Jóhann Þór skoraði tvö marka Víðis í leiknum en annað markið skoraði hann með glæsilegri bakfallsspyrnu en hann er í loftinu á myndinni hér að neðan.

Víðir er í harðri baráttu um að komast upp úr deildinni en leikurinn í gær var toppslagur. KFG, Víðir og Dalvík/Reynir eru jöfn á toppnum með 25 stig hvert lið. Sindri er svo í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig.
