Ekki tilefni til að grípa til harðari aðgerða vegna apabólu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2022 12:10 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna apabólu. Vísir/Vilhelm Ekki er tilefni til að grípa til harðari aðgerða vegna apabólunnar að mati sóttvarnalæknis. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti í gær yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna sjúkdómsins. „Þetta breytir í sjálfu sér ekki þeim viðbrögðum sem við erum með hér. Það sem við erum að gera hér í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur verið að mælast til. Við erum að vinna með grasrótarsamtökum og erum að vinna með þessa hvatningu og benda á í hverju áhættan felst í því að smitast,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hingað komi bóluefni í haust sem gefið verður þeim sem eru í mestri áhættu og byrjað á þeim sem eru þegar í fyrirbyggjandi meðferð gegn HIV. Bólusett verður uppi á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum. „Við erum að fá bóluefni þessa fjörutíu skammta og það verður kannski erfitt að útdeila þeim alveg á réttlátan máta en það er mikilvægt að byrja að bólusetja sem fyrst og síðan fáum við í framhaldi af því 1400 skammta sem er búið að lofa okkkur frá Evrópusamabandinu. Ég vona bara að þeir komi fljótlega,“ segir Þórólfur. „Við munum beina sjónum okkar að [þeim sem eru í fyrirbyggjandi meðferð við HIV] fyrst og teljum að þeir séu kannski í mestri áhættu af að smitast. Það getur vel komið til að það þurfi að útvíkka það eitthvað, það er óljóst á þessum tíma,“ segir Þórólfur. Ekki sé ástæða til að grípa til hertra aðgerða. „Það er ekki ástæða til í sjálfu sér til að beita einhverjum lokunum eða takmörkunum, ekki á þessu stigi. Ég held við ættum að geta náð þessu, alla vega látið á það reyna fyllilega fyrst og sem betur fer er þetta ekki alvarlegur sjúkdómur, þannig að fólk er ekki að veikjast alvarlega. Þeir níu sem hafa veikst hér hafa ekki veikst alvarlega og geta verið heima en þetta getur verið mjög hvimleiður sjúdómur.“ Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu apabólu. Þetta var tilkynnt í dag í kjölfar annars fundar neyðarnefndar vegna málsins. 23. júlí 2022 16:13 Níu greinst með apabólu og það styttist í bólusetningu Alls hafa níu manns greinst með apabólu hér á landi. Þeir smituðu eru karlmenn á miðjum aldri, helmingur þeirra er með tengsl við útlönd og helmingur ekki. 21. júlí 2022 12:45 Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health. 30. júní 2022 17:29 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
„Þetta breytir í sjálfu sér ekki þeim viðbrögðum sem við erum með hér. Það sem við erum að gera hér í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur verið að mælast til. Við erum að vinna með grasrótarsamtökum og erum að vinna með þessa hvatningu og benda á í hverju áhættan felst í því að smitast,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hingað komi bóluefni í haust sem gefið verður þeim sem eru í mestri áhættu og byrjað á þeim sem eru þegar í fyrirbyggjandi meðferð gegn HIV. Bólusett verður uppi á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum. „Við erum að fá bóluefni þessa fjörutíu skammta og það verður kannski erfitt að útdeila þeim alveg á réttlátan máta en það er mikilvægt að byrja að bólusetja sem fyrst og síðan fáum við í framhaldi af því 1400 skammta sem er búið að lofa okkkur frá Evrópusamabandinu. Ég vona bara að þeir komi fljótlega,“ segir Þórólfur. „Við munum beina sjónum okkar að [þeim sem eru í fyrirbyggjandi meðferð við HIV] fyrst og teljum að þeir séu kannski í mestri áhættu af að smitast. Það getur vel komið til að það þurfi að útvíkka það eitthvað, það er óljóst á þessum tíma,“ segir Þórólfur. Ekki sé ástæða til að grípa til hertra aðgerða. „Það er ekki ástæða til í sjálfu sér til að beita einhverjum lokunum eða takmörkunum, ekki á þessu stigi. Ég held við ættum að geta náð þessu, alla vega látið á það reyna fyllilega fyrst og sem betur fer er þetta ekki alvarlegur sjúkdómur, þannig að fólk er ekki að veikjast alvarlega. Þeir níu sem hafa veikst hér hafa ekki veikst alvarlega og geta verið heima en þetta getur verið mjög hvimleiður sjúdómur.“
Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu apabólu. Þetta var tilkynnt í dag í kjölfar annars fundar neyðarnefndar vegna málsins. 23. júlí 2022 16:13 Níu greinst með apabólu og það styttist í bólusetningu Alls hafa níu manns greinst með apabólu hér á landi. Þeir smituðu eru karlmenn á miðjum aldri, helmingur þeirra er með tengsl við útlönd og helmingur ekki. 21. júlí 2022 12:45 Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health. 30. júní 2022 17:29 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu apabólu. Þetta var tilkynnt í dag í kjölfar annars fundar neyðarnefndar vegna málsins. 23. júlí 2022 16:13
Níu greinst með apabólu og það styttist í bólusetningu Alls hafa níu manns greinst með apabólu hér á landi. Þeir smituðu eru karlmenn á miðjum aldri, helmingur þeirra er með tengsl við útlönd og helmingur ekki. 21. júlí 2022 12:45
Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health. 30. júní 2022 17:29