Hugmyndir Björns „fullkomlega óraunhæfar“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. júlí 2022 12:01 Oddný er nefndarmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd. vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir hugmyndir formanns stjórnar Landspítala um að fækka starfsfólki spítalans á stuðningssviðum í hagræðingarskyni fullkomlega óraunhæfar. Stuðningsfólkið létti undir með hjúkrunarfræðingum. Nóg álag sé á þeim nú þegar. Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítala, sagði í gær að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Stöðum á svokölluðum stuðningssviðum yrði þá fækkað, sem vinna ekki beint með sjúklingum. Þessar hugmyndir falla illa í kramið hjá Samfylkingunni. Björn Zoëga var skipaður formaður nýrrar stjórnar Landspítalans af heilbrigðisráðherra fyrr á þessu ári.Karolinska „Ég held að væntingar um það að það sé hægt að halda kostnaði niðri við rekstur Landspítala með því að segja upp starfsfólki og halda uppi sömu þjónustu séu fullkomlega óraunhæfar,“ segir Oddný G. Harðardóttir, nefndarmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd. Formaður Félags lífeindafræðinga sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að spítalinn mætti alls ekki við því að starfsfólki fækki. Vinna þeirra sem ynnu ekki með sjúklingum væri gríðarlega mikilvæg fyrir endaniðurstöðu á meðferð þeirra. „Við þurfum að sjá til þess að heilbrigðisstarfsfólkið okkar haldist í vinnu og það yfirgefi ekki vettvang vegna álags eins og það hefur verið að gera núna síðustu ár, sérstaklega eftir Covid-faraldurinn. Þannig að það að fara að segja upp stuðningsfólki sem er ráðið til að létta undir með hjúkrunarfólkinu. Það væri óraunhæft,“ segir Oddný. Hún er sammála Birni Zoëga í því að mannekla sé helsta vandamál spítalans. Álagið hafi því verið gríðarlegt á starfsfólkinu. „Þess vegna hefur stuðningsfólkið verið ráðið inn og það getur varla verið fyrsta verk að segja upp því fólki. Fyrsta verk hlýtur að vera að reyna að bregðast við vandanum með því að fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum með öllum ráðum,“ segir Oddný. Stjórnvöld verði að sætta sig við að það muni kosta talsvert fjármagn að halda í heilbrigðisstarfsfólk; bæta þurfi launakjör þess og tryggja þeim viðunandi starfsaðstæður svo fátt eitt sé nefnt. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítala, sagði í gær að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Stöðum á svokölluðum stuðningssviðum yrði þá fækkað, sem vinna ekki beint með sjúklingum. Þessar hugmyndir falla illa í kramið hjá Samfylkingunni. Björn Zoëga var skipaður formaður nýrrar stjórnar Landspítalans af heilbrigðisráðherra fyrr á þessu ári.Karolinska „Ég held að væntingar um það að það sé hægt að halda kostnaði niðri við rekstur Landspítala með því að segja upp starfsfólki og halda uppi sömu þjónustu séu fullkomlega óraunhæfar,“ segir Oddný G. Harðardóttir, nefndarmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd. Formaður Félags lífeindafræðinga sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að spítalinn mætti alls ekki við því að starfsfólki fækki. Vinna þeirra sem ynnu ekki með sjúklingum væri gríðarlega mikilvæg fyrir endaniðurstöðu á meðferð þeirra. „Við þurfum að sjá til þess að heilbrigðisstarfsfólkið okkar haldist í vinnu og það yfirgefi ekki vettvang vegna álags eins og það hefur verið að gera núna síðustu ár, sérstaklega eftir Covid-faraldurinn. Þannig að það að fara að segja upp stuðningsfólki sem er ráðið til að létta undir með hjúkrunarfólkinu. Það væri óraunhæft,“ segir Oddný. Hún er sammála Birni Zoëga í því að mannekla sé helsta vandamál spítalans. Álagið hafi því verið gríðarlegt á starfsfólkinu. „Þess vegna hefur stuðningsfólkið verið ráðið inn og það getur varla verið fyrsta verk að segja upp því fólki. Fyrsta verk hlýtur að vera að reyna að bregðast við vandanum með því að fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum með öllum ráðum,“ segir Oddný. Stjórnvöld verði að sætta sig við að það muni kosta talsvert fjármagn að halda í heilbrigðisstarfsfólk; bæta þurfi launakjör þess og tryggja þeim viðunandi starfsaðstæður svo fátt eitt sé nefnt.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira