæta sig enn frekar. Það er ekki til hið fullkomna hlaup og ég held að framkvæmd þessa hlaups hafi ekki verið fullkomin,“ Næst síðasti dagur mótsins er í nótt og lokadagur þess er á aðfaranótt mánudags.
Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira