Petry kannast vel við sig á Hlíðarenda en hann lék með Valsliðinu árin 2019 og 2020 en hann varð Íslandsmeistari með liðinu seinna tímabili.
Sumarið 2019 lék Petry undir stjórn Ólafs Davíðs Jóhannessonar sem tók nýverið við stjórnartaumunm hjá Val eftir að Heimi Guðjónssyni var sagt upp störfum.
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) July 26, 2022
Lasse Petry til Vals.
— FHingar (@fhingar) July 26, 2022
FH og Valur hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Lasse Petry. Þökkum Lasse fyrir þann stutta tíma sem hann var hjá Fimleikafelaginu og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni. pic.twitter.com/Zn7NqX6Lhm
Petry lék með Köge í dönsku B-deildinni frá því að hann fór frá Val haustið 2020 en í byrjun maí samdi hann við FH-inga.
Nú er ljóst að veru hans hjá FH er lokið og nýr kafli hjá Hlíðarendafélaginu tekur við. Valur situr í fimmta sæti Bestu deildarinnar með 21 stig en liðið gerði 3-3 jafntefli við KR í 14. umferð deildarinnar á Meistaravöllum í gær.
Næsti leikur Vals er einmitt við FH á Origo-vellinum 3. ágúst næstkomandi.