Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn bæta við sig fylgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2022 15:35 Þrír flokkar bæta við sig fylgi: Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Vísir Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig rúmum fimm prósentustigum í fylgi frá því í júní og mælist nú með á milli 24 og 25 prósenta fylgi. Auk Sjálfstæðisflokksins bæta Flokkur fólksins og Miðflokkurinn við sig fylgi. Þetta mælist í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst stærri síðan í mars á þessu ári og mælist nú með sama fylgi og í Alþingiskosningunum í haust. Vinstri græn missa örlítið fylgi frá síðustu mælingu og er nú með tæplega 8 prósent. Framsóknarflokkurinn heldur sínu striki og mælist líkt og í júní með 18 prósent. Maskína Fylgi Viðreisnar helst jafnframt nokkuð stöðugt milli mælinga eða með rúmlega 8 prósenta fylgi. Píratar mælast með nærri 13 prósent og minnkar fylgi þeirra um tvö prósentustig milli mælinga. Þá minnkar fylgi Samfylkingarinnar um rúm tvö prósentustig og er nú um 11 prósent en flokkurinn hefur lækkað um fjögur prósentustig síðan í maí. Þá mælist Flokkur fólksins með um 7 prósenta fylgi sem er svipað og í júní, þó hann bæti örlítið við sig. Sósíalistaflokkurinn mælist nú minnstur flokkanna með rúm 5 prósent og lækkar fylgið um prósentustig milli mælinga. Miðflokkurinn mælist með 6 prósent og bætir við sig einu prósentustigi frá því í júní. Maskína Örlítill munur er á fylgi flokkanna milli kynja. Meðal kvenna er Sjálfstæðisflokkurinn með 22,8 prósenta fylgi en 25,9 prósenta fylgi hjá körlum. 17,2 prósent kvenna segjast þá myndu kjósa Framsóknarflokkinn en 18,8 prósent karla. Nokkur munur er milli kynja á fylgi Samfylkingarinnar er 9,9 prósent karla segjast myndu kjósa hana en 11,9 prósent kvenna. Þá er talsverður fylgismunur milli kynjanna hjá VG en 5,9 prósent karla myndu kjósa VG og 9,8 prósent kvenna. Sama má segja um Flokk fólksins, 9,3 prósent kvenna myndu kjósa hann og 4,8 prósent karla. 8,1 prósent karla myndu kjósa Miðflokkinn og 3,6 prósent kvenna. Þá myndu 4 prósent kvenna kjósa Sósíalistaflokkinn og 6 prósent karla. Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur andvígur afglæpavæðingu neysluskammta Tæpur helmingur Íslendinga er hlynntur því að hætta að skilgreina vörslu neysluskammta fíkniefna sem lögbrot. Þetta eru niðurstöður úr nýrri könnun Maskínu. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að styðja afglæpavæðinguna. 21. júlí 2022 13:49 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Þetta mælist í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst stærri síðan í mars á þessu ári og mælist nú með sama fylgi og í Alþingiskosningunum í haust. Vinstri græn missa örlítið fylgi frá síðustu mælingu og er nú með tæplega 8 prósent. Framsóknarflokkurinn heldur sínu striki og mælist líkt og í júní með 18 prósent. Maskína Fylgi Viðreisnar helst jafnframt nokkuð stöðugt milli mælinga eða með rúmlega 8 prósenta fylgi. Píratar mælast með nærri 13 prósent og minnkar fylgi þeirra um tvö prósentustig milli mælinga. Þá minnkar fylgi Samfylkingarinnar um rúm tvö prósentustig og er nú um 11 prósent en flokkurinn hefur lækkað um fjögur prósentustig síðan í maí. Þá mælist Flokkur fólksins með um 7 prósenta fylgi sem er svipað og í júní, þó hann bæti örlítið við sig. Sósíalistaflokkurinn mælist nú minnstur flokkanna með rúm 5 prósent og lækkar fylgið um prósentustig milli mælinga. Miðflokkurinn mælist með 6 prósent og bætir við sig einu prósentustigi frá því í júní. Maskína Örlítill munur er á fylgi flokkanna milli kynja. Meðal kvenna er Sjálfstæðisflokkurinn með 22,8 prósenta fylgi en 25,9 prósenta fylgi hjá körlum. 17,2 prósent kvenna segjast þá myndu kjósa Framsóknarflokkinn en 18,8 prósent karla. Nokkur munur er milli kynja á fylgi Samfylkingarinnar er 9,9 prósent karla segjast myndu kjósa hana en 11,9 prósent kvenna. Þá er talsverður fylgismunur milli kynjanna hjá VG en 5,9 prósent karla myndu kjósa VG og 9,8 prósent kvenna. Sama má segja um Flokk fólksins, 9,3 prósent kvenna myndu kjósa hann og 4,8 prósent karla. 8,1 prósent karla myndu kjósa Miðflokkinn og 3,6 prósent kvenna. Þá myndu 4 prósent kvenna kjósa Sósíalistaflokkinn og 6 prósent karla.
Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur andvígur afglæpavæðingu neysluskammta Tæpur helmingur Íslendinga er hlynntur því að hætta að skilgreina vörslu neysluskammta fíkniefna sem lögbrot. Þetta eru niðurstöður úr nýrri könnun Maskínu. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að styðja afglæpavæðinguna. 21. júlí 2022 13:49 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Aðeins þriðjungur andvígur afglæpavæðingu neysluskammta Tæpur helmingur Íslendinga er hlynntur því að hætta að skilgreina vörslu neysluskammta fíkniefna sem lögbrot. Þetta eru niðurstöður úr nýrri könnun Maskínu. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að styðja afglæpavæðinguna. 21. júlí 2022 13:49
Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01