Vel gert hjá flugmanninum að koma vélinni niður Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. júlí 2022 19:19 Flugmaður vélarinnar fann góðan stað ofan á Nýjabæjarfjalli til að lenda á. Landhelgisgæslan Mikil heppni var að flugmaður flugvélar sem nauðlenti á Nýjabæjarfjalli í gær hafi fundið svo góðan stað til að lenda. Flugmaðurinn og farþeginn sluppu báðir með skrekkinn en þyrla Landhelgisgæslunnar kom þeim til aðstoðar þar sem þeir lentu í þúsund metra hæð. Útkall barst þyrlusveit Landhelgisgæslunnar klukkan korter yfir sjöí gærkvöldi. Þá var ljóst að flugvél af gerðinni ICP Savannah S hefði nauðlent skammt frá Akureyri en flugmanni vélarinnar hafði tekist að koma út neyðarkalli sem farþegavél á leið til Akureyrar nam. „Strax eftir flugtak eða í útkallinu þá er ljóst að mennirnir eru ómeiddir og þeir komust út að sjálfsdáðum,“ segir Magnús Pálmar Jónsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við fréttastofu. Flugvélinni hafði verið nauðlent á Nýjabæjarfjalli sem er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Akureyri og átta kílómetrum frá næsta vegslóða. „Það var ljóst miðað við staðsetninguna að þetta væri í þúsund metra hæð og yrði erfitt fyrir fólk að fara að ganga fjallið eða eitthvað slíkt, þannig að við héldum áfram á staðinn,“ segir Magnús. Aðkoman að flugvélinni hafi verið fín og góður lendingastaður fyrir þyrluna. „Við lentum þarna skammt frá flugvélinni og röltum til þeirra og sáum strax að þeir voru standandi og hressir.“ Þeir voru ekkert skelkaðir eftir þetta? „Örugglega eitthvað andlegt áfall en ekkert líkamlegt og bara litu vel út,“ segir Magnús. Mikil mildi hafi verið að flugmaðurinn hafi fundið svo góðan lendingarstað. „Þetta lítur út fyrir að hafa verið vel gert að koma henni þarna niður og finna þennan stað til að lenda á. Þetta var nokkuð slétt þar sem hún nauðlendir og í kring voru smá hækkanir og snjóbreiður.“ Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleitið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Útkall barst þyrlusveit Landhelgisgæslunnar klukkan korter yfir sjöí gærkvöldi. Þá var ljóst að flugvél af gerðinni ICP Savannah S hefði nauðlent skammt frá Akureyri en flugmanni vélarinnar hafði tekist að koma út neyðarkalli sem farþegavél á leið til Akureyrar nam. „Strax eftir flugtak eða í útkallinu þá er ljóst að mennirnir eru ómeiddir og þeir komust út að sjálfsdáðum,“ segir Magnús Pálmar Jónsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við fréttastofu. Flugvélinni hafði verið nauðlent á Nýjabæjarfjalli sem er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Akureyri og átta kílómetrum frá næsta vegslóða. „Það var ljóst miðað við staðsetninguna að þetta væri í þúsund metra hæð og yrði erfitt fyrir fólk að fara að ganga fjallið eða eitthvað slíkt, þannig að við héldum áfram á staðinn,“ segir Magnús. Aðkoman að flugvélinni hafi verið fín og góður lendingastaður fyrir þyrluna. „Við lentum þarna skammt frá flugvélinni og röltum til þeirra og sáum strax að þeir voru standandi og hressir.“ Þeir voru ekkert skelkaðir eftir þetta? „Örugglega eitthvað andlegt áfall en ekkert líkamlegt og bara litu vel út,“ segir Magnús. Mikil mildi hafi verið að flugmaðurinn hafi fundið svo góðan lendingarstað. „Þetta lítur út fyrir að hafa verið vel gert að koma henni þarna niður og finna þennan stað til að lenda á. Þetta var nokkuð slétt þar sem hún nauðlendir og í kring voru smá hækkanir og snjóbreiður.“
Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleitið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleitið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53